Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar 16. mars 2025 07:31 Það er orðið ljóst fyrir allnokkru að Háskóli Íslands er helsti starfsvettvangur ævi minnar. Þótt ég hafi á sínum tíma dvalið hátt í áratug erlendis í framhaldsnámi og verið nokkur misseri gestaprófessor við erlenda háskóla í áranna rás, þá hefur Háskóli Íslands verið mín heimahöfn síðan ég var ráðinn þangað fyrst sem kennari í janúar 1987. Ég hef sinnt þar ýmsum stjórnunarstörfum allt síðan 1989 og verið í margvíslegu samstarfi við þá afbragðsgóðu rektora sem hafa stýrt skólanum síðan þá og til þessa dags. Skólinn er ekki stór á alþjóðamælikvarða en hann vegur þungt í íslensku samfélagi og ég hef fengið að kynnast því hvað hann hefur verið vel rekinn og hvernig rektorar og annað stjórnarfólk skólans hafa brugðist af mikilli ábyrgð við erfiðum aðstæðum. Skólinn hefur að mínu mati ítrekað sannað að hann stendur undir því sjálfstæði sem speglast meðal annars í því að þegar líður að lokum stjórnartíðar rektors, þá fær starfsfólk og nemendur á þessum stærsta vinnustað landsins að kjósa þann sem tekur við þessu lykilembætti. Nú líður að rektorskosningum. Góðu heilli eru nokkrir ágætir umsækjendur um starfið og hafa þau kynnt viðhorf sín og reynslu á liðnum vikum. Að mínu mati er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hæfastur umsækjenda. Horfi ég þar til mikillar reynslu hans í kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur starfað síðan 2003, þar af sem prófessor síðan 2009. En einnig hef ég í huga þá sérfræðiþekkingu og starfsreynslu sem hann aflaði sér þann áratug sem hann var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur annast margháttaða stjórnun við Háskóla Íslands, m.a. sem forseti Læknadeildar. Síðast en ekki síst byggi ég traust mitt á því hvernig Magnús hefur nálgast vettvang rektorsstarfsins, hvernig hann hefur kynnt sér af einstakri alúð hina margháttuðu starfsemi stofnunarinnar og hinar fjölbreytilegu leiðir í námi, kennslu og rannsóknum, sem og hverskonar umsýslu og rekstraratriðum. Ég veit að hann mun verða rektor sem lætur sig alla þessa stofnun varða af heilum hug, jafnt nemendur, kennara sem annað starfsfólk. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið ljóst fyrir allnokkru að Háskóli Íslands er helsti starfsvettvangur ævi minnar. Þótt ég hafi á sínum tíma dvalið hátt í áratug erlendis í framhaldsnámi og verið nokkur misseri gestaprófessor við erlenda háskóla í áranna rás, þá hefur Háskóli Íslands verið mín heimahöfn síðan ég var ráðinn þangað fyrst sem kennari í janúar 1987. Ég hef sinnt þar ýmsum stjórnunarstörfum allt síðan 1989 og verið í margvíslegu samstarfi við þá afbragðsgóðu rektora sem hafa stýrt skólanum síðan þá og til þessa dags. Skólinn er ekki stór á alþjóðamælikvarða en hann vegur þungt í íslensku samfélagi og ég hef fengið að kynnast því hvað hann hefur verið vel rekinn og hvernig rektorar og annað stjórnarfólk skólans hafa brugðist af mikilli ábyrgð við erfiðum aðstæðum. Skólinn hefur að mínu mati ítrekað sannað að hann stendur undir því sjálfstæði sem speglast meðal annars í því að þegar líður að lokum stjórnartíðar rektors, þá fær starfsfólk og nemendur á þessum stærsta vinnustað landsins að kjósa þann sem tekur við þessu lykilembætti. Nú líður að rektorskosningum. Góðu heilli eru nokkrir ágætir umsækjendur um starfið og hafa þau kynnt viðhorf sín og reynslu á liðnum vikum. Að mínu mati er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hæfastur umsækjenda. Horfi ég þar til mikillar reynslu hans í kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur starfað síðan 2003, þar af sem prófessor síðan 2009. En einnig hef ég í huga þá sérfræðiþekkingu og starfsreynslu sem hann aflaði sér þann áratug sem hann var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur annast margháttaða stjórnun við Háskóla Íslands, m.a. sem forseti Læknadeildar. Síðast en ekki síst byggi ég traust mitt á því hvernig Magnús hefur nálgast vettvang rektorsstarfsins, hvernig hann hefur kynnt sér af einstakri alúð hina margháttuðu starfsemi stofnunarinnar og hinar fjölbreytilegu leiðir í námi, kennslu og rannsóknum, sem og hverskonar umsýslu og rekstraratriðum. Ég veit að hann mun verða rektor sem lætur sig alla þessa stofnun varða af heilum hug, jafnt nemendur, kennara sem annað starfsfólk. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun