Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 15. mars 2025 17:00 Nú þegar rykið er að setjast má með sanni segja að íslenskir kennarar hafa sýnt áður óþekkta samstöðu þvert á öll skólastig. Það er ótrúlega kraftmikið og hvetjandi að fylgjast með því hvernig stéttin okkar reis upp saman og sýndi að við stöndum sameinuð undir merkjum Kennarasambands Íslands. Það sýndi sig að kennarar láta ekki auðveldlega hræða sig til hlýðni og við höfum gríðarlegan styrk þegar við stöndum öll saman. Við upplifðum tilraunir pólitískra afla til að hnekkja á starfinu okkar, en í stað þess að láta undan sýndum við fagmennsku, mikilfenglega samstöðu og kraft. Skólastarf var dregið niður í umræðunni, en almenningur sá í gegnum það og fyrir vikið styrktist traust til kennara. Stuðningur foreldra, samfélagsins og ráðamanna var augljós og aldrei hefur verið skýrara hversu mikilvæg störf okkar eru. Það hefur verið bæði strembið og um leið mjög dýrmætt að vera kennari á þessum tímamótum. Það er eins og við höfum lyft okkur yfir neikvæða umræðu og virðingin fyrir starfi okkar hafi aukist til muna. Umræðan hófst á flug og sjálf fór ég að skrifa pistla og greinar um mikilvægi starfsins og allt það faglega sem í því felst. Sú fagmennska kemur ekki af sjálfu sér og þarf bæði að mennta sig og öðlast reynslu til að geta veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga rétt á. Samstaðan sem myndaðist var áþreifanleg og er hún sannarlega hvetjandi fyrir framtíðina. Ég er ótrúlega stolt að tilheyra stéttarfélagi sem stendur saman með skýr markmið: við viljum fagmennsku, stöðugleika í skólunum okkar og viðurkenningu á mikilvægi starfs okkar. Við höfum sýnt að þegar við stöndum saman erum við óstöðvandi afl og sú staðreynd mun lifa með okkur áfram. Framtíðin er björt fyrir kennara á Íslandi. Við höfum sýnt hvað í okkur býr og við munum halda áfram að byggja upp skólasamfélag sem endurspeglar þá fagmennsku og virðingu sem störf okkar eiga skilið. Höfundur er kennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar rykið er að setjast má með sanni segja að íslenskir kennarar hafa sýnt áður óþekkta samstöðu þvert á öll skólastig. Það er ótrúlega kraftmikið og hvetjandi að fylgjast með því hvernig stéttin okkar reis upp saman og sýndi að við stöndum sameinuð undir merkjum Kennarasambands Íslands. Það sýndi sig að kennarar láta ekki auðveldlega hræða sig til hlýðni og við höfum gríðarlegan styrk þegar við stöndum öll saman. Við upplifðum tilraunir pólitískra afla til að hnekkja á starfinu okkar, en í stað þess að láta undan sýndum við fagmennsku, mikilfenglega samstöðu og kraft. Skólastarf var dregið niður í umræðunni, en almenningur sá í gegnum það og fyrir vikið styrktist traust til kennara. Stuðningur foreldra, samfélagsins og ráðamanna var augljós og aldrei hefur verið skýrara hversu mikilvæg störf okkar eru. Það hefur verið bæði strembið og um leið mjög dýrmætt að vera kennari á þessum tímamótum. Það er eins og við höfum lyft okkur yfir neikvæða umræðu og virðingin fyrir starfi okkar hafi aukist til muna. Umræðan hófst á flug og sjálf fór ég að skrifa pistla og greinar um mikilvægi starfsins og allt það faglega sem í því felst. Sú fagmennska kemur ekki af sjálfu sér og þarf bæði að mennta sig og öðlast reynslu til að geta veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga rétt á. Samstaðan sem myndaðist var áþreifanleg og er hún sannarlega hvetjandi fyrir framtíðina. Ég er ótrúlega stolt að tilheyra stéttarfélagi sem stendur saman með skýr markmið: við viljum fagmennsku, stöðugleika í skólunum okkar og viðurkenningu á mikilvægi starfs okkar. Við höfum sýnt að þegar við stöndum saman erum við óstöðvandi afl og sú staðreynd mun lifa með okkur áfram. Framtíðin er björt fyrir kennara á Íslandi. Við höfum sýnt hvað í okkur býr og við munum halda áfram að byggja upp skólasamfélag sem endurspeglar þá fagmennsku og virðingu sem störf okkar eiga skilið. Höfundur er kennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar