Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve og Daníel Thor Myer skrifa 15. mars 2025 13:32 Háskóli Íslands stendur á tímamótum og því skiptir það máli að velja rektor sem hefur skýra sýn, skilning á þörfum nemenda jafnt sem kennara og getu til þess að leiða skólann inn í framtíðina. Í ljósi þess er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé best til þess fallinn, ásamt því að efla vísindastarf og sinna öllum sviðum skólans jafnt. Magnús Karl Magnússon, rektorsframbjóðandi, er sá sem Háskóli Íslands þarfnast í dag. Hann er ekki bara virtur vísindamaður og læknir, heldur einnig kennari af lífi og sál, góður leiðtogi og mikill mannvinur. Við kynntumst Magnúsi Karli þegar við hófum nám í lyfja- og eiturefnafræði á þriðja námsári í læknisfræði, haustið 2023. Það varð fljótt ljóst hve einstakur kennari Magnús er. Hann hóf námskeiðið á því að ávarpa bekkinn og tók fram að öll niðrandi ummæli og hvers kyns fordómar yrðu ekki liðnir í kennslutímum hjá sér. Þannig skapaði hann okkur öruggt umhverfi frá fyrsta degi. Hann nálgaðist okkur á jafningjagrundvelli, hvatti til spurninga og voru því tímar hjá honum líkari umræðum en fyrirlestrum. Hann kennir af ástríðu, gerir flókið efni aðgengilegt og vekur raunverulegan áhuga á náminu. Hann byggir upp sjálfstraust nemenda sinna og veitir hvatningu. Hann veit hvað raunverulega skiptir máli fyrir nemendur; gæði kennslu, öflugt háskólasamfélag og stuðningur við rannsóknir og nýsköpun. Slík sýn er dýrmætur eiginleiki leiðtoga einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Magnús Karl ber hag allra fræðasviða fyrir brjósti sér. Hann leggur ríka áherslu á uppbyggingu vísindastarfs hérlendis og að efla fjármögnun Háskóla Íslands. Með bættri fjármagnsstöðu skólans væri hægt að tryggja aukin gæði náms fyrir okkur nemendur. Það gerir okkur sterkari á alþjóðlegum grundvelli. Magnús Karl hefur það einnig að markmiði að bæta námslánakerfið svo að nemendur þurfi ekki að vinna samhliða fullu námi eða hverfa frá námi vegna fjárhagslegra hindrana. Við þurfum sterkan málsvara sem er tilbúinn að tala máli okkar. Magnús Karl hefur einstaka sýn á hvernig ná skal árangri í þessum efnum. Hingað til hefur umræðan um háskólamál ekki verið áberandi í samfélaginu heldur hefur hagsmunabaráttu Háskólans einkum verið beint að alþingismönnum og einstökum ráðherrum. Þessu vill Magnús breyta, ekki nægi að sannfæra einungis stjórnmálamenn um mikilvægi Háskólans, heldur þurfi að skapa umræðu í samfélaginu og stuðla að jákvæðu viðhorfi almennings. Þannig er hægt að ná raunverulegum árangri í fjármögnun Háskólans, efla kennslu og rannsóknir og bæta aðgengi til náms gegnum öflugra námslánakerfi. Allt eru þetta lykilatriði fyrir nemendur Háskóla Íslands. Hvað háskólasamfélagið varðar vill Magnús efla það með betri aðstöðu og aukinni tengslamyndun milli nemenda, kennara og ólíkra fræðasviða. Háskólinn eigi ekki aðeins að vera staður fyrir kennslu og nám, heldur lifandi samfélag sem stuðlar að þroska, nýsköpun og samvinnu. Við höfum því fulla trú á að verði Magnús kjörinn rektor, muni háskólasamfélagið styrkjast og það verði skemmtilegra að vera nemandi við Háskóla Íslands. Í Magnúsi Karli býr leiðtogi sem sameinar sterka fræðilega þekkingu, djúpa reynslu af háskólastarfi og skýra framtíðarsýn fyrir skólann. Hann mun tryggja að Háskóli Íslands verði áfram í fremstu röð, með öfluga vísindastarfsemi og jöfn tækifæri fyrir öll svið. Ef nemendur vilja rektor sem hefur hagsmuni þeirra í fyrirrúmi, sem mun standa með þeim og ná raunverulegum árangri í málefnum skólans er Magnús Karl rétti maðurinn. Þess vegna kjósum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundar eru á 4. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á tímamótum og því skiptir það máli að velja rektor sem hefur skýra sýn, skilning á þörfum nemenda jafnt sem kennara og getu til þess að leiða skólann inn í framtíðina. Í ljósi þess er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé best til þess fallinn, ásamt því að efla vísindastarf og sinna öllum sviðum skólans jafnt. Magnús Karl Magnússon, rektorsframbjóðandi, er sá sem Háskóli Íslands þarfnast í dag. Hann er ekki bara virtur vísindamaður og læknir, heldur einnig kennari af lífi og sál, góður leiðtogi og mikill mannvinur. Við kynntumst Magnúsi Karli þegar við hófum nám í lyfja- og eiturefnafræði á þriðja námsári í læknisfræði, haustið 2023. Það varð fljótt ljóst hve einstakur kennari Magnús er. Hann hóf námskeiðið á því að ávarpa bekkinn og tók fram að öll niðrandi ummæli og hvers kyns fordómar yrðu ekki liðnir í kennslutímum hjá sér. Þannig skapaði hann okkur öruggt umhverfi frá fyrsta degi. Hann nálgaðist okkur á jafningjagrundvelli, hvatti til spurninga og voru því tímar hjá honum líkari umræðum en fyrirlestrum. Hann kennir af ástríðu, gerir flókið efni aðgengilegt og vekur raunverulegan áhuga á náminu. Hann byggir upp sjálfstraust nemenda sinna og veitir hvatningu. Hann veit hvað raunverulega skiptir máli fyrir nemendur; gæði kennslu, öflugt háskólasamfélag og stuðningur við rannsóknir og nýsköpun. Slík sýn er dýrmætur eiginleiki leiðtoga einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Magnús Karl ber hag allra fræðasviða fyrir brjósti sér. Hann leggur ríka áherslu á uppbyggingu vísindastarfs hérlendis og að efla fjármögnun Háskóla Íslands. Með bættri fjármagnsstöðu skólans væri hægt að tryggja aukin gæði náms fyrir okkur nemendur. Það gerir okkur sterkari á alþjóðlegum grundvelli. Magnús Karl hefur það einnig að markmiði að bæta námslánakerfið svo að nemendur þurfi ekki að vinna samhliða fullu námi eða hverfa frá námi vegna fjárhagslegra hindrana. Við þurfum sterkan málsvara sem er tilbúinn að tala máli okkar. Magnús Karl hefur einstaka sýn á hvernig ná skal árangri í þessum efnum. Hingað til hefur umræðan um háskólamál ekki verið áberandi í samfélaginu heldur hefur hagsmunabaráttu Háskólans einkum verið beint að alþingismönnum og einstökum ráðherrum. Þessu vill Magnús breyta, ekki nægi að sannfæra einungis stjórnmálamenn um mikilvægi Háskólans, heldur þurfi að skapa umræðu í samfélaginu og stuðla að jákvæðu viðhorfi almennings. Þannig er hægt að ná raunverulegum árangri í fjármögnun Háskólans, efla kennslu og rannsóknir og bæta aðgengi til náms gegnum öflugra námslánakerfi. Allt eru þetta lykilatriði fyrir nemendur Háskóla Íslands. Hvað háskólasamfélagið varðar vill Magnús efla það með betri aðstöðu og aukinni tengslamyndun milli nemenda, kennara og ólíkra fræðasviða. Háskólinn eigi ekki aðeins að vera staður fyrir kennslu og nám, heldur lifandi samfélag sem stuðlar að þroska, nýsköpun og samvinnu. Við höfum því fulla trú á að verði Magnús kjörinn rektor, muni háskólasamfélagið styrkjast og það verði skemmtilegra að vera nemandi við Háskóla Íslands. Í Magnúsi Karli býr leiðtogi sem sameinar sterka fræðilega þekkingu, djúpa reynslu af háskólastarfi og skýra framtíðarsýn fyrir skólann. Hann mun tryggja að Háskóli Íslands verði áfram í fremstu röð, með öfluga vísindastarfsemi og jöfn tækifæri fyrir öll svið. Ef nemendur vilja rektor sem hefur hagsmuni þeirra í fyrirrúmi, sem mun standa með þeim og ná raunverulegum árangri í málefnum skólans er Magnús Karl rétti maðurinn. Þess vegna kjósum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundar eru á 4. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun