Umferðaröryggi skólabarna Ágúst Mogensen skrifar 8. september 2022 10:30 Árlega slasast 56 börn á aldrinum 0-14 ára sem gangandi eða hjólandi vegfarendur í umferðinni. Til viðbótar slasast árlega 53 börn í bifreiðum og tvö til þrjú í hópbifreiðum í þessum sama aldurshópi en þessar upplýsingar má lesa úr slysaskýrslu Samgöngustofu. Nú er umferð farin að þyngjast eftir sumarleyfin og skólarnir byrjaðir. Daginn er tekið að stytta og næturfrost hefur gert vart við sig. Velferð og heilsa yngstu vegfarendanna í umferðinni, sem nú eru að hefja skólagöngu sína er forgangsmál og því vil ég fara yfir nokkur atriði sem tengjast öryggi þeirra. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Ef verið að fara í skóla á rafskutlu eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált á morgnana. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. Með endurskinsmerki séstu 5x betur Daginn er tekið að stytta og bráðum verður myrkur á morgnana þegar börn eru á leið í skólann, og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Miðum við að vera búin að útvega okkur endurskinsmerki fyrir 1. október, ef ekki fyrr. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Skólaakstur Þar sem börnum er ekið til skóla, í sund eða annað frístundastarf þarf að fara yfir reglur um skólaakstur. Allir nemendur og farþegar eiga að sitja í sætum sínum og nota bílbelti. Dæmi eru um slys á börnum sem notuðu ekki bílbelti í hópbifreið í skólaakstri. Þá þarf að ræða hættuna sem fylgir því ef hlaupið er að bifreiðinni eða á eftir henni á ferð. Það eru mörg blindsvæði kringum stóra hópbifreið, fyrir bílstjórann sjálfan, krakkana og aðra umferð. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Vistgötur og 30 kílómetra hámarkshraði í íbúagötum eru öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað fyrr og dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ef leiðin sem barnið þitt þarf að fara í skóla er hættuleg vegna flókinna umferðarmannvirkja eða vöntunar á umferðarmannvirkjum þá skaltu ræða það við veghaldara í sveitarfélaginu og skólayfirvöld. Hverfahópar á Facebook geta líka verið ágætis umræðuvettvangur til að bæta umferðaröryggi. Verum sanngjörn í umræðu en gleymum því samt aldrei að öryggissjónarmið eiga alltaf að ráða ferðinni. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Grunnskólar Slysavarnir Ágúst Mogensen Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Árlega slasast 56 börn á aldrinum 0-14 ára sem gangandi eða hjólandi vegfarendur í umferðinni. Til viðbótar slasast árlega 53 börn í bifreiðum og tvö til þrjú í hópbifreiðum í þessum sama aldurshópi en þessar upplýsingar má lesa úr slysaskýrslu Samgöngustofu. Nú er umferð farin að þyngjast eftir sumarleyfin og skólarnir byrjaðir. Daginn er tekið að stytta og næturfrost hefur gert vart við sig. Velferð og heilsa yngstu vegfarendanna í umferðinni, sem nú eru að hefja skólagöngu sína er forgangsmál og því vil ég fara yfir nokkur atriði sem tengjast öryggi þeirra. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Ef verið að fara í skóla á rafskutlu eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált á morgnana. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. Með endurskinsmerki séstu 5x betur Daginn er tekið að stytta og bráðum verður myrkur á morgnana þegar börn eru á leið í skólann, og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Miðum við að vera búin að útvega okkur endurskinsmerki fyrir 1. október, ef ekki fyrr. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Skólaakstur Þar sem börnum er ekið til skóla, í sund eða annað frístundastarf þarf að fara yfir reglur um skólaakstur. Allir nemendur og farþegar eiga að sitja í sætum sínum og nota bílbelti. Dæmi eru um slys á börnum sem notuðu ekki bílbelti í hópbifreið í skólaakstri. Þá þarf að ræða hættuna sem fylgir því ef hlaupið er að bifreiðinni eða á eftir henni á ferð. Það eru mörg blindsvæði kringum stóra hópbifreið, fyrir bílstjórann sjálfan, krakkana og aðra umferð. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Vistgötur og 30 kílómetra hámarkshraði í íbúagötum eru öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað fyrr og dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ef leiðin sem barnið þitt þarf að fara í skóla er hættuleg vegna flókinna umferðarmannvirkja eða vöntunar á umferðarmannvirkjum þá skaltu ræða það við veghaldara í sveitarfélaginu og skólayfirvöld. Hverfahópar á Facebook geta líka verið ágætis umræðuvettvangur til að bæta umferðaröryggi. Verum sanngjörn í umræðu en gleymum því samt aldrei að öryggissjónarmið eiga alltaf að ráða ferðinni. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun