Norrænt samstarf í 100 ár! Hrannar Björn Arnarsson og Ragnheiður H Þórarinsdóttir skrifa 29. september 2022 09:31 Norræna félagið á Íslandi fagnar í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins. Þau voru satt best að segja ekki mörg sem sáu tilgang eða mikið vit í hugmyndinni um norrænt samstarf þegar félagið var stofnað 29. september árið 1922, enda kanski ekki von. Noregur, Finnland og Ísland voru eðlilega með hugan við eigið sjálfstæði og grunnt á því góða á milli norrænu frændþjóðanna sem hver um sig reyndi að fóta sig í nýjum heimi eftir hildarleik heimsstyrjaldarinnar fyrri. En hugmyndinni um norrænt samstarf, samstöðu og vinskap tókst að festa rætur í hrjóstrugum jarðvegi millistríðsáranna, lifa af og vaxa í gegnum heimsstyrjöldina síðari og sprynga síðan út, sem kröftug fjöldahreyfing um öll Norðurlöndin. Enginn efast í dag um mikilvægi og ríkulegan ávöxt norræns samstarfs enda njóta fáar pólitískar hugmyndir eins víðtæks stuðning almennings og stjórnmálaflokka. Norrænt samstarf hefur gefið af sér einhver farsælustu samfélög veraldarsögunnar, gríðarlegar efnahagslegar og samfélagslegar framfarir og Norðurlöndin hafa í sameiningu verið leiðandi afl í mannréttindum, umhverfismálum og félagslegu réttlæti í heiminum. En það sem er mest um vert og án nokkurs vafa dýrmætasti ávöxtur hugsjónarinnar um norrænt samstarf, er sú vinátta, samhugur og samstaða sem nú ríkir milli íbúa norrænu landanna átta. Þau traustu vinabönd eru fráleitt sjálfgefin eða sjálfsögð, hvort sem horft er til blóðugrar átakasögu norrænna þjóða á fyrr á tíð, eða stríðsátaka nútímans, meðal bræða og systraþjóða Evrópu. Þetta hefur tekist með einarðri baráttu norrænu félaganna í eitt hundrað ár og því þéttriðna norræna samstarfi á flestum sviðum samfélagins, sem sú barátta hefur skilað. Við sem viljum veg norræns samstarfs sem mestan, getum því litið afar stolt um öxl á hundrað ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Við getum líka og eigum að horfa hnarreist fram á vegin, sannfærð um mikilvægi og óþrjótandi möguleika norræns samstarfs og þá dýrmætu gjöf sem vinátta norrænu þjóðanna sannarlega er. Til hamingju með daginn – meira norrænt samstarf! Höfundar eru formaður og varaformaður Norræna félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurlandaráð Utanríkismál Tímamót Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Norræna félagið á Íslandi fagnar í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins. Þau voru satt best að segja ekki mörg sem sáu tilgang eða mikið vit í hugmyndinni um norrænt samstarf þegar félagið var stofnað 29. september árið 1922, enda kanski ekki von. Noregur, Finnland og Ísland voru eðlilega með hugan við eigið sjálfstæði og grunnt á því góða á milli norrænu frændþjóðanna sem hver um sig reyndi að fóta sig í nýjum heimi eftir hildarleik heimsstyrjaldarinnar fyrri. En hugmyndinni um norrænt samstarf, samstöðu og vinskap tókst að festa rætur í hrjóstrugum jarðvegi millistríðsáranna, lifa af og vaxa í gegnum heimsstyrjöldina síðari og sprynga síðan út, sem kröftug fjöldahreyfing um öll Norðurlöndin. Enginn efast í dag um mikilvægi og ríkulegan ávöxt norræns samstarfs enda njóta fáar pólitískar hugmyndir eins víðtæks stuðning almennings og stjórnmálaflokka. Norrænt samstarf hefur gefið af sér einhver farsælustu samfélög veraldarsögunnar, gríðarlegar efnahagslegar og samfélagslegar framfarir og Norðurlöndin hafa í sameiningu verið leiðandi afl í mannréttindum, umhverfismálum og félagslegu réttlæti í heiminum. En það sem er mest um vert og án nokkurs vafa dýrmætasti ávöxtur hugsjónarinnar um norrænt samstarf, er sú vinátta, samhugur og samstaða sem nú ríkir milli íbúa norrænu landanna átta. Þau traustu vinabönd eru fráleitt sjálfgefin eða sjálfsögð, hvort sem horft er til blóðugrar átakasögu norrænna þjóða á fyrr á tíð, eða stríðsátaka nútímans, meðal bræða og systraþjóða Evrópu. Þetta hefur tekist með einarðri baráttu norrænu félaganna í eitt hundrað ár og því þéttriðna norræna samstarfi á flestum sviðum samfélagins, sem sú barátta hefur skilað. Við sem viljum veg norræns samstarfs sem mestan, getum því litið afar stolt um öxl á hundrað ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Við getum líka og eigum að horfa hnarreist fram á vegin, sannfærð um mikilvægi og óþrjótandi möguleika norræns samstarfs og þá dýrmætu gjöf sem vinátta norrænu þjóðanna sannarlega er. Til hamingju með daginn – meira norrænt samstarf! Höfundar eru formaður og varaformaður Norræna félagsins.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar