Villuljós í Vikulokum Þórarinn Eyfjörð skrifar 5. desember 2022 12:31 Það var áhugavert að hlusta á kunnuglega orðræðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um launaþróunina í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar ræddi oddvitinn um hvernig hún vill skerða þjónustu Reykjavíkurborgar, skerða réttindi opinbers starfsfólks og ná þannig fram hagræðingu í fjármálum borgarinnar. Hún talaði fyrir stórtækum aðgerðum í að segja opinberu starfsfólki upp störfum sem starfar í grunnþjónustunni og er á lægstu laununum. Launasetning þessa fólks sést vel þegar litið er á niðurstöður Kjaratölfræðinefndar sem hún vitnaði ótt og títt ranglega í. Hún vill draga úr launakostnaði og segir að opinberi vinnumarkaðurinn leiði launaþróunina í landinu. Samtímis segir Hildur að það vanti starfsfólk á leikskóla Reykjavíkurborgar en veifar um leið niðurskurðarhnífnum! Hildur fullyrti blákalt í þættinum að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði væri með alltof há laun og leiddi launaþróun í landinu. Hún sagði launahækkanir þeirra lægst launuðu hjá borginni vera 30% og umreiknaði þannig krónutöluhækkanir hina lægst launuðu í prósentur! Ætli oddvitinn viti að hún er að afbaka sannleikann og villa um fyrir almenningi, eða er borgarfulltrúinn svona illa upplýst um kjaramál eða hlutfallsreikning? Það er ekki hægt að hlusta á svona óábyrgt tal án þess að bregðast við, því það er mikilvægt að stjórnmálamenn nýfrjálshyggjunnar kynni sér staðreyndir um launaþróunina á vinnumarkaði og fari rétt með. Hið rétta er að almenni launamarkaðurinn leiðir launamyndunina á vinnumarkaði. Í lífskjarasamningnum, sem almenni markaðurinn leiddi, var samið um fastar krónutöluhækkanir en ekki um prósentur. Tökum dæmi; Starfsmaður A hefur 1.000.- kr. í laun á mánuði. Starfsmaður B hefur 100.- kr. í laun á mánuði. Báðir starfsmenn fá launahækkun upp á 30 kr. A er þá með 1.030.- kr. á mánuði og B með 130.- kr. Nú stígur borgarfulltrúinn fram og fullyrðir að B leiði launamyndunina. Hér er öllu snúið á haus. Til upplýsingar þá er hér tafla um launasetningu á íslenskum vinnumarkaði. Oddvitinn vitnaði í Kjaratölfræðinefnd, sem mælir launaþróunina á vinnumarkaði, til að styðja rökleysu sína, en eftir þessa endaleysu kom hún að kjarna málsins sem er beint upp úr Biblíu Sjálfstæðisflokksins: „Ég er nú bara á þeirri skoðun að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað of mikið í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað gríðarlega auðvitað hjá Reykjavíkurborg og það er bara vandi sem við verðum að taka á. Það er sama hvaða mælikvarða við erum skoða, [...] Reykjavíkurborg er alls staðar að leiða launaþróunina og það er bara mjög alvarlegt mál í mínum huga, hið opinbera almennt, hvort sem það er Reykjavíkurborg, sveitarfélög almennt eða ríkið á ekki að vera leiða launaþróunina í landinu.“ Þessar fullyrðingar Hildar standast ekki skoðun og eru rangar. Áróðurinn gegn opinberu starfsfólki heldur áfram og oddvitinn nefndi til sögunnar að þingmenn flokksins væru að taka á málunum á Alþingi. Það væri alvarlegt mál að geta ekki sagt opinberu starfsfólki upp fyrirvaralaust að eigin geðþótta. Þetta er hugsjón nýfrjálshyggjunnar sem Hildur endurómaði í Vikulokunum; skera niður grunnþjónustuna við almenning, veikja hana og skipta út starfsfólki eins og hilluvöru í stórmörkuðum. Hér er auðvitað verið að fylgja stefnu nýfrjálshyggjunnar um að einkavinavæða opinbera þjónustu þannig að hægt sé að koma henni í hendur útvalinna. Þetta er þekkt stef nýfrjálshyggjunnar þegar stjórnvöld fjársvelta grunnþjónustuna til að koma henni í hendur einkaaðila sem vilja græða peninga á henni og um leið létta byrðar þeirra ríkustu og stuðla að stéttaskiptingu og ójöfnuði. Höfundur er formaður Sameykis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á kunnuglega orðræðu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um launaþróunina í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 sl. laugardag. Þar ræddi oddvitinn um hvernig hún vill skerða þjónustu Reykjavíkurborgar, skerða réttindi opinbers starfsfólks og ná þannig fram hagræðingu í fjármálum borgarinnar. Hún talaði fyrir stórtækum aðgerðum í að segja opinberu starfsfólki upp störfum sem starfar í grunnþjónustunni og er á lægstu laununum. Launasetning þessa fólks sést vel þegar litið er á niðurstöður Kjaratölfræðinefndar sem hún vitnaði ótt og títt ranglega í. Hún vill draga úr launakostnaði og segir að opinberi vinnumarkaðurinn leiði launaþróunina í landinu. Samtímis segir Hildur að það vanti starfsfólk á leikskóla Reykjavíkurborgar en veifar um leið niðurskurðarhnífnum! Hildur fullyrti blákalt í þættinum að starfsfólk á opinberum vinnumarkaði væri með alltof há laun og leiddi launaþróun í landinu. Hún sagði launahækkanir þeirra lægst launuðu hjá borginni vera 30% og umreiknaði þannig krónutöluhækkanir hina lægst launuðu í prósentur! Ætli oddvitinn viti að hún er að afbaka sannleikann og villa um fyrir almenningi, eða er borgarfulltrúinn svona illa upplýst um kjaramál eða hlutfallsreikning? Það er ekki hægt að hlusta á svona óábyrgt tal án þess að bregðast við, því það er mikilvægt að stjórnmálamenn nýfrjálshyggjunnar kynni sér staðreyndir um launaþróunina á vinnumarkaði og fari rétt með. Hið rétta er að almenni launamarkaðurinn leiðir launamyndunina á vinnumarkaði. Í lífskjarasamningnum, sem almenni markaðurinn leiddi, var samið um fastar krónutöluhækkanir en ekki um prósentur. Tökum dæmi; Starfsmaður A hefur 1.000.- kr. í laun á mánuði. Starfsmaður B hefur 100.- kr. í laun á mánuði. Báðir starfsmenn fá launahækkun upp á 30 kr. A er þá með 1.030.- kr. á mánuði og B með 130.- kr. Nú stígur borgarfulltrúinn fram og fullyrðir að B leiði launamyndunina. Hér er öllu snúið á haus. Til upplýsingar þá er hér tafla um launasetningu á íslenskum vinnumarkaði. Oddvitinn vitnaði í Kjaratölfræðinefnd, sem mælir launaþróunina á vinnumarkaði, til að styðja rökleysu sína, en eftir þessa endaleysu kom hún að kjarna málsins sem er beint upp úr Biblíu Sjálfstæðisflokksins: „Ég er nú bara á þeirri skoðun að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað of mikið í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað gríðarlega auðvitað hjá Reykjavíkurborg og það er bara vandi sem við verðum að taka á. Það er sama hvaða mælikvarða við erum skoða, [...] Reykjavíkurborg er alls staðar að leiða launaþróunina og það er bara mjög alvarlegt mál í mínum huga, hið opinbera almennt, hvort sem það er Reykjavíkurborg, sveitarfélög almennt eða ríkið á ekki að vera leiða launaþróunina í landinu.“ Þessar fullyrðingar Hildar standast ekki skoðun og eru rangar. Áróðurinn gegn opinberu starfsfólki heldur áfram og oddvitinn nefndi til sögunnar að þingmenn flokksins væru að taka á málunum á Alþingi. Það væri alvarlegt mál að geta ekki sagt opinberu starfsfólki upp fyrirvaralaust að eigin geðþótta. Þetta er hugsjón nýfrjálshyggjunnar sem Hildur endurómaði í Vikulokunum; skera niður grunnþjónustuna við almenning, veikja hana og skipta út starfsfólki eins og hilluvöru í stórmörkuðum. Hér er auðvitað verið að fylgja stefnu nýfrjálshyggjunnar um að einkavinavæða opinbera þjónustu þannig að hægt sé að koma henni í hendur útvalinna. Þetta er þekkt stef nýfrjálshyggjunnar þegar stjórnvöld fjársvelta grunnþjónustuna til að koma henni í hendur einkaaðila sem vilja græða peninga á henni og um leið létta byrðar þeirra ríkustu og stuðla að stéttaskiptingu og ójöfnuði. Höfundur er formaður Sameykis.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun