Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn Árni Páll Árnason skrifar 12. desember 2022 12:32 Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu. Íslensk þjóðtrú segir að þau okkar sem ekki fá nýja flík fyrir jólin fari í jólaköttinn. Það eru á hinn bóginn engin nýleg eða staðfest dæmi um að fólk hafi beinlínis verið étið af slíkum ketti. Það væri miklu nær fyrir jólaköttinn að hugsa um að hvetja (en ekki éta) fólk til að nýta frekar hlutina okkar betur, breyta þeim, láta laga þá eða fá lánað í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Flestum okkar finnst hvort sem er betra að njóta samvista við ástvini og fjölskyldur en að fá veigamiklar jólagjafir. Það er líka mun umhverfisvænna að gæta hófs í jólagjöfum og leggja frekar áherslu á samveru og notalegheit. Skyldu það vera hringrásarjól? Að mörgu er að hyggja við val á jólagjöfum og um að gera að nota ímyndunaraflið við valið. Það er líka alltaf góð hugmynd að hugsa um umhverfisáhrifin. Umhverfisvæn og endingargóð jólagjöf sem hittir í mark er augljóslega mjög góður kostur. Ef þú ert að hugsa um að halda umhverfisvænni jól er ekki úr vegi að hugsa út í umhverfisáhrifin og velta fyrir sér hvort gjöfin, ef það er hlutur, passar inni í hringrásarhagkerfið. Hringrásarhagkerfi er kerfi þar sem vöruhönnun, framleiðsla, dreifing, neysla og meðhöndlun úrgangs mynda lokaða hringrás. Vörur, hlutir og efni halda þar verðmæti sínu og notagildi, eins lengi og hægt er. Markmiðið er að nýta auðlindir jarðar betur, lengja líftíma þeirra og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur. Neysluvenjur og kröfur um þægindi hafa stytt líftíma vöru og aukið ásókn í auðlindir jarðar. Öfugt við línulegt hagkerfi þar sem auðlindir eru nýttar til að framleiða vörur, þær síðan seldar og notaðar en að lokum hent, þá er í hringrásarhagkerfi lögð áhersla að endurnota og deila, gera við, endurframleiða og endurvinna. Með hringrásarhagkerfi verða til ný, græn störf, þar sem hagsæld og lífsgæði fara saman við takmarkaðar auðlindir jarðar og felur í sér ótal tækifæri fyrir framtíðina. Um leið stuðlum við að sjálfbærni og drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda. Um hvað snúast jólin? Þegar hugað er að grænni jólum getur verið ágætt að muna að velja gæði fremur en magn. Það getur verið sniðugt að fá fleiri með í að gefa mögulega dýrari og eigulegri hlut, frekar en að kaupa gjöf sem nýtist ekki jafn vel. Gjafir sem mögulega fara beinustu leið ofan í skúffu hafa ekki bara óþarflega neikvæð áhrif á umhverfið heldur eru einnig óþarfa eyðsla á peningunum sem þú hefur unnið þér fyrir. Jólin verða nákvæmlega jafn góð þótt maður kaupi engar óþarfa gjafir og það sem meira er, þau verða líklega bara enn betri þar sem svokallaðir „jólatimburmenn“ munu ekki ásækja okkur mánuðina eftir í formi greiðsludreifingar á jólareikningnum. Hvað sem jólagjöfum, jólasveinum, Grýlu og jólakettinum, grænum jólum og hringrásarhagkerfinu líður er þó það mikilvægasta við jólin að njóta góðra samverustunda til hins ítrasta og muna að jólin snúast um væntumþykju og kærleika. Gleðilega hátíð! Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniteymi Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Jól Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu. Íslensk þjóðtrú segir að þau okkar sem ekki fá nýja flík fyrir jólin fari í jólaköttinn. Það eru á hinn bóginn engin nýleg eða staðfest dæmi um að fólk hafi beinlínis verið étið af slíkum ketti. Það væri miklu nær fyrir jólaköttinn að hugsa um að hvetja (en ekki éta) fólk til að nýta frekar hlutina okkar betur, breyta þeim, láta laga þá eða fá lánað í stað þess að kaupa alltaf nýtt. Flestum okkar finnst hvort sem er betra að njóta samvista við ástvini og fjölskyldur en að fá veigamiklar jólagjafir. Það er líka mun umhverfisvænna að gæta hófs í jólagjöfum og leggja frekar áherslu á samveru og notalegheit. Skyldu það vera hringrásarjól? Að mörgu er að hyggja við val á jólagjöfum og um að gera að nota ímyndunaraflið við valið. Það er líka alltaf góð hugmynd að hugsa um umhverfisáhrifin. Umhverfisvæn og endingargóð jólagjöf sem hittir í mark er augljóslega mjög góður kostur. Ef þú ert að hugsa um að halda umhverfisvænni jól er ekki úr vegi að hugsa út í umhverfisáhrifin og velta fyrir sér hvort gjöfin, ef það er hlutur, passar inni í hringrásarhagkerfið. Hringrásarhagkerfi er kerfi þar sem vöruhönnun, framleiðsla, dreifing, neysla og meðhöndlun úrgangs mynda lokaða hringrás. Vörur, hlutir og efni halda þar verðmæti sínu og notagildi, eins lengi og hægt er. Markmiðið er að nýta auðlindir jarðar betur, lengja líftíma þeirra og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur. Neysluvenjur og kröfur um þægindi hafa stytt líftíma vöru og aukið ásókn í auðlindir jarðar. Öfugt við línulegt hagkerfi þar sem auðlindir eru nýttar til að framleiða vörur, þær síðan seldar og notaðar en að lokum hent, þá er í hringrásarhagkerfi lögð áhersla að endurnota og deila, gera við, endurframleiða og endurvinna. Með hringrásarhagkerfi verða til ný, græn störf, þar sem hagsæld og lífsgæði fara saman við takmarkaðar auðlindir jarðar og felur í sér ótal tækifæri fyrir framtíðina. Um leið stuðlum við að sjálfbærni og drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda. Um hvað snúast jólin? Þegar hugað er að grænni jólum getur verið ágætt að muna að velja gæði fremur en magn. Það getur verið sniðugt að fá fleiri með í að gefa mögulega dýrari og eigulegri hlut, frekar en að kaupa gjöf sem nýtist ekki jafn vel. Gjafir sem mögulega fara beinustu leið ofan í skúffu hafa ekki bara óþarflega neikvæð áhrif á umhverfið heldur eru einnig óþarfa eyðsla á peningunum sem þú hefur unnið þér fyrir. Jólin verða nákvæmlega jafn góð þótt maður kaupi engar óþarfa gjafir og það sem meira er, þau verða líklega bara enn betri þar sem svokallaðir „jólatimburmenn“ munu ekki ásækja okkur mánuðina eftir í formi greiðsludreifingar á jólareikningnum. Hvað sem jólagjöfum, jólasveinum, Grýlu og jólakettinum, grænum jólum og hringrásarhagkerfinu líður er þó það mikilvægasta við jólin að njóta góðra samverustunda til hins ítrasta og muna að jólin snúast um væntumþykju og kærleika. Gleðilega hátíð! Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniteymi Landsbankans.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun