Íslensk jól: fyrir alla eða bara suma? Emma Ósk Ragnarsdóttir skrifar 19. desember 2022 07:01 Desember - mánuður fylltur af frosti, hálku, skammdegisþunglyndi og jú - jólum. Jólaseríur birta upp skammdegið og kakóið vermir frosna putta. Börnin telja niður dagana til jóla með ýmis konar dagatölum í formi sjónvarpsþátta, súkkulaðibita eða bóka, og fullorðna fólkið rífst um aðventuheimsóknir. Margir líta á aðventuheimsóknir sem kærkomna stund fyrir börn og kennara að eiga notalega samveru í kirkjunni. Sem barn hafði ég svipaðar skoðanir. Ég var skírð, fermd og fór í aðventuheimsóknir með vinum mínum og kennurum. Ég veit af eigin reynslu hversu kósí og kærkomið uppbrot á skóladeginum það var að fara í slíkar heimsóknir. Hins vegar veit ég líka að á meðan ég og „kristnu“ vinir mínir áttum notalegar stundir með piparkökum, kakó og jólalögum, voru vinir mínir sem voru ættaðir frá löndum eins og Tælandi og Egyptalandi látnir sitja upp á bókasafni. Þeir fengu ekki að upplifa hátíðleikann og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum með sérstöku uppbroti á skóladeginum. Þetta voru vinir mínir þá, og þetta er það sem nemendur mínir geta eflaust átt von á eftir nokkur ár. Það er enginn að segja að börn ættu ekki að fara í aðventuheimsóknir - ef þau sjálf, vinir þeirra, foreldrar eða ættingjar vilja fara í aðventuheimsóknir þá er það bara frábært. En skólinn ætti ekki að sitja undir þeirri ábyrgð að fara í sérstakar aðventuheimsóknir með aðeins ákveðin hóp af nemendum meðan hinn hópurinn situr eftir. Það er nauðsynlegt að öll börn fái að upplifa að þau séu jafnsett öðrum í skólastarfinu. Að ekkert barn sé útilokað vegna trúar þess eða trúar foreldra þess. Þegar það er staðan þá fer betur á því að foreldrar og fjölskyldur sinni trúarlegu uppeldi barna sinna og að skólastarfið byggi á menntun þar sem öll börn fái að vera jöfn. Það hefur verið bent á að starfshættir skóla skulu mótast af kristinni arfleifð samkvæmt lögum. Rétt er þá að benda á að starfshættir skóla skuli einnig mótast af umburðarlyndi, kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Getum við virkilega sagt að starfshættir skóla einkennist af þessum gildum ef tiltekinn hópur nemenda er útilokaður frá ákveðnum dagskrárlið í skólastarfi vegna mismunandi trúar? Hvað þá að huga að þeim stjórnarskrávörðu réttindum um trúfrelsi og að allir skulu njóta mannréttinda án tillits til þjóðernisuppruna, kynþáttar, skoðana eða jú - trúarbragða? Með því að fara ekki í aðventuheimsóknir er ekki verið að sækja að kristinni trú. Við erum að fylgja þeim gildum sem Ísland stendur fyrir (eða telur sig standa fyrir að minnsta kosti) sem eru umburðarlyndi, jafnrétti, kærleikur og umhyggja. Sem vill svo til eru þau gildi sem við ræktum líka á tímum þessarar hátíðar. Gleðilega hátíð! Höfundur er málefnastýra Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Trúmál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Desember - mánuður fylltur af frosti, hálku, skammdegisþunglyndi og jú - jólum. Jólaseríur birta upp skammdegið og kakóið vermir frosna putta. Börnin telja niður dagana til jóla með ýmis konar dagatölum í formi sjónvarpsþátta, súkkulaðibita eða bóka, og fullorðna fólkið rífst um aðventuheimsóknir. Margir líta á aðventuheimsóknir sem kærkomna stund fyrir börn og kennara að eiga notalega samveru í kirkjunni. Sem barn hafði ég svipaðar skoðanir. Ég var skírð, fermd og fór í aðventuheimsóknir með vinum mínum og kennurum. Ég veit af eigin reynslu hversu kósí og kærkomið uppbrot á skóladeginum það var að fara í slíkar heimsóknir. Hins vegar veit ég líka að á meðan ég og „kristnu“ vinir mínir áttum notalegar stundir með piparkökum, kakó og jólalögum, voru vinir mínir sem voru ættaðir frá löndum eins og Tælandi og Egyptalandi látnir sitja upp á bókasafni. Þeir fengu ekki að upplifa hátíðleikann og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum með sérstöku uppbroti á skóladeginum. Þetta voru vinir mínir þá, og þetta er það sem nemendur mínir geta eflaust átt von á eftir nokkur ár. Það er enginn að segja að börn ættu ekki að fara í aðventuheimsóknir - ef þau sjálf, vinir þeirra, foreldrar eða ættingjar vilja fara í aðventuheimsóknir þá er það bara frábært. En skólinn ætti ekki að sitja undir þeirri ábyrgð að fara í sérstakar aðventuheimsóknir með aðeins ákveðin hóp af nemendum meðan hinn hópurinn situr eftir. Það er nauðsynlegt að öll börn fái að upplifa að þau séu jafnsett öðrum í skólastarfinu. Að ekkert barn sé útilokað vegna trúar þess eða trúar foreldra þess. Þegar það er staðan þá fer betur á því að foreldrar og fjölskyldur sinni trúarlegu uppeldi barna sinna og að skólastarfið byggi á menntun þar sem öll börn fái að vera jöfn. Það hefur verið bent á að starfshættir skóla skulu mótast af kristinni arfleifð samkvæmt lögum. Rétt er þá að benda á að starfshættir skóla skuli einnig mótast af umburðarlyndi, kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Getum við virkilega sagt að starfshættir skóla einkennist af þessum gildum ef tiltekinn hópur nemenda er útilokaður frá ákveðnum dagskrárlið í skólastarfi vegna mismunandi trúar? Hvað þá að huga að þeim stjórnarskrávörðu réttindum um trúfrelsi og að allir skulu njóta mannréttinda án tillits til þjóðernisuppruna, kynþáttar, skoðana eða jú - trúarbragða? Með því að fara ekki í aðventuheimsóknir er ekki verið að sækja að kristinni trú. Við erum að fylgja þeim gildum sem Ísland stendur fyrir (eða telur sig standa fyrir að minnsta kosti) sem eru umburðarlyndi, jafnrétti, kærleikur og umhyggja. Sem vill svo til eru þau gildi sem við ræktum líka á tímum þessarar hátíðar. Gleðilega hátíð! Höfundur er málefnastýra Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun