Verð sérbýla leiðir lækkun íbúðaverðs Árni Sæberg skrifar 21. desember 2022 11:43 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu fer lækkandi. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3 prósent í nóvember frá október. Ástæða lækkunarinnar er 1,2 prósent lækkun verðs sérbýla en verð íbúða í fjölbýli stendur í stað. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lækkunin í nóvember kemur í kjölfar hækkana síðustu tvo mánuði á undan. Lækkun í ágúst síðastliðnum var sú fyrsta frá því í nóvember árið 2019, að því er segir í pistli á vef Íslandsbanka um málið. Þar segir íbúðamarkaður hafi róast að undanförnu. Í nóvember hafi um 550 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst, sem sé svipaður fjöldi og hefur verið undanfarna mánuði, eða frá því að íbúðamarkaðurinn tók að kólna síðasta sumar. Til samanburðar hafi ríflega 700 kaupsamningum verið þinglýst í maí og júní. „Við spáum því að íbúðamarkaðurinn muni stefna í visst jafnvægi og sigla lygnan sjó á komandi mánuðum. Verð á íbúðamarkaði hefur verið að sveiflast til og það gæti vel farið svo að verðið lækki til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma litið muni íbúðaverð þróast í takt við annað verðlag,“ segir í pistlinum. Spá meiri lækkun verðbólgu Landsbankinn gerir lækkun íbúðaverðs einnig að viðfangsefni sínu í hagsjánni sem birt var í dag. Þar segir að nýjast mæling Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi áhrif á skammtímaverðbólguspá bankans til lækkunar. Spáin hliðrast um 0,1 prósentustig niður á við. Því spáir bankinn nú 9,5 prósent verðbólgu í desember í stað 9,6 prósent. Þá lækkar spáin fyrir desember næsta árs úr 7,9 prósent í 7,8 prósent. Þá segir í hagsjánni að rólegri íbúðamarkaður sé stór þáttur í hjöðnun verðbólgunnar og nýjustu tölur bendi til þess að markaðurinn sé farinn að róast. Færri kaupsamningar séu alla jafna undirritaðir nú og samkvæmt gögnum HMS seljist nú hlutfallslega færri íbúðir yfir ásettu verði. Fasteignamarkaður Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lækkunin í nóvember kemur í kjölfar hækkana síðustu tvo mánuði á undan. Lækkun í ágúst síðastliðnum var sú fyrsta frá því í nóvember árið 2019, að því er segir í pistli á vef Íslandsbanka um málið. Þar segir íbúðamarkaður hafi róast að undanförnu. Í nóvember hafi um 550 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu verið þinglýst, sem sé svipaður fjöldi og hefur verið undanfarna mánuði, eða frá því að íbúðamarkaðurinn tók að kólna síðasta sumar. Til samanburðar hafi ríflega 700 kaupsamningum verið þinglýst í maí og júní. „Við spáum því að íbúðamarkaðurinn muni stefna í visst jafnvægi og sigla lygnan sjó á komandi mánuðum. Verð á íbúðamarkaði hefur verið að sveiflast til og það gæti vel farið svo að verðið lækki til skemmri tíma en við teljum að til meðallangs tíma litið muni íbúðaverð þróast í takt við annað verðlag,“ segir í pistlinum. Spá meiri lækkun verðbólgu Landsbankinn gerir lækkun íbúðaverðs einnig að viðfangsefni sínu í hagsjánni sem birt var í dag. Þar segir að nýjast mæling Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi áhrif á skammtímaverðbólguspá bankans til lækkunar. Spáin hliðrast um 0,1 prósentustig niður á við. Því spáir bankinn nú 9,5 prósent verðbólgu í desember í stað 9,6 prósent. Þá lækkar spáin fyrir desember næsta árs úr 7,9 prósent í 7,8 prósent. Þá segir í hagsjánni að rólegri íbúðamarkaður sé stór þáttur í hjöðnun verðbólgunnar og nýjustu tölur bendi til þess að markaðurinn sé farinn að róast. Færri kaupsamningar séu alla jafna undirritaðir nú og samkvæmt gögnum HMS seljist nú hlutfallslega færri íbúðir yfir ásettu verði.
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira