„Ráði hnefarétturinn er voðinn vís“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 17:37 Guðni Th. Jóhannesson sagði í ávarpi sínu að mönnum væri enginn greiði gerður með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Forsetinn sagði að blessunarlega hafi Ísland og Íslendingar ýmislegt fram að færa á alþjóðavettvangi. „Oftar en ekki erum við samt aðeins sjónarvottar að því sem fram vindur. Þannig er eðli smáþjóðar – smáþjóðar sem reiðir sig á alþjóðalög, að vald hins sterka gildi ekki í einu og öllu. Ráði hnefarétturinn er voðinn vís, það sýnir sagan og samtíð sömuleiðis,“ sagði forsetinn. Hann sagði að enn geisi styrjöld í Úkraínu, eftir innrás Rússlandshers og að þótt við séum lítils megnug í slíkum ófriði þá hafi þjóðin lagt sitt af mörkum – tekið á á móti flóttafólki og sent vistir út. „Hann er lofsverður, sá einhugur sem Íslendingar hafa sýnt í stuðningi við stríðshrjáða þjóð.“ Forseti minnti á að víðar en í Úkraínu gæti eymdar og alls kyns vanda. „Við skulum svo sannarlega ekki gleyma því sem bjátar á, utan landsteina og einnig hér heima. Já, við megum hugsa hlýtt til þeirra sem eiga um sárt að binda. Áramót eru ýmsum erfiður tími sorgar og saknaðar – en fyrir svo mörg önnur eru þau þó stund einlægrar gleði og göfugra heita. Vissulega getum við ekki vitað fyrir víst hvað nýtt ár ber í skauti sér. Satt er það sem skáldið Hulda sagði svo vel á sínum tíma, að enginn sem vermist við geisla sólarinnar veit hvort hann muni sjá hana að morgni. Engu að síður getum við leyft okkur að vona að bjart sé fram undan. Og hver veit nema hin svartsýnni myndu jafnvel fallast á að sólarglenna geti sett strik í reikninginn eins og Prins Póló söng svo hnyttilega.“ Enginn greiði gerður með sjálfshóli og sjálfsblekkingum Guðni sagði þá að sjá mætti ýmis teikn um betri tíð fyrir mannkyn allt. Framfarir á sviði vísinda og tækni lofi góðu, ný lyf við alzheimer og öðrum erfiðum sjúkdómum, öflugar rannsóknir á taugakerfinu og sé þá fráleitt allt talið. Hlutfallslega hafi andlát ungbarna aldrei verið eins fátíð um víða veröld og á síðasta ári. „Í loftslagsmálum vakna vonir við bindingu kolefnis og aðrar uppfinningar, jafnvel hagnýtan kjarnasamruna, aukna umhverfisvitund og aðgerðir á alþjóðavísu. Hér og nú er líka sjálfsagt að benda á allt það góða við land okkar og þjóð – en um leið gerum við okkur engan greiða með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum, og enn síður með óhóflegri íhaldssemi, blandinni ótta við breytingar. Rangsnúin fortíðarþrá getur villt fólki sýn – en það gerir óheft nýjungalof reyndar einnig, „ofsatrúin á tímans batnandi rás“ sem Sigurður Pálsson orti um af skörpu viti í Nýársljóði sínu. Snýst þetta ekki allt um jafnvægi þegar vel er að gáð, umburðarlyndi og ígrundun, hófsemi og aga, raunsæi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum,“ sagði forseti í ávarpi sínu. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Forsetinn sagði að blessunarlega hafi Ísland og Íslendingar ýmislegt fram að færa á alþjóðavettvangi. „Oftar en ekki erum við samt aðeins sjónarvottar að því sem fram vindur. Þannig er eðli smáþjóðar – smáþjóðar sem reiðir sig á alþjóðalög, að vald hins sterka gildi ekki í einu og öllu. Ráði hnefarétturinn er voðinn vís, það sýnir sagan og samtíð sömuleiðis,“ sagði forsetinn. Hann sagði að enn geisi styrjöld í Úkraínu, eftir innrás Rússlandshers og að þótt við séum lítils megnug í slíkum ófriði þá hafi þjóðin lagt sitt af mörkum – tekið á á móti flóttafólki og sent vistir út. „Hann er lofsverður, sá einhugur sem Íslendingar hafa sýnt í stuðningi við stríðshrjáða þjóð.“ Forseti minnti á að víðar en í Úkraínu gæti eymdar og alls kyns vanda. „Við skulum svo sannarlega ekki gleyma því sem bjátar á, utan landsteina og einnig hér heima. Já, við megum hugsa hlýtt til þeirra sem eiga um sárt að binda. Áramót eru ýmsum erfiður tími sorgar og saknaðar – en fyrir svo mörg önnur eru þau þó stund einlægrar gleði og göfugra heita. Vissulega getum við ekki vitað fyrir víst hvað nýtt ár ber í skauti sér. Satt er það sem skáldið Hulda sagði svo vel á sínum tíma, að enginn sem vermist við geisla sólarinnar veit hvort hann muni sjá hana að morgni. Engu að síður getum við leyft okkur að vona að bjart sé fram undan. Og hver veit nema hin svartsýnni myndu jafnvel fallast á að sólarglenna geti sett strik í reikninginn eins og Prins Póló söng svo hnyttilega.“ Enginn greiði gerður með sjálfshóli og sjálfsblekkingum Guðni sagði þá að sjá mætti ýmis teikn um betri tíð fyrir mannkyn allt. Framfarir á sviði vísinda og tækni lofi góðu, ný lyf við alzheimer og öðrum erfiðum sjúkdómum, öflugar rannsóknir á taugakerfinu og sé þá fráleitt allt talið. Hlutfallslega hafi andlát ungbarna aldrei verið eins fátíð um víða veröld og á síðasta ári. „Í loftslagsmálum vakna vonir við bindingu kolefnis og aðrar uppfinningar, jafnvel hagnýtan kjarnasamruna, aukna umhverfisvitund og aðgerðir á alþjóðavísu. Hér og nú er líka sjálfsagt að benda á allt það góða við land okkar og þjóð – en um leið gerum við okkur engan greiða með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum, og enn síður með óhóflegri íhaldssemi, blandinni ótta við breytingar. Rangsnúin fortíðarþrá getur villt fólki sýn – en það gerir óheft nýjungalof reyndar einnig, „ofsatrúin á tímans batnandi rás“ sem Sigurður Pálsson orti um af skörpu viti í Nýársljóði sínu. Snýst þetta ekki allt um jafnvægi þegar vel er að gáð, umburðarlyndi og ígrundun, hófsemi og aga, raunsæi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum,“ sagði forseti í ávarpi sínu.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52