Enn gýs í Kilauea-fjalli á Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 10:35 Glóandi hraun í Halemaumau, toppgíg Kilauea á Havaí í gær. AP/Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna Eldgos er hafið í toppgíg Kilauea-fjalls á Havaíeyjum innan við mánuði eftir að hraun hætti að renna þar og í stærri nágranna þess Mauna Loa. Tindurinn er fjarri mannabyggðum og er þeim ekki talin stafa hætta af gosinu. Eldfjallaeftirlit Havaíeyja varð gossins fyrst vart á vefmyndavélum frá Halemaumau-gígnum á toppi eldfjallsins í gær. Bandaríska jarðfræðistofnunin hafði áður hækkað viðbúnaðarstig vegna Kilauea í ljósi kvikuhreyfinga undir fjallinu. Kilauea er eitt virkasta eldfjall í heimi. Síðasta gos hófst í september árið 2021 og stóð í sextán mánuði. Því lauk á nær sama tíma og gosið í Mauna Loa, stærsta eldfjalli heims, fjaraði út. Um tveggja vikna skeið gaus í báðum fjöllum á sama tíma. Gestir í Eldfjallaþjóðgarði Havaí gátu þá séð hraun renna úr báðum fjöllum á sama tíma. Gosið í Mauna Loa olli ekki skemmdum í mannabyggðum en hraun úr fjallinu fór næst um 2,7 kílómetra að stórri hraðbraut sem tengir austur- og vesturhluta Stóru eyju, stærstu eyju Havaíklasans. AP-fréttastofan segir að vísindamenn fylgist grannt með báðum fjöllum en yfirleitt er goslokum ekki lýst formlega yfir fyrr en virkni hefur legið niður í þrjá mánuði. Óljóst er hvort og hvernig eldfjöllin tvö tengjast þannig að virkni í þeim stöðvaðist á sama tíma. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Eldgosið ógnar sögulegri loftslagsmæliröð Athuganastöð sem mælir styrk koltvísýrings á Mauna Loa á Havaí hefur verið stopp frá því að eldgos hófst í fjallinu fyrir rúmri viku. Mæliröðin þar er sú elsta samfellda um vaxandi styrk gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. 4. desember 2022 13:41 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Eldfjallaeftirlit Havaíeyja varð gossins fyrst vart á vefmyndavélum frá Halemaumau-gígnum á toppi eldfjallsins í gær. Bandaríska jarðfræðistofnunin hafði áður hækkað viðbúnaðarstig vegna Kilauea í ljósi kvikuhreyfinga undir fjallinu. Kilauea er eitt virkasta eldfjall í heimi. Síðasta gos hófst í september árið 2021 og stóð í sextán mánuði. Því lauk á nær sama tíma og gosið í Mauna Loa, stærsta eldfjalli heims, fjaraði út. Um tveggja vikna skeið gaus í báðum fjöllum á sama tíma. Gestir í Eldfjallaþjóðgarði Havaí gátu þá séð hraun renna úr báðum fjöllum á sama tíma. Gosið í Mauna Loa olli ekki skemmdum í mannabyggðum en hraun úr fjallinu fór næst um 2,7 kílómetra að stórri hraðbraut sem tengir austur- og vesturhluta Stóru eyju, stærstu eyju Havaíklasans. AP-fréttastofan segir að vísindamenn fylgist grannt með báðum fjöllum en yfirleitt er goslokum ekki lýst formlega yfir fyrr en virkni hefur legið niður í þrjá mánuði. Óljóst er hvort og hvernig eldfjöllin tvö tengjast þannig að virkni í þeim stöðvaðist á sama tíma.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04 Eldgosið ógnar sögulegri loftslagsmæliröð Athuganastöð sem mælir styrk koltvísýrings á Mauna Loa á Havaí hefur verið stopp frá því að eldgos hófst í fjallinu fyrir rúmri viku. Mæliröðin þar er sú elsta samfellda um vaxandi styrk gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. 4. desember 2022 13:41 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Stærsta eldfjall jarðar byrjað að gjósa Eldgos hófst í Mauna Loa, stærsta virka eldfjalli jarðar, á Havaí í nótt. Hraunrennsli er enn bundið við tind fjallsins og ógnar það ekki nærliggjandi byggð. 28. nóvember 2022 14:04
Eldgosið ógnar sögulegri loftslagsmæliröð Athuganastöð sem mælir styrk koltvísýrings á Mauna Loa á Havaí hefur verið stopp frá því að eldgos hófst í fjallinu fyrir rúmri viku. Mæliröðin þar er sú elsta samfellda um vaxandi styrk gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. 4. desember 2022 13:41
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent