Þetta er ekki hægt lengur Svanhildur Hólm Valsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 22:00 Það er hægt að segja ýmislegt um stríð Eflingar gegn almennri skynsemi, þær aðferðir sem er beitt og áhrifin sem þær hafa. En til að afmarka efnið verður hér einungis fjallað um það sem kalla mætti athyglisvert þolpróf á íslenskri vinnumarkaðslöggjöf. Verkfallsvopninu er beitt með afar sértækum og óforskömmuðum hætti gegn einstökum fyrirtækjum. Fámennir hópar eru látnir leggja niður störf til að valda sem mestu tjóni með sem minnstum tilkostnaði fyrir sjóði Eflingar. Embætti ríkissáttasemjara, sem í nágrannalöndunum er lykilembætti með skýrt umboð og valdheimildir, hefur reynst jafnvel enn valdalausara en áður var talið. Niðurstaðan er sú að löggjöfin er ónýt, viðnámið ekkert og og sá stjórnlausasti stjórnar. Þrátt fyrir að félagsdómur, héraðsdómur og landsréttur hafi staðfest heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu þegar útséð er um að samningar náist, virðist Eflingu vera að takast að gera það verkfæri bitlaust með því að hafna að leggja fram kjörskrá. Nýtur Efling þar reyndar stuðnings landsréttar, með vísan í heimildarskort í götóttri vinnulöggjöf. Í ofanálag hefur félagið meira að segja haldið því fram að slík skrá sé ekki til. Það vekur óneitanlega nokkra furðu að stéttarfélag, sem gengur jafnhart fram í þágu félagsmanna sinna, viti ekki fyrir hverja það er að berjast. Tilraunastarfsemi í kjaradeilum, sem stjórnvöld hafa leyft að þróast óáreitt undanfarin ár, hefur leitt til þess að þau sitja nú með vandann í fanginu. Vandséð er að verkföllum ljúki án lagasetningar, en það er lausn sem dugir til skamms tíma. Meira þarf til, enda er stór hluti ástæðunnar fyrir þessu kafkaíska ástandi sem við stöndum frammi fyrir að kjarkinn hefur vantað til að gera nauðsynlegar breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Hvorki hefur verið gerð gangskör að því að koma í veg fyrir misnotkun á verkfallsvopninu né hafa ríkissáttasemjara verið veittar nægar heimildir og umboð til að gegna einhverju öðru hlutverki en að vera fundarstjóri í Karphúsinu, - þegar aðilar leyfa honum það. Tómlæti löggjafans gagnvart þeirri frumskyldu sinni að setja lög sem virka og breyta lögum þegar þau gera það ekki verður að linna. Þótt mikilvægir samningar hafi náðst við ábyrga hluta almenna vinnumarkaðarins renna þeir út eftir ár og það er ekki hægt að bíða og vona bara það besta. Gott ef ekki hefur verið stofnaður spretthópur af minna tilefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hægt að segja ýmislegt um stríð Eflingar gegn almennri skynsemi, þær aðferðir sem er beitt og áhrifin sem þær hafa. En til að afmarka efnið verður hér einungis fjallað um það sem kalla mætti athyglisvert þolpróf á íslenskri vinnumarkaðslöggjöf. Verkfallsvopninu er beitt með afar sértækum og óforskömmuðum hætti gegn einstökum fyrirtækjum. Fámennir hópar eru látnir leggja niður störf til að valda sem mestu tjóni með sem minnstum tilkostnaði fyrir sjóði Eflingar. Embætti ríkissáttasemjara, sem í nágrannalöndunum er lykilembætti með skýrt umboð og valdheimildir, hefur reynst jafnvel enn valdalausara en áður var talið. Niðurstaðan er sú að löggjöfin er ónýt, viðnámið ekkert og og sá stjórnlausasti stjórnar. Þrátt fyrir að félagsdómur, héraðsdómur og landsréttur hafi staðfest heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu þegar útséð er um að samningar náist, virðist Eflingu vera að takast að gera það verkfæri bitlaust með því að hafna að leggja fram kjörskrá. Nýtur Efling þar reyndar stuðnings landsréttar, með vísan í heimildarskort í götóttri vinnulöggjöf. Í ofanálag hefur félagið meira að segja haldið því fram að slík skrá sé ekki til. Það vekur óneitanlega nokkra furðu að stéttarfélag, sem gengur jafnhart fram í þágu félagsmanna sinna, viti ekki fyrir hverja það er að berjast. Tilraunastarfsemi í kjaradeilum, sem stjórnvöld hafa leyft að þróast óáreitt undanfarin ár, hefur leitt til þess að þau sitja nú með vandann í fanginu. Vandséð er að verkföllum ljúki án lagasetningar, en það er lausn sem dugir til skamms tíma. Meira þarf til, enda er stór hluti ástæðunnar fyrir þessu kafkaíska ástandi sem við stöndum frammi fyrir að kjarkinn hefur vantað til að gera nauðsynlegar breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Hvorki hefur verið gerð gangskör að því að koma í veg fyrir misnotkun á verkfallsvopninu né hafa ríkissáttasemjara verið veittar nægar heimildir og umboð til að gegna einhverju öðru hlutverki en að vera fundarstjóri í Karphúsinu, - þegar aðilar leyfa honum það. Tómlæti löggjafans gagnvart þeirri frumskyldu sinni að setja lög sem virka og breyta lögum þegar þau gera það ekki verður að linna. Þótt mikilvægir samningar hafi náðst við ábyrga hluta almenna vinnumarkaðarins renna þeir út eftir ár og það er ekki hægt að bíða og vona bara það besta. Gott ef ekki hefur verið stofnaður spretthópur af minna tilefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun