Að skjóta niður skjólstæðinga sína Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: “um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði”. Tillagan er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp fyrir lok ársins 2023 þess efnis að staðgreiðsla skatta fari fram við innborgun í lífeyrissjóð en ekki við útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Tryggt verði að þeim fjármunum sem breytingin skilar ríkissjóði verði varið í þágu aukinnar velferðar.“ Tillagan komst þó ekki til umræðu. Við fyrstu sýn hljómar þetta nú kannski ekki illa. Enda gera útreikningar sem sjá má í greinargerð með tillögunni ráð fyrir því að í ríkissjóð renni um 80 milljarðar árlega sem nota eigi í velferðarmál. En hverjir greiða þessa 80 milljarða sem bætast eiga í ríkissjóð við þessa breytingu? Eins og tillagan hljóðar þá eru það auðvitað launaþegar sem greiða þetta, vegna þess að eftir þessa breytingu, ef af verður, greiða þeir hver og einn einasti hærri tekjuskatt af launum sínum. Einstaklingur með 500 þús. í heildarlaun með lífeyrissjóði greiðir í dag um 95.000 kr. af launum sínum í tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til persónuafsláttar. Enda er tekjustattsstofn þessara launa 480.000 kr. eftir að greiðslur í lífeyrissjóð hafa verið dregnar frá heildarlaunum. Nái þessi breyting fram að ganga mun þessi einstaklingur greða um 103.000 kr. í tekjuskatt og útsvar af launum sínum þar sem tekjuskattsstfninn er kominn upp í 500.000 kr. og fá 8.000 kr. minna í launaumslagið en hann fær í dag eða 96.000 kr. minna á ári en hann fær í dag. Mér segir svo hugur að einhverjum heimilum muni nú alveg um þessa upphæð, þó ekki sé hún kannski há. En líkja mætti þó þessu við að þrettándi mánuðurinn væri greiddur í tekjuskatt og útsvar. Maður hefði nú haldið að þingflokkur sem að meðal annars inniheldur formann Hagsmunasamtaka heimilana myndi nú leita eitthvert annað en í ráðstöfunartekjur heimilana eftir meira fjármagni í ríkissjóð, þó auðvitað sé tilgangurinn göfugur, það er að auka við fjármagn sem færi til velferðarmála. En lengi má sjálfsagt manninn reyna. Það má nú samt kannski sjá smá glætu í þessu sem gæti mögulega reynst heimilunum í landinu vel. Væntanlega mun einkaneysla dragast saman um þá upphæð sem tekjumissir heimilana verður og draga þar með kannski örlítið úr verðbólgu. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Tekjur Kjaramál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: “um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði”. Tillagan er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp fyrir lok ársins 2023 þess efnis að staðgreiðsla skatta fari fram við innborgun í lífeyrissjóð en ekki við útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Tryggt verði að þeim fjármunum sem breytingin skilar ríkissjóði verði varið í þágu aukinnar velferðar.“ Tillagan komst þó ekki til umræðu. Við fyrstu sýn hljómar þetta nú kannski ekki illa. Enda gera útreikningar sem sjá má í greinargerð með tillögunni ráð fyrir því að í ríkissjóð renni um 80 milljarðar árlega sem nota eigi í velferðarmál. En hverjir greiða þessa 80 milljarða sem bætast eiga í ríkissjóð við þessa breytingu? Eins og tillagan hljóðar þá eru það auðvitað launaþegar sem greiða þetta, vegna þess að eftir þessa breytingu, ef af verður, greiða þeir hver og einn einasti hærri tekjuskatt af launum sínum. Einstaklingur með 500 þús. í heildarlaun með lífeyrissjóði greiðir í dag um 95.000 kr. af launum sínum í tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til persónuafsláttar. Enda er tekjustattsstofn þessara launa 480.000 kr. eftir að greiðslur í lífeyrissjóð hafa verið dregnar frá heildarlaunum. Nái þessi breyting fram að ganga mun þessi einstaklingur greða um 103.000 kr. í tekjuskatt og útsvar af launum sínum þar sem tekjuskattsstfninn er kominn upp í 500.000 kr. og fá 8.000 kr. minna í launaumslagið en hann fær í dag eða 96.000 kr. minna á ári en hann fær í dag. Mér segir svo hugur að einhverjum heimilum muni nú alveg um þessa upphæð, þó ekki sé hún kannski há. En líkja mætti þó þessu við að þrettándi mánuðurinn væri greiddur í tekjuskatt og útsvar. Maður hefði nú haldið að þingflokkur sem að meðal annars inniheldur formann Hagsmunasamtaka heimilana myndi nú leita eitthvert annað en í ráðstöfunartekjur heimilana eftir meira fjármagni í ríkissjóð, þó auðvitað sé tilgangurinn göfugur, það er að auka við fjármagn sem færi til velferðarmála. En lengi má sjálfsagt manninn reyna. Það má nú samt kannski sjá smá glætu í þessu sem gæti mögulega reynst heimilunum í landinu vel. Væntanlega mun einkaneysla dragast saman um þá upphæð sem tekjumissir heimilana verður og draga þar með kannski örlítið úr verðbólgu. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar