Evrópusambandsdraugurinn sem fer ekki neitt Natan Kolbeinsson skrifar 7. mars 2023 09:00 Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Fyrsti punktur Ingibjargar fjallar um þá miklu kosti sem aðild okkar að EES hefur. Það er rétt að EES hefur reynst okkur á Íslandi vel og skipt miklu máli í því að tryggja vöxt Íslands. Samt finnum við fyrir því aftur og aftur að aðild okkar að EES takmarkar áhrif okkar löggjöf sem við innleiðum beint frá ESB. Núna síðast sáum við þetta í bréfi forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem orðið hættuástand er notað til að lýsa mögulegum áhrifum nýrra losunarheimilda sem ESB er að innleiða og við tökum upp í gegnum EES. Þar er skýrt dæmi um það hvernig EES tryggir okkur ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Aðild okkar að ESB myndi einmitt tryggja okkur sæti við borðið þegar lög eru mótuð sem hafa bein áhrif á okkur. Greinarhöfundur segir „Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum.“ Gamla fullyrðingin um sjálfstæðið er undarleg þegar staðreyndin er sú að með aðild að ESB hefðum við meiri lýðræðisleg áhrif á löggjöfina sem við innleiðum en við gerum nú. Með öðrum orðum fengjum við tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri á vettvangi þar sem á okkur væri hlustað. Í greininni kemur orðið „gæti“fyrir á tveimur stöðum. Þar kemur höfundur með vangaveltur um mögulegar afleiðingar aðildar okkar að ESB. Margt mun gerast við aðild okkar að ESB en vandinn við þetta orð gæti er að við einfaldlega vitum ekki enn hver áhrifin væru nákvæmlega. Við vitum það ekki því síðast þegar vofa Evrópusambandsins sveif yfir Íslandi náði Framsókn með hjálp vina að kveða hana niður án þess að spyrja þing né þjóð. Ef Framsókn hefði leyft aðildarviðræðum að fara sinn eðlilega farveg þá værum við í dag kominn með svör við hvað gæti eða gæti ekki gerst með inngöngu okkar í ESB. Vissulega er það engin töfralausn að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Raunar hef ég aldrei heyrt Evrópusinna halda því fram. En því myndu fylgja ýmsir kostir. Það munu áfram vera gengissveiflur því evran sveiflast eins og allir aðrir gjaldmiðlar en það myndu ekki vera gengissveiflur gagnvart þeim löndum sem við eigum í mestum viðskiptum við, þar myndi ríkja stöðugleiki, og við myndum losna við öfgarnar sem fylgja sveiflum krónunnar. Upptaka evru myndi einnig leggja þá kröfu á íslensk stjórnvöld að sýna meiri ábyrgð í ríkisrekstrinum en þau hafa gert undanfarinn áratug. Það sást um leið og við hófum aðildarviðræður síðast að þá jókst um leið trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnar, lánakjör bötnuðu og vextir fóru niður. Ef Framsóknarmenn vilja kveða niður Evrópusambandsdrauginn sem þau óttast svo ættu þau að leyfa okkur að kjósa um það hvort hefja eigi aðildarviðræður að nýju. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna enda vitum við að bestu ákvarðanir eru teknar þegar fólk er upplýst en nota ekki orð eins og gæti þegar rætt er um framtíðina. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Viðreisn Natan Kolbeinsson Utanríkismál Tengdar fréttir Evrópusambandsdraugurinn Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. 4. mars 2023 08:31 Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Þann 4.mars skrifaði Ingibjörg Isaksen þingkona framsóknar grein hér á Vísi þar sem hún reynir að kveða niður Evrópusambandsdrauginn, eins og hún kallar hann, sem núna hefur skotið aftur upp kollinum á Íslandi. Grein hennar fer um víðan völl allt frá gengissveiflum evrunnar yfir í pælingar um sjálfstæði þjóðar, með stuttu stoppi í vangaveltum um að aðild að ESB og upptaka evru gæti mögulega verið skaðleg fyrir efnahagslífið á Íslandi. Fyrsti punktur Ingibjargar fjallar um þá miklu kosti sem aðild okkar að EES hefur. Það er rétt að EES hefur reynst okkur á Íslandi vel og skipt miklu máli í því að tryggja vöxt Íslands. Samt finnum við fyrir því aftur og aftur að aðild okkar að EES takmarkar áhrif okkar löggjöf sem við innleiðum beint frá ESB. Núna síðast sáum við þetta í bréfi forsætisráðherra til forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem orðið hættuástand er notað til að lýsa mögulegum áhrifum nýrra losunarheimilda sem ESB er að innleiða og við tökum upp í gegnum EES. Þar er skýrt dæmi um það hvernig EES tryggir okkur ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Aðild okkar að ESB myndi einmitt tryggja okkur sæti við borðið þegar lög eru mótuð sem hafa bein áhrif á okkur. Greinarhöfundur segir „Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum.“ Gamla fullyrðingin um sjálfstæðið er undarleg þegar staðreyndin er sú að með aðild að ESB hefðum við meiri lýðræðisleg áhrif á löggjöfina sem við innleiðum en við gerum nú. Með öðrum orðum fengjum við tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri á vettvangi þar sem á okkur væri hlustað. Í greininni kemur orðið „gæti“fyrir á tveimur stöðum. Þar kemur höfundur með vangaveltur um mögulegar afleiðingar aðildar okkar að ESB. Margt mun gerast við aðild okkar að ESB en vandinn við þetta orð gæti er að við einfaldlega vitum ekki enn hver áhrifin væru nákvæmlega. Við vitum það ekki því síðast þegar vofa Evrópusambandsins sveif yfir Íslandi náði Framsókn með hjálp vina að kveða hana niður án þess að spyrja þing né þjóð. Ef Framsókn hefði leyft aðildarviðræðum að fara sinn eðlilega farveg þá værum við í dag kominn með svör við hvað gæti eða gæti ekki gerst með inngöngu okkar í ESB. Vissulega er það engin töfralausn að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Raunar hef ég aldrei heyrt Evrópusinna halda því fram. En því myndu fylgja ýmsir kostir. Það munu áfram vera gengissveiflur því evran sveiflast eins og allir aðrir gjaldmiðlar en það myndu ekki vera gengissveiflur gagnvart þeim löndum sem við eigum í mestum viðskiptum við, þar myndi ríkja stöðugleiki, og við myndum losna við öfgarnar sem fylgja sveiflum krónunnar. Upptaka evru myndi einnig leggja þá kröfu á íslensk stjórnvöld að sýna meiri ábyrgð í ríkisrekstrinum en þau hafa gert undanfarinn áratug. Það sást um leið og við hófum aðildarviðræður síðast að þá jókst um leið trúverðugleiki íslenskrar efnahagsstjórnar, lánakjör bötnuðu og vextir fóru niður. Ef Framsóknarmenn vilja kveða niður Evrópusambandsdrauginn sem þau óttast svo ættu þau að leyfa okkur að kjósa um það hvort hefja eigi aðildarviðræður að nýju. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna enda vitum við að bestu ákvarðanir eru teknar þegar fólk er upplýst en nota ekki orð eins og gæti þegar rætt er um framtíðina. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Evrópusambandsdraugurinn Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. 4. mars 2023 08:31
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun