Segja rússneska björninn búinn á því Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2023 19:44 Áhöfn úkraínsks skriðdreka á leið á víglínurnar við Bakhmut. AP/Evgeniy Maloletka Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. Á nefndarfundi í dag þar sem hún var að tala um árlega skýrslu leyniþjónusta Bandaríkjanna um þær ógnir sem steðja að ríkinu, sagði Haines að Rússa skorti bæði skotfæri og hermenn til að ná umfangsmiklum landvinningum. Hún sagði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, átta sig á vandamálum rússneska hersins og að hann gæti tekið stefnubreytingu. Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið púður í árásir víða í austurhluta Úkraínu og reynt að brjóta leiðir í gegnum varnir Úkraínumanna. Það hefur skilað takmörkuðum árangri og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þrátt fyrir það hafa þeir haldið árásunum áfram. Avril Haines á áðurnefndum nefndarfundi í þinghúsi Bandaríkjanna í dag.AP/Amanda Andrade-Rhoades „Pútín skilur líklega betur takmarkanir hers síns og virðist ætla að draga úr markmiðum sínum, í bili,“ sagði Haines á fundinum, samkvæmt frétt New York Times. Þá sagði hún rússneska herinn þurfa fleiri hermenn og skotfæri annarsstaðar frá. Án þess gætu Rússar ekki haldið árásum sínum áfram á komandi mánuðum. Þá verði þeir að grípa til varna. Hún sagði Pútín líklegan til að vilja draga stríðið á langinn því hann sæi það sem bestu leiðina til að ná markmiðum sínum. „Í stuttu máli sagt þá sjáum við ekki að rússneski herinn geti jafnað sig nóg á þessu ári til að hertaka stór svæði,“ sagði Haines. Fyrir áramót sögðu ráðamenn í Úkraínu að Pútín stefni á aðra umfangsmikla herkvaðningu til að fylla upp í raðir sínar. Ekkert varð þó af þeirri herkvaðningu, þó enn sé reglulega verið að kveðja rússneska menn í herinn. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war slógu á svipaða strengi og Haines í gær. Í nýjustu stöðuskýrslu hugveitunnar segir að jafnvel þó Rússar nái fullum tökum á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem þeir hafa reynt að ná frá því í sumar, sé ólíklegt að herinn geti sótt lengra fram, eins og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hann óttaðist. Hugveitan segir rússneska herinn ekki í stöðu til að sækja frekar fram vegna skorts á hermönnum, hergögnum og þeim bryn- og skriðdrekum sem þarf til að sækja fram um langar vegalengdir. Þar að auki hafi Úkraínumenn þegar undirbúið varnir vestur af Bakhmut. Það eina sem Rússar hafi burði til að gera að svo stöddu sé að sækja fram í smáum sveitum sem geri þeim eingöngu kleift að ná smávægilegum sigrum. ISW assesses that #Russian forces would be unable to convert the capture of #Bakhmut into significant gains in #Donetsk b/c they 1) would likely have used up their remaining combat power 2) would need to choose between 2 diverging lines of advance 3) lack mechanized forces. https://t.co/tUK1m2OX3s pic.twitter.com/Un3VlQKrtf— ISW (@TheStudyofWar) March 8, 2023 Þurfa 250 þúsund sprengikúlur á mánuði Úkraínumenn skortir einnig skotfæri fyrir stórskotalið. Ráðamenn í Evrópusambandinu vinna að því að auka framleiðslu skotfæra til muna en samkvæmt frétt New York Times hefur einnig verið lagt til að stofna sérstakan sjóð til að kaupa allt að milljón sprengikúlur fyrir Úkraínumenn. Blaðamenn Financial Times komu nýverið höndunum yfir bréf frá varnarmálaráðherra Úkraínu, til varnarmálaráðherra ríkja Evrópusambandsins, þar sem hann sagði Úkraínumenn þurfa 250 þúsund sprengikúlur á mánuði. Nú væru þeir að skjóta um 120 þúsund kúlum á mánuði. Úkraínskir hermenn í Chasiv Yar í dag, nýkomnir úr skotgröfunum við Bakhmut.AP/Evgeniy Maloletka Heimildarmaður NYT segir þó að evrópsk fyrirtæki sem framleiði skotfæri sem þessi geti í mesta lagi framleitt um 650 þúsund kúlur á mánuði og á það við kúlur fyrir stórskotaliðsvopn og skriðdreka, sem skortir víða í Evrópu um þessar mundir. Sérfræðingar búast við því að Úkraínumenn ætli sér gagnárásir gegn Rússum þegar vorið nálgast og að þeir muni meðal annars notast við nýjar hersveitir sem notast munu við vestræna bryn- og skriðdreka. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01 Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04 Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik. 6. mars 2023 12:50 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga. 15. febrúar 2023 14:23 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Á nefndarfundi í dag þar sem hún var að tala um árlega skýrslu leyniþjónusta Bandaríkjanna um þær ógnir sem steðja að ríkinu, sagði Haines að Rússa skorti bæði skotfæri og hermenn til að ná umfangsmiklum landvinningum. Hún sagði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, átta sig á vandamálum rússneska hersins og að hann gæti tekið stefnubreytingu. Undanfarnar vikur hafa Rússar lagt mikið púður í árásir víða í austurhluta Úkraínu og reynt að brjóta leiðir í gegnum varnir Úkraínumanna. Það hefur skilað takmörkuðum árangri og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þrátt fyrir það hafa þeir haldið árásunum áfram. Avril Haines á áðurnefndum nefndarfundi í þinghúsi Bandaríkjanna í dag.AP/Amanda Andrade-Rhoades „Pútín skilur líklega betur takmarkanir hers síns og virðist ætla að draga úr markmiðum sínum, í bili,“ sagði Haines á fundinum, samkvæmt frétt New York Times. Þá sagði hún rússneska herinn þurfa fleiri hermenn og skotfæri annarsstaðar frá. Án þess gætu Rússar ekki haldið árásum sínum áfram á komandi mánuðum. Þá verði þeir að grípa til varna. Hún sagði Pútín líklegan til að vilja draga stríðið á langinn því hann sæi það sem bestu leiðina til að ná markmiðum sínum. „Í stuttu máli sagt þá sjáum við ekki að rússneski herinn geti jafnað sig nóg á þessu ári til að hertaka stór svæði,“ sagði Haines. Fyrir áramót sögðu ráðamenn í Úkraínu að Pútín stefni á aðra umfangsmikla herkvaðningu til að fylla upp í raðir sínar. Ekkert varð þó af þeirri herkvaðningu, þó enn sé reglulega verið að kveðja rússneska menn í herinn. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war slógu á svipaða strengi og Haines í gær. Í nýjustu stöðuskýrslu hugveitunnar segir að jafnvel þó Rússar nái fullum tökum á bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði, sem þeir hafa reynt að ná frá því í sumar, sé ólíklegt að herinn geti sótt lengra fram, eins og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að hann óttaðist. Hugveitan segir rússneska herinn ekki í stöðu til að sækja frekar fram vegna skorts á hermönnum, hergögnum og þeim bryn- og skriðdrekum sem þarf til að sækja fram um langar vegalengdir. Þar að auki hafi Úkraínumenn þegar undirbúið varnir vestur af Bakhmut. Það eina sem Rússar hafi burði til að gera að svo stöddu sé að sækja fram í smáum sveitum sem geri þeim eingöngu kleift að ná smávægilegum sigrum. ISW assesses that #Russian forces would be unable to convert the capture of #Bakhmut into significant gains in #Donetsk b/c they 1) would likely have used up their remaining combat power 2) would need to choose between 2 diverging lines of advance 3) lack mechanized forces. https://t.co/tUK1m2OX3s pic.twitter.com/Un3VlQKrtf— ISW (@TheStudyofWar) March 8, 2023 Þurfa 250 þúsund sprengikúlur á mánuði Úkraínumenn skortir einnig skotfæri fyrir stórskotalið. Ráðamenn í Evrópusambandinu vinna að því að auka framleiðslu skotfæra til muna en samkvæmt frétt New York Times hefur einnig verið lagt til að stofna sérstakan sjóð til að kaupa allt að milljón sprengikúlur fyrir Úkraínumenn. Blaðamenn Financial Times komu nýverið höndunum yfir bréf frá varnarmálaráðherra Úkraínu, til varnarmálaráðherra ríkja Evrópusambandsins, þar sem hann sagði Úkraínumenn þurfa 250 þúsund sprengikúlur á mánuði. Nú væru þeir að skjóta um 120 þúsund kúlum á mánuði. Úkraínskir hermenn í Chasiv Yar í dag, nýkomnir úr skotgröfunum við Bakhmut.AP/Evgeniy Maloletka Heimildarmaður NYT segir þó að evrópsk fyrirtæki sem framleiði skotfæri sem þessi geti í mesta lagi framleitt um 650 þúsund kúlur á mánuði og á það við kúlur fyrir stórskotaliðsvopn og skriðdreka, sem skortir víða í Evrópu um þessar mundir. Sérfræðingar búast við því að Úkraínumenn ætli sér gagnárásir gegn Rússum þegar vorið nálgast og að þeir muni meðal annars notast við nýjar hersveitir sem notast munu við vestræna bryn- og skriðdreka.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01 Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04 Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik. 6. mars 2023 12:50 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga. 15. febrúar 2023 14:23 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29
Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02
Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01
Segja Rússa dusta rykið af 60 ára gömlum skriðdrekum Breska varnarmálaráðuneytið segir hermálayfirvöld í Rússlandi hafa dregið fram um það bil 800 T-62 skriðdreka úr geymslum sínum, sem eiga að koma í stað þeirra sem tapast hafa í Úkraínu. 6. mars 2023 08:04
Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik. 6. mars 2023 12:50
Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00
Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga. 15. febrúar 2023 14:23