OK kaupir netöryggislausnir Cyren og stofnar Varist Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2023 11:06 Hallgrímur Th. Björnsson er framkvæmdastjóri Varist. Vísir/Vilhelm Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur fest kaup á vírusvarnarhugbúnaði alþjóðlega netöryggisfyrirtækisins Cyren Ltd. en félagið sótti nýverið um gjaldþrotaskipti í Ísrael. Kaupin eru gerð í gegnum nýtt félag, Varist ehf. Í tilkynningu kemur fram að félagið verði í sameiginlegri eigu OK og fyrrverandi starfsmanna Cyren á Íslandi sem hafi unnið saman að viðskiptunum síðan öllum starfsmönnum Cyren á Íslandi var sagt upp störfum þann 1. febrúar síðastliðinn. Hallgrímur Th. Björnsson verður framkvæmdastjóri nýs félags sem mun sérhæfa sig í netöryggislausnum og tengdri þjónustu. Fram kemur í tilkynningunni að hugbúnaðarlausnirnar sem um ræði séu nýttar af mörgum af helstu tæknifyrirtækjum heims, meðal annars Microsoft, Google og Zscaler. „Lausnirnar eiga sér djúpar rætur á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Commtouch, forveri Cyren, keypti svo starfsemina á Íslandi árið 2012 en rekstur og þróun lausnanna var áfram hér á landi. Samtals komu 40 starfsmenn að þeim rekstri, mestmegnis hérlendis og á Filippseyjum,“ segir í tilkynningunni. Merki hins nýstofnaða félags. Verðmætum bjargað Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé virkilega ánægjulegt að tekist hafi að bjarga verðmætum sem hafi verið byggð upp af starfsfólki á síðustu áratugum og um leið tryggja áframhaldandi starfsemi á Íslandi. „Starfsfólkið er óaðskiljanlegur hluti af lausnunum og þekking þeirra og reynsla í netöryggismálum telur samtals yfir 250 ár. Með kaupunum fáum við tækifæri til að sækja fram og halda áfram að þróa netöryggislausnir sem eru í fremstu röð á heimsvísu.Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki okkar fyrir að hafa staðið með okkur í þessari vegferð,“ segir Hallgrímur. Netöryggismál aldrei verið eins mikilvæg og nú Þá er haft eftir Gunnari Zoega, forstjóra OK, að netöryggismál hafi aldrei verið eins mikilvæg og þau séu í dag. „Með stofnun Varist og kaupum á öryggislausnunum stígur OK stórt skref í átt að aukinni sérþekkingu á þessu sviði og leggur grunn að auknu vöruframboði og þjónustu til að mæta þörfum viðskiptavina,“ segir Gunnar. Netöryggi Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að félagið verði í sameiginlegri eigu OK og fyrrverandi starfsmanna Cyren á Íslandi sem hafi unnið saman að viðskiptunum síðan öllum starfsmönnum Cyren á Íslandi var sagt upp störfum þann 1. febrúar síðastliðinn. Hallgrímur Th. Björnsson verður framkvæmdastjóri nýs félags sem mun sérhæfa sig í netöryggislausnum og tengdri þjónustu. Fram kemur í tilkynningunni að hugbúnaðarlausnirnar sem um ræði séu nýttar af mörgum af helstu tæknifyrirtækjum heims, meðal annars Microsoft, Google og Zscaler. „Lausnirnar eiga sér djúpar rætur á Íslandi, en yfir 30 ár eru síðan þær litu fyrst dagsins ljós, þá undir nafninu Lykla-Pétur. Commtouch, forveri Cyren, keypti svo starfsemina á Íslandi árið 2012 en rekstur og þróun lausnanna var áfram hér á landi. Samtals komu 40 starfsmenn að þeim rekstri, mestmegnis hérlendis og á Filippseyjum,“ segir í tilkynningunni. Merki hins nýstofnaða félags. Verðmætum bjargað Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að það sé virkilega ánægjulegt að tekist hafi að bjarga verðmætum sem hafi verið byggð upp af starfsfólki á síðustu áratugum og um leið tryggja áframhaldandi starfsemi á Íslandi. „Starfsfólkið er óaðskiljanlegur hluti af lausnunum og þekking þeirra og reynsla í netöryggismálum telur samtals yfir 250 ár. Með kaupunum fáum við tækifæri til að sækja fram og halda áfram að þróa netöryggislausnir sem eru í fremstu röð á heimsvísu.Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki okkar fyrir að hafa staðið með okkur í þessari vegferð,“ segir Hallgrímur. Netöryggismál aldrei verið eins mikilvæg og nú Þá er haft eftir Gunnari Zoega, forstjóra OK, að netöryggismál hafi aldrei verið eins mikilvæg og þau séu í dag. „Með stofnun Varist og kaupum á öryggislausnunum stígur OK stórt skref í átt að aukinni sérþekkingu á þessu sviði og leggur grunn að auknu vöruframboði og þjónustu til að mæta þörfum viðskiptavina,“ segir Gunnar.
Netöryggi Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira