Dólgslega góð Samfylking Sigurjón Þórðarson skrifar 16. mars 2023 19:01 Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins. Eitt og annað hefur þó komið á óvart og þá einkum hve nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eiga erfitt með að ræða af yfirvegun um löggjöf og ramma utan um hælisleitendur og útlendinga. Um er að ræða bæði viðkvæman og mjög kostnaðarsaman málaflokk. Beinn kostnaður er talinn í milljarði króna mánaðarlega, auk óbeins kostnaðar vegna aukinna útgjalda á sviði heilbrigðis- og menntakerfis. Vonandi munu þeir sem hingað koma í senn njóta góðs lífs og verða ávinningur fyrir íslenskt samfélag þegar fram líða stundir. Til þess að svo verði þarf að taka vel á móti fólkinu og ekki fleirum en íslenskt samfélag ræður við. Staðan er hins vegar orðin svo þröng að það stefnir í óefni þar sem ekki til húsnæði þann stóra hóp sem streymir til landsins enda það er einfaldlega upp urið. Í viku hverri hafa komið upp á síðakastið um 20 hælisleitendur á dag, en það samsvarar að mánaðarlega streymi hingað um það bil jafnmargir og íbúar Hvammstanga. Í umræðu um nýsamþykkt lög um útlendinga kom fram að þau munu litlu breyta varðandi að ná utan um þann stóra hóp sem kemur nú í stríðum straumum frá Suður Ameríku, enda höfum við ekki borið gæfu til að afgreiða þau mál af sambærilegri skynsemi og Norðmenn. Til þess að tryggja að svo yrði lagði formaður Flokks fólksins fram breytingatillögu um að við mat á umsóknum hælisleitenda yrði ekki tekið tillit til efnahagslegra ástands í heimalandi umsækjenda. Illu heilli var sú breytingartillaga felld og verða afleiðingarnar því miður þær að erfiðara verður að forgangsraða þeim sem flýja hörmungar stríðsátaka umfram efnahagslega flóttamenn. Í stað þess að geta rætt þessa sjálfsögðu breytingatillögu af yfirvegun efnislega í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið, þá ræðst fyrrum ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir og núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, persónulega að formanni Flokks fólksins og segir hana vera „ógeðfelldan popúlista sem haldinn sé útlendingaandúð.“ Hér er gripið til gamalkunnrar lágkúru þegar rök þrýtur. Dólgslegt upphlaup Samfylkingarinnar má helst skýra með því að kappið hafi borið skynseminni ofurliði í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið. Atkvæðagreiðslan var í sjálfu sér stórundarleg fegurðarsamkeppni góða fólksins sem stóð yfir í á þriðju klukkustund, þar sem þingmenn gerðu rækilega grein fyrir sínum verðleikum og mannvonsku þeirra er studdu máttlaust frumvarp, sem dugar ekki til þess að mæta þeim miklu vanda sem uppi er í málaflokknum. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Samfylkingin Hælisleitendur Sigurjón Þórðarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins. Eitt og annað hefur þó komið á óvart og þá einkum hve nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eiga erfitt með að ræða af yfirvegun um löggjöf og ramma utan um hælisleitendur og útlendinga. Um er að ræða bæði viðkvæman og mjög kostnaðarsaman málaflokk. Beinn kostnaður er talinn í milljarði króna mánaðarlega, auk óbeins kostnaðar vegna aukinna útgjalda á sviði heilbrigðis- og menntakerfis. Vonandi munu þeir sem hingað koma í senn njóta góðs lífs og verða ávinningur fyrir íslenskt samfélag þegar fram líða stundir. Til þess að svo verði þarf að taka vel á móti fólkinu og ekki fleirum en íslenskt samfélag ræður við. Staðan er hins vegar orðin svo þröng að það stefnir í óefni þar sem ekki til húsnæði þann stóra hóp sem streymir til landsins enda það er einfaldlega upp urið. Í viku hverri hafa komið upp á síðakastið um 20 hælisleitendur á dag, en það samsvarar að mánaðarlega streymi hingað um það bil jafnmargir og íbúar Hvammstanga. Í umræðu um nýsamþykkt lög um útlendinga kom fram að þau munu litlu breyta varðandi að ná utan um þann stóra hóp sem kemur nú í stríðum straumum frá Suður Ameríku, enda höfum við ekki borið gæfu til að afgreiða þau mál af sambærilegri skynsemi og Norðmenn. Til þess að tryggja að svo yrði lagði formaður Flokks fólksins fram breytingatillögu um að við mat á umsóknum hælisleitenda yrði ekki tekið tillit til efnahagslegra ástands í heimalandi umsækjenda. Illu heilli var sú breytingartillaga felld og verða afleiðingarnar því miður þær að erfiðara verður að forgangsraða þeim sem flýja hörmungar stríðsátaka umfram efnahagslega flóttamenn. Í stað þess að geta rætt þessa sjálfsögðu breytingatillögu af yfirvegun efnislega í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið, þá ræðst fyrrum ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir og núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, persónulega að formanni Flokks fólksins og segir hana vera „ógeðfelldan popúlista sem haldinn sé útlendingaandúð.“ Hér er gripið til gamalkunnrar lágkúru þegar rök þrýtur. Dólgslegt upphlaup Samfylkingarinnar má helst skýra með því að kappið hafi borið skynseminni ofurliði í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið. Atkvæðagreiðslan var í sjálfu sér stórundarleg fegurðarsamkeppni góða fólksins sem stóð yfir í á þriðju klukkustund, þar sem þingmenn gerðu rækilega grein fyrir sínum verðleikum og mannvonsku þeirra er studdu máttlaust frumvarp, sem dugar ekki til þess að mæta þeim miklu vanda sem uppi er í málaflokknum. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun