20. mars er alþjóðlegi hamingjudagurinn Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2023 07:30 Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. Þúsundir Íslendinga leita stuðnings við kvíða, vanlíðan og geðvanda Að meðaltali, skv. könnunum, eru Íslendingar ein hamingjusamasta þjóð í heimi. En það er engu að síður óásættanlegt hversu stór hluti Íslendinga líður þannig að þeir njóti sín ekki í starfi og leik og að þúsundir þurfa m.a. þjónustu VIRK, geðlækna og sálfræðinga. Hvernig þarf samfélagið að vera til þess að flestir njóti hamingju? Þau mál þurfum við að ræða af hreinskilni og einlægni. Ég legg hér mitt af mörkum og vona að það opni á frekari umræðu, sem styður þann lífsmáta á Íslandi að þar hafi allir forsendur til að njóta lífsins. Sjálfstraust og virðing Öll framkoma sem veldur öryggisleysi og vanlíðan er uppspretta óhamingju. Við verðum því að hafa sjálfstraust í samskiptum og sýna hvert öðru virðingu. Við séum óhrædd við að ræða ólík sjónarmið án þess að lítilsvirða manninn. Einn sterkasti grunnurinn að hamingju er að njóta góðs atlætis og vináttu ævilangt. Það hefur sérstaklega verið rannsakað að fyrstu 1000 dagar í lífi barns skiptir sköpum í afstöðu og viðhorfum á lífsleiðinni. Þá verði til grunnstuðull hamingjunnar. Það er einnig ljóst, á hvaða aldri sem við erum, að ef við lifum lengi í umhverfi ótta og ósættis fylgir því öryggisleysi og kvíði. Við missum orku sem getur leitt til erfiðra veikindi og kulnunar. Hver er þinn lífsmáti? Öll veljum við okkar lífsmáta. Ég var svo heppinn í því tilfelli að kynnast góðri leið sem hentar mér vel. Það er Qigong lífsmátinn og æfingar sem Gunnar Eyjólfsson leikari kynnti og innleiddi á Íslandi árið 1994. Gunnar var fyrsti lærimeistari minn í Qigong árið 2009. Qigong lífsorkuæfingar hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Gunnar lagði alltaf áherslu á að Qigong væri ekki íþrótt heldur lífsmáti. Þar sem við berum ábyrgð á lífi okkar, m.a. með því að virða náttúruna og stunda æfingarnar að meðaltali um 20-30 mínútur á dag, með öðrum orðum um þrjár klukkustundir á viku. Við þökkum lífið, horfum bjartsýn til framtíðar, en lifum í núinu og njótum þess. Ég þakka lífið og vil brosa til þeirra sem ég mæti Með lífsmátanum erum við að styrkja innri orku okkar, vináttu og sjálfsöryggi. Jákvæður hugur, brosið nær til hjartans og við eru óhrædd að brosa til þeirra sem við mætum. Við byggjum upp jákvætt hugarfar og nýtum lífskraftinn vel og erum reiðubúin til að takast á við erfiðleika þegar þeir steðja að okkur. Við erum óhrædd við að tjá okkur og leita stuðnings þegar þess er þörf. Andleg og líkamleg lífsrækt Ljóst er að til að viðhalda heilsu og hamingju þurfum við stöðugt að rækta okkur andlega og líkamlega. Á lífsleiðinni geta allir gert mistök. Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, metum vináttuna og temjum okkur að fyrirgefa þegar þess er þörf. Við umberum aldrei lítilsvirðingu eða ofbeldi. Í samskiptum hlustum við af athygli, virðum og metum skoðanir, spyrjum ef þess er þörf og leggjum okkar til málanna. Við finnum til ábyrgðar á eigin lífi, vitum að það er nóg pláss fyrir okkur öll og okkur líður best þegar allir njóta sín. „Heilagar“ 180 mínútur á viku til alhliða heilsueflingar Það er auðvelt að setja falleg orð á blað, en hvert og eitt okkar þarf að ákveða hvaða lífsmáti getur verið grunnur að eigin hamingju. En hvaða leið sem verður fyrir valinu, er okkur nauðsynlegt að taka frá a.m.k. þrjá „heilagar“ klukkustundir á viku til að sinna heilsunni. Gleðjumst, hrósum, hvetjum og virðum hvert annað Alþjóðlegi hamingjudaginn minnir okkur á að það er okkar allra að skapa samfélag þar sem grunnforsendur fyrir hamingjuríku lífi eru til staðar. Lífsmátinn þarf að tryggja að við getum átt góð samskipti, við sýnum hvert öðru virðingu og umburðarlyndi. Hvetjum og styrkjum þannig að allir öðlist sjálfstraust, sjálfstæði og þor til að gera meira af því sem okkur langar til, sjá draumana rætast og lifa heillaríku gefandi lífi. Höfundur er fyrirlesari og leiðbeinandi í Qigong, leiðtogahæfni og jákvæðum lífsmáta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, minnir okkur á að við eigum öll rétt á að njóta hamingju. Við getum ekki lifað hamingjuríku lífi þar sem ríkir ófriður, lítilsvirðing og vantraust. Í slíku umhverfi er líka oft stutt í langvarandi kvíða og veikindi. Þúsundir Íslendinga leita stuðnings við kvíða, vanlíðan og geðvanda Að meðaltali, skv. könnunum, eru Íslendingar ein hamingjusamasta þjóð í heimi. En það er engu að síður óásættanlegt hversu stór hluti Íslendinga líður þannig að þeir njóti sín ekki í starfi og leik og að þúsundir þurfa m.a. þjónustu VIRK, geðlækna og sálfræðinga. Hvernig þarf samfélagið að vera til þess að flestir njóti hamingju? Þau mál þurfum við að ræða af hreinskilni og einlægni. Ég legg hér mitt af mörkum og vona að það opni á frekari umræðu, sem styður þann lífsmáta á Íslandi að þar hafi allir forsendur til að njóta lífsins. Sjálfstraust og virðing Öll framkoma sem veldur öryggisleysi og vanlíðan er uppspretta óhamingju. Við verðum því að hafa sjálfstraust í samskiptum og sýna hvert öðru virðingu. Við séum óhrædd við að ræða ólík sjónarmið án þess að lítilsvirða manninn. Einn sterkasti grunnurinn að hamingju er að njóta góðs atlætis og vináttu ævilangt. Það hefur sérstaklega verið rannsakað að fyrstu 1000 dagar í lífi barns skiptir sköpum í afstöðu og viðhorfum á lífsleiðinni. Þá verði til grunnstuðull hamingjunnar. Það er einnig ljóst, á hvaða aldri sem við erum, að ef við lifum lengi í umhverfi ótta og ósættis fylgir því öryggisleysi og kvíði. Við missum orku sem getur leitt til erfiðra veikindi og kulnunar. Hver er þinn lífsmáti? Öll veljum við okkar lífsmáta. Ég var svo heppinn í því tilfelli að kynnast góðri leið sem hentar mér vel. Það er Qigong lífsmátinn og æfingar sem Gunnar Eyjólfsson leikari kynnti og innleiddi á Íslandi árið 1994. Gunnar var fyrsti lærimeistari minn í Qigong árið 2009. Qigong lífsorkuæfingar hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, mjúkum og styrkjandi hreyfingum, með heilandi hugleiðslu. Gunnar lagði alltaf áherslu á að Qigong væri ekki íþrótt heldur lífsmáti. Þar sem við berum ábyrgð á lífi okkar, m.a. með því að virða náttúruna og stunda æfingarnar að meðaltali um 20-30 mínútur á dag, með öðrum orðum um þrjár klukkustundir á viku. Við þökkum lífið, horfum bjartsýn til framtíðar, en lifum í núinu og njótum þess. Ég þakka lífið og vil brosa til þeirra sem ég mæti Með lífsmátanum erum við að styrkja innri orku okkar, vináttu og sjálfsöryggi. Jákvæður hugur, brosið nær til hjartans og við eru óhrædd að brosa til þeirra sem við mætum. Við byggjum upp jákvætt hugarfar og nýtum lífskraftinn vel og erum reiðubúin til að takast á við erfiðleika þegar þeir steðja að okkur. Við erum óhrædd við að tjá okkur og leita stuðnings þegar þess er þörf. Andleg og líkamleg lífsrækt Ljóst er að til að viðhalda heilsu og hamingju þurfum við stöðugt að rækta okkur andlega og líkamlega. Á lífsleiðinni geta allir gert mistök. Berum virðingu fyrir okkur sjálfum, metum vináttuna og temjum okkur að fyrirgefa þegar þess er þörf. Við umberum aldrei lítilsvirðingu eða ofbeldi. Í samskiptum hlustum við af athygli, virðum og metum skoðanir, spyrjum ef þess er þörf og leggjum okkar til málanna. Við finnum til ábyrgðar á eigin lífi, vitum að það er nóg pláss fyrir okkur öll og okkur líður best þegar allir njóta sín. „Heilagar“ 180 mínútur á viku til alhliða heilsueflingar Það er auðvelt að setja falleg orð á blað, en hvert og eitt okkar þarf að ákveða hvaða lífsmáti getur verið grunnur að eigin hamingju. En hvaða leið sem verður fyrir valinu, er okkur nauðsynlegt að taka frá a.m.k. þrjá „heilagar“ klukkustundir á viku til að sinna heilsunni. Gleðjumst, hrósum, hvetjum og virðum hvert annað Alþjóðlegi hamingjudaginn minnir okkur á að það er okkar allra að skapa samfélag þar sem grunnforsendur fyrir hamingjuríku lífi eru til staðar. Lífsmátinn þarf að tryggja að við getum átt góð samskipti, við sýnum hvert öðru virðingu og umburðarlyndi. Hvetjum og styrkjum þannig að allir öðlist sjálfstraust, sjálfstæði og þor til að gera meira af því sem okkur langar til, sjá draumana rætast og lifa heillaríku gefandi lífi. Höfundur er fyrirlesari og leiðbeinandi í Qigong, leiðtogahæfni og jákvæðum lífsmáta.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun