Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar 22. ágúst 2025 15:00 Mörg okkar þekkja það að vera þreytt, orkulaus eða áhugalaus í styttri tíma. En þegar þessi flatneskja heldur áfram vikum eða mánuðum saman og lífið virðist missa litina, gæti verið um þunglyndi að ræða. Það er ekki alltaf augljóst, margir halda áfram að mæta í vinnu, sinna fjölskyldu og gera allt sem þarf, en finna samt enga gleði. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin og muna að hjálp er til staðar. Að mörgu leyti er lífið svo sem alveg eins og það er vant að sér að vera. Ég mæti í vinnuna, sæki og skutla börnunum og held heimilinu gangandi. En undanfarnar vikur hefur eitthvað breyst. Ég geri sömu hlutina en mér líður eins og allt sé svo flatt Áður fannst mér gefandi að standa mig vel í vinnunni, gaman að eyða tíma með fjölskyldunni og hlakkaði til að sinna áhugamálunum mínum. Ég hef ekki orku í að sinna áhugamálunum lengur, og mér finnst ég ekki fá neitt út úr því hvort sem er. Nú geri ég einfaldlega það sem ég þarf að gera. Af vana og skyldurækni frekar en vilja eða löngun. Ég finn sífellt fyrir flatneskju og þreytu, sama hversu vel eða illa ég sef. Ég á erfitt með að einbeita mér og áður en ég veit af er ég kominn í síman að skrolla hugsunalaust. Ég skil ekki af hverju mér líður svona, er eitthvað að? Er þetta ekki bara leti eða aumingjaskapur? Er ég að fara í kulnun? Ég get nú svo sem enn gert allt sem ég þarf að gera, en eitthvað er breytt. Manneskjan í þessu skáldaða dæmi hér fyrir ofan gæti verið að finna fyrir þunglyndi. Mörgum kann að finnast það furðulegt, þar sem þessi lýsing kemur ekki endilega heim og saman við þær staðalmyndir sem margir kunna að hafa um þunglyndi. Staðalmyndir eins og: Svo lengi sem ég næ að gera allt sem ég þarf að gera, þá getur ekki verið að ég sé með “raunverulegt” vandamál. Algjör skortur á virkni er hins vegar ekki skilyrði fyrir því að greinast með þunglyndi. Margir sem finna fyrir þunglyndi ná enn að sinna öllu því sem þau “þurfa að gera” en eru samt að glíma við mjög svo raunverulegan vanda. Einkenni þunglyndis: Fólk getur fundið fyrir þunglyndu skapi (t.d. depurð, vonleysi, tómleikatilfinningu) og/eða finnur ekki lengur fyrir áhuga eða gleði vegna athafna sem veittu áður ánægju. Fólk lýsir því síðarnefnda oft sem “flatneskju”. Þessum breytingum í líðan geta einnig fylgt eftirfarandi fylgieinkenni Aukin eða minnkuð matarlyst Svefntruflanir (of lítill eða of mikill svefn) Líkamleg óeirð eða hægagangur (fremur sjaldgæft) Þreyta og/eða orkuleysi Endurteknar neikvæðar hugsanir um sjálfan sig eða fortíðina (grufl) Finnast maður einskis virði (lágt sjálfsmat) og/eða finna fyrir óhóflegri sektarkennd Skert hugræn geta og/eða einbeitingarerfiðleikar Hugsanir um að deyja eða sjálfsvígshugsanir Hvað er til ráða? En hvað er til ráða þegar maður finnur fyrir svona einkennum? Á Íslandi hefur notkun þunglyndislyfja aukist á síðustu árum og er meiri en í flestum OECD-löndum. Í nýlegri skýrslu frá Embætti landlæknis er bent á að mikilvægt sé að huga ekki bara að lyfjameðferð, heldur einnig að forvörnum, snemmtækri íhlutun og aðgengi að sálfræðimeðferð. Hugræn Atferlismeðferð og Atferlisvirkjun Ein gagnreynd meðferð við þunglyndi er hugræn atferlismeðferð (HAM). Þar hefur atferlisvirkjun sýnt sérlega góðan árangur. Hún byggir á þeirri hugmynd að vanlíðan leiði oft til þess að við drögum okkur í hlé. Það minnkar enn frekar ánægjulegar athafnir og við festumst í vítahring. Dæmi um vítahring: Í Atferlisvirkjun er markmiðið að brjóta hringinn með því að grípa aftur í það sem skiptir máli – jafnvel þótt það sé smátt í senn. Með því að breyta hegðun getum við smám saman breytt líðan. Til dæmis með því að bera kennsl á og breyta hegðun sem veldur vanlíðan og með því að brjóta niður hindranir sem koma í veg fyrir að við sinnum þeim athöfnum sem skipta okkur raunverulegu máli og stuðla að vellíðan. Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við einkenni þunglyndis þá hvet ég þig til að leita hjálpar. Höfundur er sálfræðingur á Domus Mentis geðheilsustöð Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heimildir Védís Helga Eiríksdóttir, Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Arnar Sigbjörnsson og Jón Óskar Guðlaugsson. (2024). Notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Talnabrunnur, 2024(5.), https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2aAiPwZ9ZzV3rshVpV8N7X/1432d716f78f9743eddc0f3b630cf7f9/Talnabrunnur_5tbl_2024.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Mörg okkar þekkja það að vera þreytt, orkulaus eða áhugalaus í styttri tíma. En þegar þessi flatneskja heldur áfram vikum eða mánuðum saman og lífið virðist missa litina, gæti verið um þunglyndi að ræða. Það er ekki alltaf augljóst, margir halda áfram að mæta í vinnu, sinna fjölskyldu og gera allt sem þarf, en finna samt enga gleði. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin og muna að hjálp er til staðar. Að mörgu leyti er lífið svo sem alveg eins og það er vant að sér að vera. Ég mæti í vinnuna, sæki og skutla börnunum og held heimilinu gangandi. En undanfarnar vikur hefur eitthvað breyst. Ég geri sömu hlutina en mér líður eins og allt sé svo flatt Áður fannst mér gefandi að standa mig vel í vinnunni, gaman að eyða tíma með fjölskyldunni og hlakkaði til að sinna áhugamálunum mínum. Ég hef ekki orku í að sinna áhugamálunum lengur, og mér finnst ég ekki fá neitt út úr því hvort sem er. Nú geri ég einfaldlega það sem ég þarf að gera. Af vana og skyldurækni frekar en vilja eða löngun. Ég finn sífellt fyrir flatneskju og þreytu, sama hversu vel eða illa ég sef. Ég á erfitt með að einbeita mér og áður en ég veit af er ég kominn í síman að skrolla hugsunalaust. Ég skil ekki af hverju mér líður svona, er eitthvað að? Er þetta ekki bara leti eða aumingjaskapur? Er ég að fara í kulnun? Ég get nú svo sem enn gert allt sem ég þarf að gera, en eitthvað er breytt. Manneskjan í þessu skáldaða dæmi hér fyrir ofan gæti verið að finna fyrir þunglyndi. Mörgum kann að finnast það furðulegt, þar sem þessi lýsing kemur ekki endilega heim og saman við þær staðalmyndir sem margir kunna að hafa um þunglyndi. Staðalmyndir eins og: Svo lengi sem ég næ að gera allt sem ég þarf að gera, þá getur ekki verið að ég sé með “raunverulegt” vandamál. Algjör skortur á virkni er hins vegar ekki skilyrði fyrir því að greinast með þunglyndi. Margir sem finna fyrir þunglyndi ná enn að sinna öllu því sem þau “þurfa að gera” en eru samt að glíma við mjög svo raunverulegan vanda. Einkenni þunglyndis: Fólk getur fundið fyrir þunglyndu skapi (t.d. depurð, vonleysi, tómleikatilfinningu) og/eða finnur ekki lengur fyrir áhuga eða gleði vegna athafna sem veittu áður ánægju. Fólk lýsir því síðarnefnda oft sem “flatneskju”. Þessum breytingum í líðan geta einnig fylgt eftirfarandi fylgieinkenni Aukin eða minnkuð matarlyst Svefntruflanir (of lítill eða of mikill svefn) Líkamleg óeirð eða hægagangur (fremur sjaldgæft) Þreyta og/eða orkuleysi Endurteknar neikvæðar hugsanir um sjálfan sig eða fortíðina (grufl) Finnast maður einskis virði (lágt sjálfsmat) og/eða finna fyrir óhóflegri sektarkennd Skert hugræn geta og/eða einbeitingarerfiðleikar Hugsanir um að deyja eða sjálfsvígshugsanir Hvað er til ráða? En hvað er til ráða þegar maður finnur fyrir svona einkennum? Á Íslandi hefur notkun þunglyndislyfja aukist á síðustu árum og er meiri en í flestum OECD-löndum. Í nýlegri skýrslu frá Embætti landlæknis er bent á að mikilvægt sé að huga ekki bara að lyfjameðferð, heldur einnig að forvörnum, snemmtækri íhlutun og aðgengi að sálfræðimeðferð. Hugræn Atferlismeðferð og Atferlisvirkjun Ein gagnreynd meðferð við þunglyndi er hugræn atferlismeðferð (HAM). Þar hefur atferlisvirkjun sýnt sérlega góðan árangur. Hún byggir á þeirri hugmynd að vanlíðan leiði oft til þess að við drögum okkur í hlé. Það minnkar enn frekar ánægjulegar athafnir og við festumst í vítahring. Dæmi um vítahring: Í Atferlisvirkjun er markmiðið að brjóta hringinn með því að grípa aftur í það sem skiptir máli – jafnvel þótt það sé smátt í senn. Með því að breyta hegðun getum við smám saman breytt líðan. Til dæmis með því að bera kennsl á og breyta hegðun sem veldur vanlíðan og með því að brjóta niður hindranir sem koma í veg fyrir að við sinnum þeim athöfnum sem skipta okkur raunverulegu máli og stuðla að vellíðan. Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við einkenni þunglyndis þá hvet ég þig til að leita hjálpar. Höfundur er sálfræðingur á Domus Mentis geðheilsustöð Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heimildir Védís Helga Eiríksdóttir, Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Arnar Sigbjörnsson og Jón Óskar Guðlaugsson. (2024). Notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Talnabrunnur, 2024(5.), https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2aAiPwZ9ZzV3rshVpV8N7X/1432d716f78f9743eddc0f3b630cf7f9/Talnabrunnur_5tbl_2024.pdf
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun