Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 10:31 Tillögur í grunnskólamálum Kópavogsbæjar ,,Framtíðin í fyrsta sæti - Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030“ voru birtar í vikunni og kynntar í fjölmiðlum. Kópavogsbær er að stíga mikilvægt skref í að rýna í stöðu grunnskóla bæjarins og meta hvar liggja tækifæri til sóknar. Tillögunum er skipt niður í þrjá kafla og sextán þætti og eru allar tillögurnar mikilvægar. Í þessum tillögum eru þættir sem skipta gríðarlegu miklu máli fyrir grunnskóla bæjarins. Skólar í öðrum sveitarfélögum eru að glíma við sömu áskoranir. Það er því mikilvægt að forgangsraða rétt. Fáist ekki fagfólk til starfa í skólum landsins er það á ábyrgð og herðum skólastjórnenda og kennara að kenna leiðbeinendum að starfa sem kennari. Í einni af tillögunum er lögð áhersla á að styðja og hvetja leiðbeinendur til náms og laða að menntaða kennara í skóla bæjarins. Kennurum fer fækkandi í grunnskólum landsins og erfitt er að fá menntaða, hæfa kennara til starfa út af starfsumhverfinu. Það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum og gera sveitarfélagið að aðlaðandi vinnustað. Það þarf meira til en stuðning til náms. Lykilatriði í tillögunum snýr að öruggu starfsumhverfi nemenda og starfsfólks skóla. Ef nemendum líður ekki vel í skólanum fer lítið nám fram. Leggja þarf áherslu á að nemendur og starfsfólk upplifi sig örugg í skólanum. Öryggi er ein af grunnþörfunum og það er okkar að gæta þess að þeim sé fullnægt í skólanum. Ef starfsumhverfi nemenda og kennara er bætt, leiðir það til betri námsárangurs. Í tillögunum er einnig rætt þróun samræmdra stuðningsúrræða og skoðaður verður möguleiki á stofnun sérskóla en vöntun hefur verið á úrræði fyrir börn með miklar áskoranir. Mikilvægt er að skoða þau stuðningsúrræði vel sem nú þegar eru til staðar. Mikilvægt er að rýna þennan þátt vel og gera betur. Ef við fjárfestum til framtíðar munu áskoranir innan skólanna minnka, allir fá úrræði við hæfi, sem leiðir til þess að athygli kennara getur alfarið verið á nám nemenda. Nám á sér stað. Kópavogur er að stíga mikilvægt skref að ramma inn áherslur bæjarins varðandi grunnskólamál með það að markmiði að bæta skólastarf. Að undagenginni mikilli vinnu allra hagaðila, söfnun gagna og miklu samráði, var myndaður samstarfshópur með ólíkum einstaklingum úr skólasamfélaginu með ólíkan bakgrunn og áherslur, sem á það sameiginlegt að brenna fyrir skólamál bæjarins. Mikil vinna hefur farið í að móta tillögurnar. Mikilvægt er að skoða allar 16 tillögurnar vel, þó aðilar samráðshópsins brenni mismikið fyrir hverri og einni þeirra, þá má engin þeirra sitja á hakanum. Aðal umfjöllunarefnið í vikunni og það sem vakti mesta athygli af tillögunum voru samræmd próf í Kópavogi og þróun á nýju námsumsjónarkerfi. Innleiðing á Matsferli, stöðu- og framvinduprófum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, fékk mestu athyglina. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvaða tillögum á að forgangsraða en mikilvægt er að forgangsraða rétt. Áframhaldandi samráð þarf að vera við skólastjórnendur, kennara og foreldra svo að tillögurnar skili raunverulegum árangri. Mikilvægustu tillögurnar, að mínu mati, snúa að starfsumhverfi kennara og nemenda og að allir nemendur fái úrræði við hæfi hvort sem það er innan eða utan skólans. Ef ekki eru í skólunum fagmenntaðir kennarar er ekki mögulegt að halda úti skólastarfi. Ef nemendur hafa ekki kennara eða viðeigandi úrræði segir það sig sjálft að lítið nám fer fram. Ef nemendum líður ekki vel fer lítið nám fram. Samræmt mat og nýtt námsumsjónarkerfi mun litlu skila fyrir þá. Það þarf að forgangsraða tillögunum og byrja á réttum enda. Það er mikilvægt að byrja að skoða eina af grunnþörfunum, öryggi. Vandi skólakerfisins felur í sér stórar og flóknar áskoranir. Áskoranir sem við þurfum að takast á við. Nú er tækifæri til umbóta. Ef forgangsröðun verkefna er rétt munu tillögurnar virka vel. Setjum framtíð barnanna í fyrsta sæti, fjárfestum til framtíðar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Kópavogur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Tillögur í grunnskólamálum Kópavogsbæjar ,,Framtíðin í fyrsta sæti - Umbótaverkefni grunnskóla Kópavogs til 2030“ voru birtar í vikunni og kynntar í fjölmiðlum. Kópavogsbær er að stíga mikilvægt skref í að rýna í stöðu grunnskóla bæjarins og meta hvar liggja tækifæri til sóknar. Tillögunum er skipt niður í þrjá kafla og sextán þætti og eru allar tillögurnar mikilvægar. Í þessum tillögum eru þættir sem skipta gríðarlegu miklu máli fyrir grunnskóla bæjarins. Skólar í öðrum sveitarfélögum eru að glíma við sömu áskoranir. Það er því mikilvægt að forgangsraða rétt. Fáist ekki fagfólk til starfa í skólum landsins er það á ábyrgð og herðum skólastjórnenda og kennara að kenna leiðbeinendum að starfa sem kennari. Í einni af tillögunum er lögð áhersla á að styðja og hvetja leiðbeinendur til náms og laða að menntaða kennara í skóla bæjarins. Kennurum fer fækkandi í grunnskólum landsins og erfitt er að fá menntaða, hæfa kennara til starfa út af starfsumhverfinu. Það er mikilvægt að fjárfesta í kennurum og gera sveitarfélagið að aðlaðandi vinnustað. Það þarf meira til en stuðning til náms. Lykilatriði í tillögunum snýr að öruggu starfsumhverfi nemenda og starfsfólks skóla. Ef nemendum líður ekki vel í skólanum fer lítið nám fram. Leggja þarf áherslu á að nemendur og starfsfólk upplifi sig örugg í skólanum. Öryggi er ein af grunnþörfunum og það er okkar að gæta þess að þeim sé fullnægt í skólanum. Ef starfsumhverfi nemenda og kennara er bætt, leiðir það til betri námsárangurs. Í tillögunum er einnig rætt þróun samræmdra stuðningsúrræða og skoðaður verður möguleiki á stofnun sérskóla en vöntun hefur verið á úrræði fyrir börn með miklar áskoranir. Mikilvægt er að skoða þau stuðningsúrræði vel sem nú þegar eru til staðar. Mikilvægt er að rýna þennan þátt vel og gera betur. Ef við fjárfestum til framtíðar munu áskoranir innan skólanna minnka, allir fá úrræði við hæfi, sem leiðir til þess að athygli kennara getur alfarið verið á nám nemenda. Nám á sér stað. Kópavogur er að stíga mikilvægt skref að ramma inn áherslur bæjarins varðandi grunnskólamál með það að markmiði að bæta skólastarf. Að undagenginni mikilli vinnu allra hagaðila, söfnun gagna og miklu samráði, var myndaður samstarfshópur með ólíkum einstaklingum úr skólasamfélaginu með ólíkan bakgrunn og áherslur, sem á það sameiginlegt að brenna fyrir skólamál bæjarins. Mikil vinna hefur farið í að móta tillögurnar. Mikilvægt er að skoða allar 16 tillögurnar vel, þó aðilar samráðshópsins brenni mismikið fyrir hverri og einni þeirra, þá má engin þeirra sitja á hakanum. Aðal umfjöllunarefnið í vikunni og það sem vakti mesta athygli af tillögunum voru samræmd próf í Kópavogi og þróun á nýju námsumsjónarkerfi. Innleiðing á Matsferli, stöðu- og framvinduprófum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, fékk mestu athyglina. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvaða tillögum á að forgangsraða en mikilvægt er að forgangsraða rétt. Áframhaldandi samráð þarf að vera við skólastjórnendur, kennara og foreldra svo að tillögurnar skili raunverulegum árangri. Mikilvægustu tillögurnar, að mínu mati, snúa að starfsumhverfi kennara og nemenda og að allir nemendur fái úrræði við hæfi hvort sem það er innan eða utan skólans. Ef ekki eru í skólunum fagmenntaðir kennarar er ekki mögulegt að halda úti skólastarfi. Ef nemendur hafa ekki kennara eða viðeigandi úrræði segir það sig sjálft að lítið nám fer fram. Ef nemendum líður ekki vel fer lítið nám fram. Samræmt mat og nýtt námsumsjónarkerfi mun litlu skila fyrir þá. Það þarf að forgangsraða tillögunum og byrja á réttum enda. Það er mikilvægt að byrja að skoða eina af grunnþörfunum, öryggi. Vandi skólakerfisins felur í sér stórar og flóknar áskoranir. Áskoranir sem við þurfum að takast á við. Nú er tækifæri til umbóta. Ef forgangsröðun verkefna er rétt munu tillögurnar virka vel. Setjum framtíð barnanna í fyrsta sæti, fjárfestum til framtíðar. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun