Vann bikar og Eddu sömu helgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2023 08:01 Blær Hinriksson með uppskeru helgarinnar, bikarana og Edduverðlaunin. vísir/arnar Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni. Afturelding varð bikarmeistari í fyrsta sinn í 24 ár þegar liðið sigraði Hauka, 27-28, í úrslitaleik Powerade-bikarsins á laugardaginn. Blær skoraði sex mörk í leiknum og var sterkur í vörn Mosfellinga. Helgin var samt bara rétt að byrja fyrir þennan 21 árs Kópavogsbúa. Á sunnudaginn var Edduverðlaunahátíðin þar sem Berdreymi vann verðlaun fyrir bestu mynd og Blær var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki. - Bikarmeistarar 2023- Berdreymi kvikmynd ársins Góð helgi að baki með góðu fólki pic.twitter.com/iKVc1vztbH— Blær Hinriksson (@BHinriksson) March 20, 2023 „Þetta er ógleymanleg helgi þegar maður lítur til baka. Maður getur ekki endilega líst því í orðum hvernig helgin var. Þetta var mjög gaman og loksins skilar vinnan sér í einhverjum verðlaunum,“ sagði Blær þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli að Varmá á mánudaginn, daginn eftir helgina viðburðarríku. Verri en mann minnti Afturelding rústaði Stjörnunni, 35-26, í undanúrslitum Powerade-bikarsins en lenti í miklum vandræðum gegn Haukum í úrslitaleiknum. Mosfellingar voru lengst af undir, mest fimm mörkum, og komust ekki yfir fyrr en átta mínútur voru eftir af leiknum. Blær lék vel í bikarúrslitaleiknum, sérstaklega í seinni hálfleik.vísir/hulda margrét „Þegar maður horfir á leikinn aftur var fyrri hálfleikurinn eiginlega verri en mann minnti. Hann var mjög lélegur. Í seinni hálfleik var stressið farið úr okkur og spennustigið orðið gott. Þetta var þolinmæðisverk og tókst á endanum,“ sagði Blær. Afturelding komst þremur mörkum yfir í bikarúrslitaleiknum en Haukar minnkuðu muninn niður í tvö mörk og fengu síðustu sókn leiksins þar sem þeir gátu jafnað og tryggt sér framlengingu. En Jovan Kukubat varði skot Adams Hauks Baumruk og Mosfellingar fögnuðu sigri. „Í lokasókninni hugsaði ég að ég ætlaði ekki í framlengingu. Það var það eina sem var í hausnum. Þetta var mjög tæpt og spennandi en maður fékk auka orku frá áhorfendum. Stemmningin í Laugardalshöllinni var mögnuð og það var ekki möguleiki að við ætluðum að tapa þessu þegar við vorum komnir þremur mörkum yfir,“ sagði Blær. Undanfarin tvö tímabil hefur Afturelding ósjaldan farið illa að ráði sínu á lokakafla leikja og misst frá góða stöðu. Blær segir að gamlar syndir hafi ekki plagað Mosfellinga, eða allavega hann, á ögurstundu í bikarúrslitaleiknum. „Ekkert endilega. Ef maður efast eru meiri líkur á að eitthvað slæmt gerist,“ sagði Blær. Mögnuð sigurstund Sigurgleði Mosfellinga var ósvikin enda beðið eftir bikarmeistaratitli síðan 1999 og stórum titli síðan 2000. Blær segist ekki hafa áttað sig fyrr en eftir á hversu miklu máli titilinn skipti fyrir Aftureldingu. Mosfellingar þurftu að bíða lengi eftir titli en biðinni lauk loks um helgina.vísir/hulda margrét „Þetta var ótrúlegt. Maður áttar sig betur á því daginn eftir hversu mikið þetta þýddi fyrir Aftureldingu. Það voru margir sem mættu í Hlégarð til að taka á móti þessu og við fögnuðum þessu langt fram á nótt. Þetta var mögnuð stund. Maður er svo þakklátur fyrir þennan stuðning sem allur Mosfellsbær gefur okkur og hann er áttundi leikmaðurinn,“ sagði Blær. Góð liðsheild getur gert kraftaverk Eftir gleðina sem fylgdi bikarsigrinum tók annar fögnuður við hjá Blæ, Edduverðlaunahátíðin. Kvikmyndin sem hann lék í, Berdreymi, fékk fjölmargar tilnefningar, meðal annars fyrir leik Blæs í aukahlutverki. Hann varð þó að sjá á eftir Eddunni í hendur reynsluboltans Björns Thors. „Ég var alls ekki svekktur. Eftir að Berdreymi var valin kvikmynd ársins hugsaði ég skítt með þessi einstaklingsverðlaun. Þetta er hópíþrótt. Þegar maður tekur þessa helgi saman sýnir það hversu mikilvægt það er að hafa gott teymi á bak við mann og hvað góð liðsheild getur gert mörg kraftaverk,“ sagði Blær sem á nú Eddu í sínu safni en hann var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Hjartastein á Edduverðlaunahátíðinni 2017. Hann segir margt áþekkt með teymisvinnunni í handboltanum og kvikmyndunum. „Já, þessi liðsheild og orka sem getur myndast þegar margir koma saman og vinna hart að einhverju. Þetta er mjög líkt,“ sagði Blær. Erfitt púsluspil Um þessar mundir er handboltinn í efsta sæti hjá Blæ enda líftími íþróttamanna talsvert styttri en leikara. „Síðan ég var lítill hef ég sagt að ég ætli að gera bæði eins lengi og ég get og það hefur gengið hingað til en það er mjög erfitt að púsla þessu saman. Oft þarf maður að neita einhverjum tilboðum í handboltanum eða leiklistinni. Þetta gengur núna,“ sagði Blær. Blær ásamt útvarpsmanninum Gústa B.vísir/hulda margrét „En það er einhver líflína í handboltanum. Maður getur ekki spilað handbolta fertugur eða fimmtugur en getur verið leikari allt sitt líf. En ég reyni að gera bæði eins lengi og ég get.“ Blær stefnir hátt og ætlar sér að verða atvinnumaður í handbolta. „Það er markmiðið til lengri tíma,“ sagði hann. Þakklátur fyrir stuðninginn Blær kemur úr mikilli listafjölskyldu. Faðir hans, Hinrik Ólafsson, er leikari og föðurbróðir hans, Egill Ólafsson, einn þekktasti tónlistarmaður og leikari þjóðarinnar til margra áratuga. Blær segir stuðning fjölskyldunnar ómetanlegan. Blær ásamt fjölskyldu sinni á Eddunni.vísir/hulda margrét „Hann er mjög góður, sérstaklega frá foreldrum mínum. Þau eru mögnuð og eiga stóran þátt í þessu. Pabbi eldar stjörnumáltíðir á hverju kvöldi og svona. Ég er mjög þakklátur fyrir stuðninginn,“ sagði Blær. Tímabilinu er langt því frá lokið hjá Aftureldingu. Enn eru fjórar umferðir eftir af Olís-deildinni og svo tekur úrslitakeppnin við. Mosfellingar eru í 7. sæti deildarinnar með 21 stig en aðeins þrjú stig eru upp í 2. sætið. Engar takmarkanir „Bikartitilinn gefur okkur auka sjálfstraust og við sjáum að við getum verið góðir. En við vitum líka hversu lélegir við getum verið. Þetta á að gefa okkur mikið inn í seinustu leikina í deild og svo úrslitakeppnina,“ sagði Blær. Blær lyftir Powerade-bikarnum.vísir/hulda margrét Hann telur að Mosfellingar geti farið alla leið og unnið stærsta titilinn, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. „Já, algjörlega. Allt er mögulegt. Ég hef lært að setja engar takmarkanir í verkefnunum sem maður tekur sér fyrir hendur. Vonandi getum við náð þeim titli líka,“ sagði Blær að lokum. Powerade-bikarinn Afturelding Mosfellsbær Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Sjá meira
Afturelding varð bikarmeistari í fyrsta sinn í 24 ár þegar liðið sigraði Hauka, 27-28, í úrslitaleik Powerade-bikarsins á laugardaginn. Blær skoraði sex mörk í leiknum og var sterkur í vörn Mosfellinga. Helgin var samt bara rétt að byrja fyrir þennan 21 árs Kópavogsbúa. Á sunnudaginn var Edduverðlaunahátíðin þar sem Berdreymi vann verðlaun fyrir bestu mynd og Blær var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki. - Bikarmeistarar 2023- Berdreymi kvikmynd ársins Góð helgi að baki með góðu fólki pic.twitter.com/iKVc1vztbH— Blær Hinriksson (@BHinriksson) March 20, 2023 „Þetta er ógleymanleg helgi þegar maður lítur til baka. Maður getur ekki endilega líst því í orðum hvernig helgin var. Þetta var mjög gaman og loksins skilar vinnan sér í einhverjum verðlaunum,“ sagði Blær þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli að Varmá á mánudaginn, daginn eftir helgina viðburðarríku. Verri en mann minnti Afturelding rústaði Stjörnunni, 35-26, í undanúrslitum Powerade-bikarsins en lenti í miklum vandræðum gegn Haukum í úrslitaleiknum. Mosfellingar voru lengst af undir, mest fimm mörkum, og komust ekki yfir fyrr en átta mínútur voru eftir af leiknum. Blær lék vel í bikarúrslitaleiknum, sérstaklega í seinni hálfleik.vísir/hulda margrét „Þegar maður horfir á leikinn aftur var fyrri hálfleikurinn eiginlega verri en mann minnti. Hann var mjög lélegur. Í seinni hálfleik var stressið farið úr okkur og spennustigið orðið gott. Þetta var þolinmæðisverk og tókst á endanum,“ sagði Blær. Afturelding komst þremur mörkum yfir í bikarúrslitaleiknum en Haukar minnkuðu muninn niður í tvö mörk og fengu síðustu sókn leiksins þar sem þeir gátu jafnað og tryggt sér framlengingu. En Jovan Kukubat varði skot Adams Hauks Baumruk og Mosfellingar fögnuðu sigri. „Í lokasókninni hugsaði ég að ég ætlaði ekki í framlengingu. Það var það eina sem var í hausnum. Þetta var mjög tæpt og spennandi en maður fékk auka orku frá áhorfendum. Stemmningin í Laugardalshöllinni var mögnuð og það var ekki möguleiki að við ætluðum að tapa þessu þegar við vorum komnir þremur mörkum yfir,“ sagði Blær. Undanfarin tvö tímabil hefur Afturelding ósjaldan farið illa að ráði sínu á lokakafla leikja og misst frá góða stöðu. Blær segir að gamlar syndir hafi ekki plagað Mosfellinga, eða allavega hann, á ögurstundu í bikarúrslitaleiknum. „Ekkert endilega. Ef maður efast eru meiri líkur á að eitthvað slæmt gerist,“ sagði Blær. Mögnuð sigurstund Sigurgleði Mosfellinga var ósvikin enda beðið eftir bikarmeistaratitli síðan 1999 og stórum titli síðan 2000. Blær segist ekki hafa áttað sig fyrr en eftir á hversu miklu máli titilinn skipti fyrir Aftureldingu. Mosfellingar þurftu að bíða lengi eftir titli en biðinni lauk loks um helgina.vísir/hulda margrét „Þetta var ótrúlegt. Maður áttar sig betur á því daginn eftir hversu mikið þetta þýddi fyrir Aftureldingu. Það voru margir sem mættu í Hlégarð til að taka á móti þessu og við fögnuðum þessu langt fram á nótt. Þetta var mögnuð stund. Maður er svo þakklátur fyrir þennan stuðning sem allur Mosfellsbær gefur okkur og hann er áttundi leikmaðurinn,“ sagði Blær. Góð liðsheild getur gert kraftaverk Eftir gleðina sem fylgdi bikarsigrinum tók annar fögnuður við hjá Blæ, Edduverðlaunahátíðin. Kvikmyndin sem hann lék í, Berdreymi, fékk fjölmargar tilnefningar, meðal annars fyrir leik Blæs í aukahlutverki. Hann varð þó að sjá á eftir Eddunni í hendur reynsluboltans Björns Thors. „Ég var alls ekki svekktur. Eftir að Berdreymi var valin kvikmynd ársins hugsaði ég skítt með þessi einstaklingsverðlaun. Þetta er hópíþrótt. Þegar maður tekur þessa helgi saman sýnir það hversu mikilvægt það er að hafa gott teymi á bak við mann og hvað góð liðsheild getur gert mörg kraftaverk,“ sagði Blær sem á nú Eddu í sínu safni en hann var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Hjartastein á Edduverðlaunahátíðinni 2017. Hann segir margt áþekkt með teymisvinnunni í handboltanum og kvikmyndunum. „Já, þessi liðsheild og orka sem getur myndast þegar margir koma saman og vinna hart að einhverju. Þetta er mjög líkt,“ sagði Blær. Erfitt púsluspil Um þessar mundir er handboltinn í efsta sæti hjá Blæ enda líftími íþróttamanna talsvert styttri en leikara. „Síðan ég var lítill hef ég sagt að ég ætli að gera bæði eins lengi og ég get og það hefur gengið hingað til en það er mjög erfitt að púsla þessu saman. Oft þarf maður að neita einhverjum tilboðum í handboltanum eða leiklistinni. Þetta gengur núna,“ sagði Blær. Blær ásamt útvarpsmanninum Gústa B.vísir/hulda margrét „En það er einhver líflína í handboltanum. Maður getur ekki spilað handbolta fertugur eða fimmtugur en getur verið leikari allt sitt líf. En ég reyni að gera bæði eins lengi og ég get.“ Blær stefnir hátt og ætlar sér að verða atvinnumaður í handbolta. „Það er markmiðið til lengri tíma,“ sagði hann. Þakklátur fyrir stuðninginn Blær kemur úr mikilli listafjölskyldu. Faðir hans, Hinrik Ólafsson, er leikari og föðurbróðir hans, Egill Ólafsson, einn þekktasti tónlistarmaður og leikari þjóðarinnar til margra áratuga. Blær segir stuðning fjölskyldunnar ómetanlegan. Blær ásamt fjölskyldu sinni á Eddunni.vísir/hulda margrét „Hann er mjög góður, sérstaklega frá foreldrum mínum. Þau eru mögnuð og eiga stóran þátt í þessu. Pabbi eldar stjörnumáltíðir á hverju kvöldi og svona. Ég er mjög þakklátur fyrir stuðninginn,“ sagði Blær. Tímabilinu er langt því frá lokið hjá Aftureldingu. Enn eru fjórar umferðir eftir af Olís-deildinni og svo tekur úrslitakeppnin við. Mosfellingar eru í 7. sæti deildarinnar með 21 stig en aðeins þrjú stig eru upp í 2. sætið. Engar takmarkanir „Bikartitilinn gefur okkur auka sjálfstraust og við sjáum að við getum verið góðir. En við vitum líka hversu lélegir við getum verið. Þetta á að gefa okkur mikið inn í seinustu leikina í deild og svo úrslitakeppnina,“ sagði Blær. Blær lyftir Powerade-bikarnum.vísir/hulda margrét Hann telur að Mosfellingar geti farið alla leið og unnið stærsta titilinn, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. „Já, algjörlega. Allt er mögulegt. Ég hef lært að setja engar takmarkanir í verkefnunum sem maður tekur sér fyrir hendur. Vonandi getum við náð þeim titli líka,“ sagði Blær að lokum.
Powerade-bikarinn Afturelding Mosfellsbær Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Sjá meira