„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Máni Snær Þorláksson og Kristján Már Unnarsson skrifa 27. mars 2023 21:14 Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, ræddi við fréttastofu um stöðu mála fyrir austan. Sigurjón Ólason Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, í samtali við fréttastofu í dag. Fjallað var ítarlega um snjóflóðin fyrir austan í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Margrét segir að fólk vilji búa í öryggi en að atburðir sem þessir raski því. „Það er ákveðin saga líka sem fólk er að glíma við,“ segir hún en mannskæð snjóflóð hafa áður fallið á svæðinu. Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Þannig auðvitað erum við áhyggjufull yfir því en þetta er veruleikinn sem við erum í og við erum að gera það sem við getum til að tryggja öryggi fólks. Vonandi fer fólkinu að líða betur þegar það sér það.“ Hundar, sérþjálfaðir til leitar að fólki í snjóflóði, voru meðal farþega sem flugu austur á land í dag.KMU Þá segir Margrét að viðbragðsaðilar séu reiðubúnir ef fleiri snjóflóð falla: „Við náttúrulega vonum að það reyni ekki á þetta en við viljum vera tilbúin. Það eru allir að störfum. Það er ástand bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað og síðan núna á Eskifirði.“ Átti ekki von á þessu í gær Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Jökli, segist ekki hafa átt von á því að vakna við snjóflóð í morgun. „Í gær var ekki mikill snjór en svo kemur þetta allt í einu bara í nótt. Þetta er lausamjöll, hún fer af stað við minnstu hreyfingu,“ segir hann. Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður af Jökuldal.Sigurjón Ólason „Ég átti aldrei von á þessu í gær þegar ég fór á koddann, þá átti ég ekki von á því að fá SMS í morgun um að þetta hefði skeð - alls ekki.“ Ennþá er lokað fyrir eina mikilvægustu samgönguæð Austurlands, veginn um Fagradal. „Ennþá eru vegirnir lokaðir niður eftir þannig við komumst hvorki lönd né strönd héðan,“ segir Guðmundur. Úr björgunarmiðstöðinni á Egilsstöðum í dag.Sigurjón Ólason „En það er varðskip á leiðinni á Vopnafjörð og það verða mögulega sendir aðilar þangað til að leysa af í nótt. Þangað verður okkar viðbragði streymt ef það opnast ekki leiðir.“ Í kvöld fór flokkur uppi á Fjarðarheiði með snjóblásara til að reyna að opna heiðina, þó ekki væri nema bara fyrir viðbragðsaðila. Það er hins vegar óvíst hvenær það verður hægt að opna fyrir umferð um Fagradalsbraut. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, í samtali við fréttastofu í dag. Fjallað var ítarlega um snjóflóðin fyrir austan í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Margrét segir að fólk vilji búa í öryggi en að atburðir sem þessir raski því. „Það er ákveðin saga líka sem fólk er að glíma við,“ segir hún en mannskæð snjóflóð hafa áður fallið á svæðinu. Björgunarsveitarmenn á Egilsstaðaflugvelli í dag.Sigurjón Ólason „Þannig auðvitað erum við áhyggjufull yfir því en þetta er veruleikinn sem við erum í og við erum að gera það sem við getum til að tryggja öryggi fólks. Vonandi fer fólkinu að líða betur þegar það sér það.“ Hundar, sérþjálfaðir til leitar að fólki í snjóflóði, voru meðal farþega sem flugu austur á land í dag.KMU Þá segir Margrét að viðbragðsaðilar séu reiðubúnir ef fleiri snjóflóð falla: „Við náttúrulega vonum að það reyni ekki á þetta en við viljum vera tilbúin. Það eru allir að störfum. Það er ástand bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað og síðan núna á Eskifirði.“ Átti ekki von á þessu í gær Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Jökli, segist ekki hafa átt von á því að vakna við snjóflóð í morgun. „Í gær var ekki mikill snjór en svo kemur þetta allt í einu bara í nótt. Þetta er lausamjöll, hún fer af stað við minnstu hreyfingu,“ segir hann. Guðmundur Jóhannsson, björgunarsveitarmaður af Jökuldal.Sigurjón Ólason „Ég átti aldrei von á þessu í gær þegar ég fór á koddann, þá átti ég ekki von á því að fá SMS í morgun um að þetta hefði skeð - alls ekki.“ Ennþá er lokað fyrir eina mikilvægustu samgönguæð Austurlands, veginn um Fagradal. „Ennþá eru vegirnir lokaðir niður eftir þannig við komumst hvorki lönd né strönd héðan,“ segir Guðmundur. Úr björgunarmiðstöðinni á Egilsstöðum í dag.Sigurjón Ólason „En það er varðskip á leiðinni á Vopnafjörð og það verða mögulega sendir aðilar þangað til að leysa af í nótt. Þangað verður okkar viðbragði streymt ef það opnast ekki leiðir.“ Í kvöld fór flokkur uppi á Fjarðarheiði með snjóblásara til að reyna að opna heiðina, þó ekki væri nema bara fyrir viðbragðsaðila. Það er hins vegar óvíst hvenær það verður hægt að opna fyrir umferð um Fagradalsbraut.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. 27. mars 2023 17:49