Skipta söfn máli? Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 28. mars 2023 07:01 Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um safnamál á Íslandi og víða finnur safnafólk fyrir ákveðnu stefnuleysi. Mörgum í þeim hópi finnst að dálítið vanti upp á sóknarhug og yfirsýn og að ráðafólk sjái ekki nógu vel þann samfélagslega ávinning, tækifæri og möguleika sem í safnastarfinu felst. Ekki sé nægur skilningur á mikilvægi og gildi safna fyrir samfélagið. Bara á þessu ári höfum við fengið ýmsar fréttir af söfnum sem hafa staðið frammi fyrir því að missa húsnæði sitt og óvissa verið uppi um framtíð þeirra. Eins hafa fréttir greint frá söfnum sem hafa ekki nægilegt fjármagn til að sinna hlutverkum sínum og skyldum og svo virðist sem Borgarskjalasafn verði lagt niður nánast fyrirvaralaust. Þetta eru erfiðar fréttir, enda er hlutverk safna mikilvægt og víðtækt. Í safnaflórunni á Íslandi má finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin, en miðlunin er sýnilegi hluti starfsins. Fyrir mér er enginn vafi á því að söfn skipta gífurlega miklu máli. Söfn geyma söguna Söfn safna, skrá og varðveita muni og list, ljósmyndir, sögur og minningar. Þau geyma mikilvægar upplýsingar fyrir framtíðina og fræða okkur um fortíðina. Á söfnum er að finna fallega hversdagslega muni sem veita okkur innsýn inn í líf fólks hér á landi á öldum áður, þar má finna atvinnusöguna, ótrúlegt handverk, stórfengleg listaverk og fjölbreytileika dýra- og plönturíkisins svo dæmi séu nefnd. Á söfnum má líka finna samhengi og sögur af fólki og safngripum, allskonar fróðleik um mannlegu hliðina, hvernig hlutirnir voru notaðir, hvað veitti listafólki innblástur og hvernig plöntur voru nýttar. Allt eru þetta upplýsingar sem hjálpa okkur að skilja samfélagið fyrr á tímum. En söfn fjalla alls ekki bara um fortíðina. Þau segja einnig frá samtíma sínum, þau safna því sem er mikilvægt í dag og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Þau eru líka kort að framtíðinni, því það er nauðsynlegt þekkja fortíðina til að skilja hvernig við komumst á þann stað sem við erum á núna og hvernig og hvert við ættum að halda næst. Söfn eiga í samtali Söfn eru mörg hver mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Þau eiga í virku samtali við samfélagið í sínu nærumhverfi, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum, taka á móti skólahópum sem heimsækja þau, útbúa fræðsluefni, aðstoða fræðafólk og eiga í virku samstarfi við félög af ýmsu tagi. Söfn hafa mikla möguleika á að fjalla um mikilvæg mál og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Þau geta dregið fram ný sjónarhorn, beint sjónum að hópum sem áður voru ósýnlegir. Söfn geta líka fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga. Söfn fjalla um margvísleg málefni í samtímanum, svo sem umhverfismál, fólksflutninga og jafnrétti svo dæmi séu nefnd. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Söfn eru aðdráttarafl Samkvæmt rannsókn Ferðamálastofu eru söfn þriðja vinsælasta afþreying ferðafólks sem heimsækir Ísland, á eftir náttúrulaugum og spa-ferðum. Það er því ljóst að söfn eru mikilvægt aðdráttarafl þegar Ísland er heimsótt. Söfn hafa líka aðdráttarafl fyrir Íslendinga og heimafólk á hverju svæði, fólk sem heimsækir þau til að gera sér glaðan dag, skoða sýningar, taka þátt í viðburðum, hitta annað fólk, fræðast og skemmta sér. Skipta þau máli? Spurningunni sem er varpað hér fram í upphafi: Skipta söfn máli? er auðsvarað finnst mér og þau dæmi sem eru nefnd hér fyrir ofan eru aðeins hluti af svarinu hvers vegna söfn skipta máli. Þrátt fyrir þetta er ljóst, samkvæmt nýrri könnun FÍSOS (Félags íslenskra safna og safnmanna), að mörg söfn á Íslandi hafa ekki nægilegt fjármagn til að vaxa og dafna eða sinna skyldum sínum, hvað þá allri þeirri uppbyggingu og starfsemi sem starfsfólki þeirra dreymir um að sinna. Þá ríkir líka misskilningur hjá fólki um að hlutverk safna sé fyrst og fremst að auka sértekjur sínar og að árangur af starfsemi þeirra sé hægt að mæla í heimsóknartölum og tekjum af rekstri. Söfn sem hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs á Íslandi eru ekki hagnaðardrifnar stofnanir, um það er meira að segja kveðið á um í lögum. Hlutverk þeirra er miklu stærra og flóknara og gildi þeirra svo miklu meira. Það er afskaplega bagalegt að sjá, heyra og skynja hversu margt forsvarsfólk safna upplifir skilningsleysi ráðafólks, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum víða um land. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Söfnin skipta nefnilega máli, ótrúlega miklu máli. Höfundur er verkefnisstjóri FÍSOS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur verið mikil umræða um safnamál á Íslandi og víða finnur safnafólk fyrir ákveðnu stefnuleysi. Mörgum í þeim hópi finnst að dálítið vanti upp á sóknarhug og yfirsýn og að ráðafólk sjái ekki nógu vel þann samfélagslega ávinning, tækifæri og möguleika sem í safnastarfinu felst. Ekki sé nægur skilningur á mikilvægi og gildi safna fyrir samfélagið. Bara á þessu ári höfum við fengið ýmsar fréttir af söfnum sem hafa staðið frammi fyrir því að missa húsnæði sitt og óvissa verið uppi um framtíð þeirra. Eins hafa fréttir greint frá söfnum sem hafa ekki nægilegt fjármagn til að sinna hlutverkum sínum og skyldum og svo virðist sem Borgarskjalasafn verði lagt niður nánast fyrirvaralaust. Þetta eru erfiðar fréttir, enda er hlutverk safna mikilvægt og víðtækt. Í safnaflórunni á Íslandi má finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin, en miðlunin er sýnilegi hluti starfsins. Fyrir mér er enginn vafi á því að söfn skipta gífurlega miklu máli. Söfn geyma söguna Söfn safna, skrá og varðveita muni og list, ljósmyndir, sögur og minningar. Þau geyma mikilvægar upplýsingar fyrir framtíðina og fræða okkur um fortíðina. Á söfnum er að finna fallega hversdagslega muni sem veita okkur innsýn inn í líf fólks hér á landi á öldum áður, þar má finna atvinnusöguna, ótrúlegt handverk, stórfengleg listaverk og fjölbreytileika dýra- og plönturíkisins svo dæmi séu nefnd. Á söfnum má líka finna samhengi og sögur af fólki og safngripum, allskonar fróðleik um mannlegu hliðina, hvernig hlutirnir voru notaðir, hvað veitti listafólki innblástur og hvernig plöntur voru nýttar. Allt eru þetta upplýsingar sem hjálpa okkur að skilja samfélagið fyrr á tímum. En söfn fjalla alls ekki bara um fortíðina. Þau segja einnig frá samtíma sínum, þau safna því sem er mikilvægt í dag og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Þau eru líka kort að framtíðinni, því það er nauðsynlegt þekkja fortíðina til að skilja hvernig við komumst á þann stað sem við erum á núna og hvernig og hvert við ættum að halda næst. Söfn eiga í samtali Söfn eru mörg hver mikilvægir og virkir þátttakendur í sínu samfélagi. Þau eiga í virku samtali við samfélagið í sínu nærumhverfi, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum, taka á móti skólahópum sem heimsækja þau, útbúa fræðsluefni, aðstoða fræðafólk og eiga í virku samstarfi við félög af ýmsu tagi. Söfn hafa mikla möguleika á að fjalla um mikilvæg mál og miðla á fjölbreyttan hátt til ólíkra hópa. Þau geta dregið fram ný sjónarhorn, beint sjónum að hópum sem áður voru ósýnlegir. Söfn geta líka fengið okkur til að spyrja mikilvægra spurninga. Söfn fjalla um margvísleg málefni í samtímanum, svo sem umhverfismál, fólksflutninga og jafnrétti svo dæmi séu nefnd. Söfn miðla og fræða, vekja okkur til umhugsunar og hvetja til samtals. Söfn eru aðdráttarafl Samkvæmt rannsókn Ferðamálastofu eru söfn þriðja vinsælasta afþreying ferðafólks sem heimsækir Ísland, á eftir náttúrulaugum og spa-ferðum. Það er því ljóst að söfn eru mikilvægt aðdráttarafl þegar Ísland er heimsótt. Söfn hafa líka aðdráttarafl fyrir Íslendinga og heimafólk á hverju svæði, fólk sem heimsækir þau til að gera sér glaðan dag, skoða sýningar, taka þátt í viðburðum, hitta annað fólk, fræðast og skemmta sér. Skipta þau máli? Spurningunni sem er varpað hér fram í upphafi: Skipta söfn máli? er auðsvarað finnst mér og þau dæmi sem eru nefnd hér fyrir ofan eru aðeins hluti af svarinu hvers vegna söfn skipta máli. Þrátt fyrir þetta er ljóst, samkvæmt nýrri könnun FÍSOS (Félags íslenskra safna og safnmanna), að mörg söfn á Íslandi hafa ekki nægilegt fjármagn til að vaxa og dafna eða sinna skyldum sínum, hvað þá allri þeirri uppbyggingu og starfsemi sem starfsfólki þeirra dreymir um að sinna. Þá ríkir líka misskilningur hjá fólki um að hlutverk safna sé fyrst og fremst að auka sértekjur sínar og að árangur af starfsemi þeirra sé hægt að mæla í heimsóknartölum og tekjum af rekstri. Söfn sem hafa hlotið viðurkenningu safnaráðs á Íslandi eru ekki hagnaðardrifnar stofnanir, um það er meira að segja kveðið á um í lögum. Hlutverk þeirra er miklu stærra og flóknara og gildi þeirra svo miklu meira. Það er afskaplega bagalegt að sjá, heyra og skynja hversu margt forsvarsfólk safna upplifir skilningsleysi ráðafólks, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum víða um land. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Söfnin skipta nefnilega máli, ótrúlega miklu máli. Höfundur er verkefnisstjóri FÍSOS.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun