Verður einhver rekinn hjá ríkinu? Ólafur Stephensen skrifar 28. mars 2023 13:00 Á forsíðum dagblaðanna í morgun er fjallað um glímu ríkisstjórnarinnar við ríkisútgjöldin, sem hún verður að hemja til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Morgunblaðið segir aukið aðhald í ríkisrekstri blasa við í fjármálaáætlun, sem lögð verður fram á Alþingi á morgun. Fréttablaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að aukið aðhald geti þýtt fækkun ríkisstarfsmanna og fækkun verkefna ríkisins. Fréttablaðið vitnar til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda. Á meðal niðurstaðna hennar er að starfsmönnum ríkisins og sveitarfélaga fjölgaði um 21,4% á sex ára tímabili, 2015-2021. Á sama tíma fjölgaði fólki á almennum vinnumarkaði um 3%. Það er út af fyrir sig áhyggjuefni. Talsmenn opinberra starfsmanna hafa í kjölfar útgáfu skýrslunnar reynt að útmála hana sem einhvers konar árás á grunnþjónustu hins opinbera; heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið. Það er fjarri sanni. í skýrslunni kemur skýrt fram, eins og tekið var fram í frétt Fréttablaðsins í morgun, að langmesta fjölgun starfsmanna undanfarin ár er í opinberri stjórnsýslu, þ.e. ekki í mennta- eða heilbrigðiskerfinu heldur ýmsum öðrum stofnunum. Þar fjölgaði starfsmönnum hins opinbera um 4.600 á áðurnefndu tímabili, eða um heil sextíu prósent! Hærri laun í opinberri stjórnsýslu en víðast á vinnumarkaði Önnur meginniðurstaða skýrslunnar er að í opinberri stjórnsýslu eru laun orðin betri en almennt gerist á almennum vinnumarkaði. „Þegar borið er saman meðaltal greiddra launa í einkennandi greinum hins opinbera og hjá öðrum starfsstéttum sést að þau eru töluvert hærri hjá þeim er starfa við opinbera stjórnsýslu en í flestum öðrum atvinnugreinum. Munar þar um 12% á meðaltali allra starfsgreina,“ segir í skýrslu Intellecon. Í niðurstöðum skýrslunnar segir enn fremur: „Laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn. Greidd laun í opinberri stjórnsýslu eru almennt mun hærri en í flestum öðrum starfsgreinum.“ Gögnin sem Intellecon greindi staðfesta í raun aðeins það sem við hjá FA höfum heyrt í vaxandi mæli frá félagsmönnum okkar undanfarin ár; að einkafyrirtæki eiga orðið í mesta basli með að keppa um starfsfólk við hið opinbera. Launin eru sambærileg eða betri, lífeyrisréttindin til framtíðar þau sömu, vinnutíminn mun þægilegri. Þetta þarf ekki að vera alslæmt – auðvitað þarf hið opinbera að geta fengið hæft starfsfólk, rétt eins og einkageirinn. En sú spurning vaknar óneitanlega þegar þessar staðreyndir liggja fyrir, hvort líka sé ástæða til að opinberir starfsmenn njóti mun ríkara starfsöryggis en almennir launþegar. Sú er raunin ef við höldum áfram að vera með tvískipta löggjöf um réttindi og skyldur fólks á vinnumarkaði þrátt fyrir að kjörin hafi verið jöfnuð eins og raun ber vitni. Starfsmannalöggjöfin stendur í vegi fyrir hagræðingu Samkvæmt lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna njóta þeir langtum ríkari uppsagnarverndar en launþegar á almennum vinnumarkaði. Ekki er hægt að segja upp starfsmanni nema veita honum áminningu fyrst – og það er ákaflega óalgengt. Jafnvel fólki sem hefur yfirfært á starfið hina göfugu hugmyndafræði úr íþróttunum um að það skipti ekki öllu máli að vinna, heldur að vera með, er sjaldnast sagt upp fyrir að afkasta litlu. Fullyrða má að ríkisstarfsmaður sé ekki áminntur nema fyrir alvarleg afglöp í starfi. Við það bætist að ákvarðanir um ráðningu og uppsögn opinberra starfsmanna eru í raun stjórnvaldsákvarðanir, sem gerir starfsmannahald hjá hinu opinbera gríðarlega þungt í vöfum. Kannanir á meðal forstöðumanna ríkisstofnana hafa ítrekað sýnt að þeir telja lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Flestir sem rekið hafa einkafyrirtæki hafa kynnzt þeim erfiða veruleika að þurfa jafnvel að segja upp góðum starfsmönnum vegna þess að illa gengur í rekstrinum og enginn kostur er annar en að lækka kostnað. Hjá hinu opinbera er það hins vegar svo að þótt gerð sé krafa á stofnanir um hagræðingu geta þær í raun ekki sagt fólki upp – nema þá með trixum eins og að leggja niður stofnanir og störf. Breyting á lagarammanum er lykill að árangri Breyting á þessum lagaramma er algjört lykilatriði ef hagræðing í ríkisrekstrinum á að skila árangri. Það þurfa að gilda almennar reglur hjá ríkinu sem koma í veg fyrir að t.d. frændhygli eða pólitísk tengsl spili inn í mannaráðningar og starfsmannahald, en að öðru leyti ættu að gilda sömu reglur um ráðningar og starfslok og á almenna vinnumarkaðnum. Slíkt myndi gera ríkisreksturinn hagkvæmari, skilvirkari og sveigjanlegri – og auðvelda mjög hagræðingu þegar hennar er þörf, eins og einmitt núna í glímunni við verðbólguna. Fækkun starfsmanna, án lagabreytingar, þýðir að um er að ræða náttúrulega fækkun án þess að ráðið sé nýtt og öflugt fólk. Þannig haldast þeir í starfi sem mögulega valda því ekki og fært fólk sem vill starfa hjá hinu opinbera kemst ekki að. Ef gerð er breyting á þeim reglum sem gilda um uppsagnir er stjórnendum hjá ríkinu hins vegar gert auðveldara fyrir að fækka um hina óhagkvæmu starfsmenn til að ná fram hagræðingu og jafnvel ráða inn aðra starfsmenn sem eru líklegir til að auka afköst og bæta þjónustu viðkomandi stofnana. Svona eins og gerist í fyrirtækjum á almennum markaði. Ef forsætisráðherra er alvara með að það þurfi að fækka starfsmönnum hjá ríkinu og lækka útgjöld ætti hún að beita sér fyrir breytingum á starfsmannalöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Á forsíðum dagblaðanna í morgun er fjallað um glímu ríkisstjórnarinnar við ríkisútgjöldin, sem hún verður að hemja til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Morgunblaðið segir aukið aðhald í ríkisrekstri blasa við í fjármálaáætlun, sem lögð verður fram á Alþingi á morgun. Fréttablaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að aukið aðhald geti þýtt fækkun ríkisstarfsmanna og fækkun verkefna ríkisins. Fréttablaðið vitnar til nýlegrar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda. Á meðal niðurstaðna hennar er að starfsmönnum ríkisins og sveitarfélaga fjölgaði um 21,4% á sex ára tímabili, 2015-2021. Á sama tíma fjölgaði fólki á almennum vinnumarkaði um 3%. Það er út af fyrir sig áhyggjuefni. Talsmenn opinberra starfsmanna hafa í kjölfar útgáfu skýrslunnar reynt að útmála hana sem einhvers konar árás á grunnþjónustu hins opinbera; heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið. Það er fjarri sanni. í skýrslunni kemur skýrt fram, eins og tekið var fram í frétt Fréttablaðsins í morgun, að langmesta fjölgun starfsmanna undanfarin ár er í opinberri stjórnsýslu, þ.e. ekki í mennta- eða heilbrigðiskerfinu heldur ýmsum öðrum stofnunum. Þar fjölgaði starfsmönnum hins opinbera um 4.600 á áðurnefndu tímabili, eða um heil sextíu prósent! Hærri laun í opinberri stjórnsýslu en víðast á vinnumarkaði Önnur meginniðurstaða skýrslunnar er að í opinberri stjórnsýslu eru laun orðin betri en almennt gerist á almennum vinnumarkaði. „Þegar borið er saman meðaltal greiddra launa í einkennandi greinum hins opinbera og hjá öðrum starfsstéttum sést að þau eru töluvert hærri hjá þeim er starfa við opinbera stjórnsýslu en í flestum öðrum atvinnugreinum. Munar þar um 12% á meðaltali allra starfsgreina,“ segir í skýrslu Intellecon. Í niðurstöðum skýrslunnar segir enn fremur: „Laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn. Greidd laun í opinberri stjórnsýslu eru almennt mun hærri en í flestum öðrum starfsgreinum.“ Gögnin sem Intellecon greindi staðfesta í raun aðeins það sem við hjá FA höfum heyrt í vaxandi mæli frá félagsmönnum okkar undanfarin ár; að einkafyrirtæki eiga orðið í mesta basli með að keppa um starfsfólk við hið opinbera. Launin eru sambærileg eða betri, lífeyrisréttindin til framtíðar þau sömu, vinnutíminn mun þægilegri. Þetta þarf ekki að vera alslæmt – auðvitað þarf hið opinbera að geta fengið hæft starfsfólk, rétt eins og einkageirinn. En sú spurning vaknar óneitanlega þegar þessar staðreyndir liggja fyrir, hvort líka sé ástæða til að opinberir starfsmenn njóti mun ríkara starfsöryggis en almennir launþegar. Sú er raunin ef við höldum áfram að vera með tvískipta löggjöf um réttindi og skyldur fólks á vinnumarkaði þrátt fyrir að kjörin hafi verið jöfnuð eins og raun ber vitni. Starfsmannalöggjöfin stendur í vegi fyrir hagræðingu Samkvæmt lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna njóta þeir langtum ríkari uppsagnarverndar en launþegar á almennum vinnumarkaði. Ekki er hægt að segja upp starfsmanni nema veita honum áminningu fyrst – og það er ákaflega óalgengt. Jafnvel fólki sem hefur yfirfært á starfið hina göfugu hugmyndafræði úr íþróttunum um að það skipti ekki öllu máli að vinna, heldur að vera með, er sjaldnast sagt upp fyrir að afkasta litlu. Fullyrða má að ríkisstarfsmaður sé ekki áminntur nema fyrir alvarleg afglöp í starfi. Við það bætist að ákvarðanir um ráðningu og uppsögn opinberra starfsmanna eru í raun stjórnvaldsákvarðanir, sem gerir starfsmannahald hjá hinu opinbera gríðarlega þungt í vöfum. Kannanir á meðal forstöðumanna ríkisstofnana hafa ítrekað sýnt að þeir telja lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins standa í vegi fyrir skilvirkni, hagræðingu og bættri þjónustu í opinberum rekstri. Flestir sem rekið hafa einkafyrirtæki hafa kynnzt þeim erfiða veruleika að þurfa jafnvel að segja upp góðum starfsmönnum vegna þess að illa gengur í rekstrinum og enginn kostur er annar en að lækka kostnað. Hjá hinu opinbera er það hins vegar svo að þótt gerð sé krafa á stofnanir um hagræðingu geta þær í raun ekki sagt fólki upp – nema þá með trixum eins og að leggja niður stofnanir og störf. Breyting á lagarammanum er lykill að árangri Breyting á þessum lagaramma er algjört lykilatriði ef hagræðing í ríkisrekstrinum á að skila árangri. Það þurfa að gilda almennar reglur hjá ríkinu sem koma í veg fyrir að t.d. frændhygli eða pólitísk tengsl spili inn í mannaráðningar og starfsmannahald, en að öðru leyti ættu að gilda sömu reglur um ráðningar og starfslok og á almenna vinnumarkaðnum. Slíkt myndi gera ríkisreksturinn hagkvæmari, skilvirkari og sveigjanlegri – og auðvelda mjög hagræðingu þegar hennar er þörf, eins og einmitt núna í glímunni við verðbólguna. Fækkun starfsmanna, án lagabreytingar, þýðir að um er að ræða náttúrulega fækkun án þess að ráðið sé nýtt og öflugt fólk. Þannig haldast þeir í starfi sem mögulega valda því ekki og fært fólk sem vill starfa hjá hinu opinbera kemst ekki að. Ef gerð er breyting á þeim reglum sem gilda um uppsagnir er stjórnendum hjá ríkinu hins vegar gert auðveldara fyrir að fækka um hina óhagkvæmu starfsmenn til að ná fram hagræðingu og jafnvel ráða inn aðra starfsmenn sem eru líklegir til að auka afköst og bæta þjónustu viðkomandi stofnana. Svona eins og gerist í fyrirtækjum á almennum markaði. Ef forsætisráðherra er alvara með að það þurfi að fækka starfsmönnum hjá ríkinu og lækka útgjöld ætti hún að beita sér fyrir breytingum á starfsmannalöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun