Gervigreind og hugvísindi Gauti Kristmannsson skrifar 29. mars 2023 09:30 Ég held að það hafi verið í kringum 1990 að fyrsti verkfræðingurinn sagði mér í óspurðum fréttum að tölvur myndu taka þýðingastarfið af mér innan þriggja ára. Ég hef heyrt það á þriggja ára fresti síðan, en ekki er komið að því enn. Nú er mikið rætt um gervigreind og að hún muni taka mikið af störfum fólks þar sem ódýrara verði að nota hana en raunverulega greind fólks. Hávaðinn í kringum gervigreindina minnir mig á fyrri spádóma, en þó hefur mest verið rætt um bullið sem kemur út úr þessari tækni, því hún skáldar bara í eyður rétt eins og ég reyndi einu sinni í skóla, ólesinn í tíma í setningafræði. Kennarinn horfði á mig augnablik eins og ég hefði sagt eitthvað snilldarlegt, ég var við það að anda léttar. „Kolvitlaust,“ sagði hann svo og ég kafroðnaði auðvitað. Gervigreindin hefur ekki þennan hæfileika, að roðna þegar hún bullar. Að vísu biðst hún stundum afsökunar þegar hún er leiðrétt, en hún skammast sín ekkert. En hvað getur gervigreindin gert virkilega vel? Hún ætti að geta reiknað mjög vel og unnið upp úr gögnum á fyrir fram gefnum forsendum. Það er miklu áhugaverðara heldur en að lesa kolvitlausan þvætting þar sem skáldað er í eyðurnar þegar hún er að veita upplýsingar. Hvaða afleiðingar gæti það haft? Jú, hægt er að láta hana um mörg mjög stærðfræðileg og tæknileg verkefni. Hún ætti til dæmis að geta reiknað burðarþol bygginga, verkfræðingurinn getur farið á eftirlaun, eða hvað? Arkitektinn er kannski hólpnari, hann þarf fagurfræðilega hugsun, en hús eru ekki alltaf teiknuð á þeim forsendum og það getur verið að margur verktakinn noti bara gervigreind til að teikna enn eina blokkina í enn einu úthverfinu. Fjölmörg önnur störf eru líkleg til að falla í valinn, mætti ætla, ef gervigreindinni verður talið treystandi. Endurskoðun reikninga, gerð ársskýrslna og annað sem byggir á gefnum forsendum og sífelldum endurtekningum á sömu hlutum. Líkast til mætti treysta niðurstöðum hennar betur en sumra mennskra ef marka má það sem fram kom í Hruninu, því hún skilur ekki hvernig eigi að „fegra“ bókhaldið. Hugsa mætti sér að gervigreindin greini sjúkdómseinkenni og niðurstöður blóðrannsókna og gæti þá kannski komið með sjúkdómgreiningu og mælt með meðferð; það myndi áreiðanlega létta mikið á heilbrigðiskerfinu. Hún gæti líka gert fjárlög fyrir ríkið, það eru allt reiknanlegar forsendur í þeim og stjórnmálamenn gætu einfaldlega bætt við pólitískum forsendum sínum og sparað heilu og hálfu ráðuneytin við að ganga frá þessum útreikningum. „Báknið burt,“ sögðu einhver. Mikið hefur einnig verið rætt um áherslu á svokallaðar STEM greinar (það sem áður var kallað raungreinar, vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði (telst stærðfræði þá ekki til vísinda?)) og ráðherra háskólamála leggur áherslu á að styrkja þær sérstaklega. Það er gott og blessað, en er nokkur þörf á því, gervigreindin tekur þetta innan þriggja ára, eða hvað? Auðvitað er það orðum aukið, gervigreindin getur vissulega vel unnið með margt af þeim forsendum sem raungreinar nota til komast að niðurstöðum sínum, en það sem fleytir þeim áfram er frumleg hugsun sem sveigir frá forsendunum og fer út „fyrir kassann“ (tölvuna?) eins og vinsælt er að segja. Frumleg hugsun er líka nauðsynleg í raunvísindum. Og hvað getur gervigreindin ekki og vísast ekki í fyrirsjáanlegri framtíð? Hún getur einmitt ekki hugsað frumlega, hún vinnur einungis úr fyrirliggjandi gögnum og getur því ekki per definitionem hugsað frumlega, ekki greint huglæg fyrirbæri og lagt á þau fræðilegt mat sem byggir á því að sjá og skynja þennan frumleika. Hún getur vissulega lesið yfir ritgerð eða skáldskap og leiðrétt villur, en hún getur ekki metið hvort þetta er frumleg nýsköpun, hún hefur bara þær reglur sem fyrir liggja og veit ekki annað. Hún gerir sér ekki neina grein fyrir því hvaða tilfinningar frumsköpun getur vakið því hún hefur engar sjálf og því engar forsendur til að meta þær. Fyrir henni er skýrsla SS foringja í Auschwitz og sögur á borð við Ef þetta er maður eftir Primo Levi bara tveir textar um sama fyrirbærið. Hún getur samið ljóð, sögur, ritgerðir, talað um heimspeki, talið upp sagnfræðilegar staðreyndir (eða búið til nýjar út í bláinn), en hún getur ekki gert það með frumlegri nýrri túlkun því hún hún hefur engan frumleika í sér, aðeins fyrirliggjandi gögn og einu gildir hversu mikið magn þeirra verður, hún getur þetta ekki. Hvernig ætti gervigreind að koma með nýja og frumlega orðræðugreiningu á textum, hugmyndafræði og þess vegna stjórnmálum? Hún gæti hermt eftir því sem fyrir liggur, ekkert annað. En á tímum þar sem upplýsingaóreiðan hefur aldrei verið meiri hefur aldrei verið meiri þörf fyrir fólk sem getur unnið og metið upplýsingar á mannrænan og mannvænan hátt, með frumlegri hugsun. Hugvísindi eru að verða æ mikilvægari til að veita mannkyninu þau tæki sem nauðsynleg eru til að við endum ekki öll í einhverri Metropolis í fullkomnu tilgangsleysi tilverunnar. Hugvísindi eru móteitrið við því sem eitrað er í gervigreindinni. Höfundur er deildarorseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Gauti Kristmannsson Skóla - og menntamál Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Ég held að það hafi verið í kringum 1990 að fyrsti verkfræðingurinn sagði mér í óspurðum fréttum að tölvur myndu taka þýðingastarfið af mér innan þriggja ára. Ég hef heyrt það á þriggja ára fresti síðan, en ekki er komið að því enn. Nú er mikið rætt um gervigreind og að hún muni taka mikið af störfum fólks þar sem ódýrara verði að nota hana en raunverulega greind fólks. Hávaðinn í kringum gervigreindina minnir mig á fyrri spádóma, en þó hefur mest verið rætt um bullið sem kemur út úr þessari tækni, því hún skáldar bara í eyður rétt eins og ég reyndi einu sinni í skóla, ólesinn í tíma í setningafræði. Kennarinn horfði á mig augnablik eins og ég hefði sagt eitthvað snilldarlegt, ég var við það að anda léttar. „Kolvitlaust,“ sagði hann svo og ég kafroðnaði auðvitað. Gervigreindin hefur ekki þennan hæfileika, að roðna þegar hún bullar. Að vísu biðst hún stundum afsökunar þegar hún er leiðrétt, en hún skammast sín ekkert. En hvað getur gervigreindin gert virkilega vel? Hún ætti að geta reiknað mjög vel og unnið upp úr gögnum á fyrir fram gefnum forsendum. Það er miklu áhugaverðara heldur en að lesa kolvitlausan þvætting þar sem skáldað er í eyðurnar þegar hún er að veita upplýsingar. Hvaða afleiðingar gæti það haft? Jú, hægt er að láta hana um mörg mjög stærðfræðileg og tæknileg verkefni. Hún ætti til dæmis að geta reiknað burðarþol bygginga, verkfræðingurinn getur farið á eftirlaun, eða hvað? Arkitektinn er kannski hólpnari, hann þarf fagurfræðilega hugsun, en hús eru ekki alltaf teiknuð á þeim forsendum og það getur verið að margur verktakinn noti bara gervigreind til að teikna enn eina blokkina í enn einu úthverfinu. Fjölmörg önnur störf eru líkleg til að falla í valinn, mætti ætla, ef gervigreindinni verður talið treystandi. Endurskoðun reikninga, gerð ársskýrslna og annað sem byggir á gefnum forsendum og sífelldum endurtekningum á sömu hlutum. Líkast til mætti treysta niðurstöðum hennar betur en sumra mennskra ef marka má það sem fram kom í Hruninu, því hún skilur ekki hvernig eigi að „fegra“ bókhaldið. Hugsa mætti sér að gervigreindin greini sjúkdómseinkenni og niðurstöður blóðrannsókna og gæti þá kannski komið með sjúkdómgreiningu og mælt með meðferð; það myndi áreiðanlega létta mikið á heilbrigðiskerfinu. Hún gæti líka gert fjárlög fyrir ríkið, það eru allt reiknanlegar forsendur í þeim og stjórnmálamenn gætu einfaldlega bætt við pólitískum forsendum sínum og sparað heilu og hálfu ráðuneytin við að ganga frá þessum útreikningum. „Báknið burt,“ sögðu einhver. Mikið hefur einnig verið rætt um áherslu á svokallaðar STEM greinar (það sem áður var kallað raungreinar, vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði (telst stærðfræði þá ekki til vísinda?)) og ráðherra háskólamála leggur áherslu á að styrkja þær sérstaklega. Það er gott og blessað, en er nokkur þörf á því, gervigreindin tekur þetta innan þriggja ára, eða hvað? Auðvitað er það orðum aukið, gervigreindin getur vissulega vel unnið með margt af þeim forsendum sem raungreinar nota til komast að niðurstöðum sínum, en það sem fleytir þeim áfram er frumleg hugsun sem sveigir frá forsendunum og fer út „fyrir kassann“ (tölvuna?) eins og vinsælt er að segja. Frumleg hugsun er líka nauðsynleg í raunvísindum. Og hvað getur gervigreindin ekki og vísast ekki í fyrirsjáanlegri framtíð? Hún getur einmitt ekki hugsað frumlega, hún vinnur einungis úr fyrirliggjandi gögnum og getur því ekki per definitionem hugsað frumlega, ekki greint huglæg fyrirbæri og lagt á þau fræðilegt mat sem byggir á því að sjá og skynja þennan frumleika. Hún getur vissulega lesið yfir ritgerð eða skáldskap og leiðrétt villur, en hún getur ekki metið hvort þetta er frumleg nýsköpun, hún hefur bara þær reglur sem fyrir liggja og veit ekki annað. Hún gerir sér ekki neina grein fyrir því hvaða tilfinningar frumsköpun getur vakið því hún hefur engar sjálf og því engar forsendur til að meta þær. Fyrir henni er skýrsla SS foringja í Auschwitz og sögur á borð við Ef þetta er maður eftir Primo Levi bara tveir textar um sama fyrirbærið. Hún getur samið ljóð, sögur, ritgerðir, talað um heimspeki, talið upp sagnfræðilegar staðreyndir (eða búið til nýjar út í bláinn), en hún getur ekki gert það með frumlegri nýrri túlkun því hún hún hefur engan frumleika í sér, aðeins fyrirliggjandi gögn og einu gildir hversu mikið magn þeirra verður, hún getur þetta ekki. Hvernig ætti gervigreind að koma með nýja og frumlega orðræðugreiningu á textum, hugmyndafræði og þess vegna stjórnmálum? Hún gæti hermt eftir því sem fyrir liggur, ekkert annað. En á tímum þar sem upplýsingaóreiðan hefur aldrei verið meiri hefur aldrei verið meiri þörf fyrir fólk sem getur unnið og metið upplýsingar á mannrænan og mannvænan hátt, með frumlegri hugsun. Hugvísindi eru að verða æ mikilvægari til að veita mannkyninu þau tæki sem nauðsynleg eru til að við endum ekki öll í einhverri Metropolis í fullkomnu tilgangsleysi tilverunnar. Hugvísindi eru móteitrið við því sem eitrað er í gervigreindinni. Höfundur er deildarorseti Íslensku- og menningardeildar HÍ og prófessor í þýðingarfræði.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun