Björgvin sendi skilaboðin: Vildi að Kristján setti heilsuna í fyrsta sæti Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 10:09 Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru samherjar í íslenska landsliðinu og léku á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi. Í opinni færslu á Facebook segist Björgvin hafa viljað fá Kristján til að setja eigin heilsu í fyrsta sæti, þegar hann sendi honum skilaboð kvöldið fyrir leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni í febrúar. „Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið,“ skrifar Björgvin. Kristján hafði tæpri viku fyrir leikinn við Val greint frá því í viðtali við Vísi að hann glímdi við kulnun og væri því í leyfi frá handbolta. Hann ákvað hins vegar að ferðast með PAUC heim til Íslands vegna Evrópuleiksins og endaði á að spila leikinn sem hann segir að eftir á að hyggja hafi verið mistök. Kristjáni sárnuðu engu að síður skilaboðin frá Björgvini sem hann fékk send fyrir leik: „Hann sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í morgun. „Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ sagði Kristján. Björgvin lét forseta PAUC heyra það Björgvin segir í færslu sinni að hann hafi fundið sig knúinn til að senda Kristjáni skilaboð þar sem hann hafi grunað að þjálfari og stjórn PAUC væri að setja á hann pressu á að spila. Björgvin hafi óttast að enginn væri að hugsa um hag Kristjáns. Eftir leikinn segist Björgvin hafa gengið á forseta PAUC og látið óánægju sína í ljós með að Kristján skyldi spila leikinn. „Það samtal endaði á að stíga [sic] þurfti mig og forseta PAUC í sundur af fyrirliða PAUC sem tók undir allt sem ég sagði og sagði sjálfur félagið hefði aldrei átt að láta Kristján spila. Þessi tiltekni forseti lét allskonar óviðeigandi orð falla og sagði mig greinilega ekki skilja andlega veikindi. Sá hinn sami og mögulega Kristján einnig þekkja mína sögu líklega ekki nægilega vel,“ skrifar Björgvin en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Evrópudeild karla í handbolta Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Í opinni færslu á Facebook segist Björgvin hafa viljað fá Kristján til að setja eigin heilsu í fyrsta sæti, þegar hann sendi honum skilaboð kvöldið fyrir leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni í febrúar. „Án þess að fara of ítaralega ofan í þessu skilaboð, sem ég hélt að væru okkar á milli, þá var tilgangur þeirra að fá hann til þess að endurhugsa endurkomuna og fá hann til að setja heilsuna í fyrsta sætið,“ skrifar Björgvin. Kristján hafði tæpri viku fyrir leikinn við Val greint frá því í viðtali við Vísi að hann glímdi við kulnun og væri því í leyfi frá handbolta. Hann ákvað hins vegar að ferðast með PAUC heim til Íslands vegna Evrópuleiksins og endaði á að spila leikinn sem hann segir að eftir á að hyggja hafi verið mistök. Kristjáni sárnuðu engu að síður skilaboðin frá Björgvini sem hann fékk send fyrir leik: „Hann sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin,“ sagði Kristján í viðtali við Vísi í morgun. „Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ sagði Kristján. Björgvin lét forseta PAUC heyra það Björgvin segir í færslu sinni að hann hafi fundið sig knúinn til að senda Kristjáni skilaboð þar sem hann hafi grunað að þjálfari og stjórn PAUC væri að setja á hann pressu á að spila. Björgvin hafi óttast að enginn væri að hugsa um hag Kristjáns. Eftir leikinn segist Björgvin hafa gengið á forseta PAUC og látið óánægju sína í ljós með að Kristján skyldi spila leikinn. „Það samtal endaði á að stíga [sic] þurfti mig og forseta PAUC í sundur af fyrirliða PAUC sem tók undir allt sem ég sagði og sagði sjálfur félagið hefði aldrei átt að láta Kristján spila. Þessi tiltekni forseti lét allskonar óviðeigandi orð falla og sagði mig greinilega ekki skilja andlega veikindi. Sá hinn sami og mögulega Kristján einnig þekkja mína sögu líklega ekki nægilega vel,“ skrifar Björgvin en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan.
Evrópudeild karla í handbolta Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira