Að vinna með fyrrverandi Gyða Hjartardóttir skrifar 10. maí 2023 11:30 Það getur verið flókið og sársaukafullt ferli að skilja. Áskoranir foreldra í tengslum við skilnað eru þekktar og er það staðfest með rannsóknum að líkamleg og andleg líðan fráskilinna foreldra fyrst á eftir skilnaðinn er almennt verri en annarra foreldra. Það er því eðlilegt að fólk upplifi áskoranir í tengslum við og í kjölfar skilnaðar, sem getur haft áhrif á getu til þess að takast á við þær áskoranir sem við vitum að fylgja því að takast á við nýtt líf eftir skilnað, eins og að fara úr parsambandi yfir í foreldrasamstarf. Fjölmargar rannsóknir sýna jafnframt að hátt átakastig hefur hvað neikvæðust áhrif á börn eftir skilnað foreldra. Áberandi er skert vellíðan barnanna á fimm meginsviðum og fer versnandi eftir því sem átakastig á milli foreldra hækkar. Ágreiningur foreldra hefur hvað mest neikvæð áhrif á foreldrasamband á milli foreldra og barna, á líkamlega og andlega vellíðan barna, á félagslega vellíðan í tengslum við vini og vellíðan barna í skólanum. Það er því til mikils að vinna fyrir börn og foreldra að leggja sig fram og gera það sem við vitum að dregur úr þessum neikvæðu áhrifum. Eitt af því sem hefur sýnt sig að skila foreldrum hvað mestum árangri eftir skilnað er að líta á foreldrasamstarfið og hitt foreldrið eins og að eiga góðan samstarfsfélaga á vinnustað. Góðir samstarfsfélagar þurfa ekki að elska hvort annað og líta ekki endilega á hvort annað sem vini, en þeir tala kurteislega saman og vinna saman að ýmsum verkefnum. Góðir samstarfsfélagar tala oft saman en aðallega um verkefni tengd börnunum og síður um einkalíf sitt eða tilfinningar. Góðir samstarfélagar treysta hvort öðru sem foreldri og hafa lokið parasambandinu. Góðir samstarfsfélagar geta alveg fundið fyrir erfiðum tilfinningum í garð hvors annars en þeim tekst iðulega að ná málamiðlun um börnin og horfa fram hjá því sem veldur þeim gremju. Því ósk þeirra um að gera það sem er börnunum fyrir bestu vegur þyngra en tilfinningar þeirra sjálfra. Í öllu góðu samstarfi getur komið upp sú staða að fólk sé ekki sammála og þá getur gagnast að hugsa hvernig þið mynduð tala eða skrifa til samstarfsfélaga á vinnustað og þannig einbeita sér að markmiðinu en láta ekki tilfinningarnar taka yfir. Þá getur skipt máli að skapa skýra ramma, sem getur komið í veg fyrir misskilning og óþægilegar uppákomur, eins og að ákveða fyrirfram hvar eigi að hittast, tíma og tímalengd, hvað eigi að ræða og fylgja dagskrá til að fara ekki að tala um gömul mál og særindi. Jafnframt að vera búin að ákveða nokkrar grunnreglur, eins og að grípa ekki fram í fyrir hvort öðru, að hlusta á hvort annað og tala kurteislega þrátt fyrir að vera ekki sammála. Með þessu móti er hægt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn (og fullorðna), þar sem lögð er áhersla á að daglegt líf barnanna gangi vel fyrir sig með sameiginlegum römmum, mörkum og samkomulagi. Það ferli er ekki auðvelt og yfirleitt ekki án áskorana, en engu að síður mjög gerlegt og mikilvægt, einkum til að tryggja að börnunum líði sem best, um það snýst samvinnan. Það verður ekki of oft sagt að það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið mestum skaða gagnvart börnum heldur það hvernig staðið er að honum og þar getum við haft áhrif til góðs. Höfundur er umsjónar- og ábyrgðaraðili www.samvinnaeftirskilnad.is á Íslandi og einn af eigendum www.skilnaður.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið og sársaukafullt ferli að skilja. Áskoranir foreldra í tengslum við skilnað eru þekktar og er það staðfest með rannsóknum að líkamleg og andleg líðan fráskilinna foreldra fyrst á eftir skilnaðinn er almennt verri en annarra foreldra. Það er því eðlilegt að fólk upplifi áskoranir í tengslum við og í kjölfar skilnaðar, sem getur haft áhrif á getu til þess að takast á við þær áskoranir sem við vitum að fylgja því að takast á við nýtt líf eftir skilnað, eins og að fara úr parsambandi yfir í foreldrasamstarf. Fjölmargar rannsóknir sýna jafnframt að hátt átakastig hefur hvað neikvæðust áhrif á börn eftir skilnað foreldra. Áberandi er skert vellíðan barnanna á fimm meginsviðum og fer versnandi eftir því sem átakastig á milli foreldra hækkar. Ágreiningur foreldra hefur hvað mest neikvæð áhrif á foreldrasamband á milli foreldra og barna, á líkamlega og andlega vellíðan barna, á félagslega vellíðan í tengslum við vini og vellíðan barna í skólanum. Það er því til mikils að vinna fyrir börn og foreldra að leggja sig fram og gera það sem við vitum að dregur úr þessum neikvæðu áhrifum. Eitt af því sem hefur sýnt sig að skila foreldrum hvað mestum árangri eftir skilnað er að líta á foreldrasamstarfið og hitt foreldrið eins og að eiga góðan samstarfsfélaga á vinnustað. Góðir samstarfsfélagar þurfa ekki að elska hvort annað og líta ekki endilega á hvort annað sem vini, en þeir tala kurteislega saman og vinna saman að ýmsum verkefnum. Góðir samstarfsfélagar tala oft saman en aðallega um verkefni tengd börnunum og síður um einkalíf sitt eða tilfinningar. Góðir samstarfélagar treysta hvort öðru sem foreldri og hafa lokið parasambandinu. Góðir samstarfsfélagar geta alveg fundið fyrir erfiðum tilfinningum í garð hvors annars en þeim tekst iðulega að ná málamiðlun um börnin og horfa fram hjá því sem veldur þeim gremju. Því ósk þeirra um að gera það sem er börnunum fyrir bestu vegur þyngra en tilfinningar þeirra sjálfra. Í öllu góðu samstarfi getur komið upp sú staða að fólk sé ekki sammála og þá getur gagnast að hugsa hvernig þið mynduð tala eða skrifa til samstarfsfélaga á vinnustað og þannig einbeita sér að markmiðinu en láta ekki tilfinningarnar taka yfir. Þá getur skipt máli að skapa skýra ramma, sem getur komið í veg fyrir misskilning og óþægilegar uppákomur, eins og að ákveða fyrirfram hvar eigi að hittast, tíma og tímalengd, hvað eigi að ræða og fylgja dagskrá til að fara ekki að tala um gömul mál og særindi. Jafnframt að vera búin að ákveða nokkrar grunnreglur, eins og að grípa ekki fram í fyrir hvort öðru, að hlusta á hvort annað og tala kurteislega þrátt fyrir að vera ekki sammála. Með þessu móti er hægt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn (og fullorðna), þar sem lögð er áhersla á að daglegt líf barnanna gangi vel fyrir sig með sameiginlegum römmum, mörkum og samkomulagi. Það ferli er ekki auðvelt og yfirleitt ekki án áskorana, en engu að síður mjög gerlegt og mikilvægt, einkum til að tryggja að börnunum líði sem best, um það snýst samvinnan. Það verður ekki of oft sagt að það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið mestum skaða gagnvart börnum heldur það hvernig staðið er að honum og þar getum við haft áhrif til góðs. Höfundur er umsjónar- og ábyrgðaraðili www.samvinnaeftirskilnad.is á Íslandi og einn af eigendum www.skilnaður.is.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar