Hver á að bera skaðann? Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar 13. maí 2023 08:00 Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara. Allt kemur þetta vegna síendurtekinna þrálátra árása og kærum frá fáum einstaklingum búsettum á Kjalarnesinu og Mosfellsbænum, nánar tiltekið þrenn pör búsett á Kjalarnesi og eitt úr Mosó. Alveg er það magnað að skipulagssvið og heilbrigðissvið Reykjavíkurborgar ásamt ráðuneyti Umhverfis og auðlindamála geti ekki með nokkru móti unnið vinnu sína svo vel sé. Nú hafa bæði skotfélögin á Álsnesi orðið fyrir miklu tjóni, líkt og áður hefur verið sagt, svo ekki sé nefnt allt skotíþróttasamfélagið í heild vegna þessara endalausu árása sem staðið hafa yfir í góðan áratug, nú er nóg komið. Íþróttaskotfimi er heimsþekkt íþróttagrein sem er stunduð í flestum löndum heimskringlunar í sátt og samlindi við nágranna og umhverfi. Íþróttin á sennilega hvað dýpstu rætur að rekja þegar kemur að aldri og hefðum innan íþrótta sem hafa verið stunduð í heiminum. Það er alveg til ólíkinda hvað þessari íþrótt hefur verið sýndur lítill skilningur og virðing í landi sem er upprunnið úr veiðisamfélagi. Ríki, borg, bæjarfélög um allt land og ÍSÍ hafa dregið lappirnar út í eitt við að veita þessari íþrótt brautargengi á íslandi með því að efla félögin með viðeigandi uppsetningu á æfingasvæðum sem búa að því að vernda þá sem stunda íþróttina, draga úr hávaða út fyrir svæðin og draga úr umhverfismengun. Allt er þetta hægt að gera á mjög einfaldan máta og með litlum langtímakostnaði en skammsýni ofangreindra (Borg, bæir, ríki, ÍSÍ) er svo mikil að ekkert er gert... algjörlega til skammar. Gefið er leyfi til að leggja heilu tugina, ef ekki hundruði, hektara undir golfvelli með fjárstuðningi ÍSÍ. Tilheyrandi jarðrask við gerð vallana, mengun frá sláttutraktorum sem fara um vellina nokkrum sinnum á dag, skilar hellings mengun og kolefnissporum en engin talar um slíkt. En ef íþróttafélag sem leggur stund á íþróttaskotfimi biður um varanlegt svæði er ekkert gert því svæðið sem fer undir þá íþróttastarfsemi gæti orðið dýrmætt iðnaðarsvæði í framtíðinni en svæðið undir golfvellinum er það ekki, það má nefnilega ekki styðja við íþróttagrein sem tekur sama pláss og mögulega ein stutt braut á gólfvelli. Hvenær ætlar íþróttahreyfingin að fara taka hausinn úr sandinum, stíga upp og styðja elstu íþróttagrein landsins með almennilegum fjárstuðningi og staðstuðningi. Skammarleg framkoma sem hér sést. Vitað er að sundabrautinni er ætlað að koma yfir Kollafjörðin á svipuðum stað og Skotreyn er staðsett að sunnanverðu og kemur niður við begjuna upp úr Kollafirðinum að norðan verðu. Einnig er vitað að Kjalarnesið allt verður mjög verðmætt byggingarland ef / þegar Sundabrautin kemur. Ofangreindir landeigendur á Kjalarnesi eiga auðsjáanlega hagsmuna að gæta þegar kemur að landi undir byggingarland. Skildi það hafa eitthvað að gera með þessar látlausu árásir að ábúendur á annari jörðinni eru að reka byggingarfyrirtæki... spurning? En hver á að bera skaðann sem komin er? Eru það skotíþróttafélögin, Íþróttasambandið, borgin, eða þeir sem hafa haldið uppi linnulausum árásunum á skotfélögin á Álsnesinu, að virðist vera fyrir eigin hagsmuni. Höfundur er iðkandi í íþróttaskotfimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotvopn Reykjavík Skipulag Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara. Allt kemur þetta vegna síendurtekinna þrálátra árása og kærum frá fáum einstaklingum búsettum á Kjalarnesinu og Mosfellsbænum, nánar tiltekið þrenn pör búsett á Kjalarnesi og eitt úr Mosó. Alveg er það magnað að skipulagssvið og heilbrigðissvið Reykjavíkurborgar ásamt ráðuneyti Umhverfis og auðlindamála geti ekki með nokkru móti unnið vinnu sína svo vel sé. Nú hafa bæði skotfélögin á Álsnesi orðið fyrir miklu tjóni, líkt og áður hefur verið sagt, svo ekki sé nefnt allt skotíþróttasamfélagið í heild vegna þessara endalausu árása sem staðið hafa yfir í góðan áratug, nú er nóg komið. Íþróttaskotfimi er heimsþekkt íþróttagrein sem er stunduð í flestum löndum heimskringlunar í sátt og samlindi við nágranna og umhverfi. Íþróttin á sennilega hvað dýpstu rætur að rekja þegar kemur að aldri og hefðum innan íþrótta sem hafa verið stunduð í heiminum. Það er alveg til ólíkinda hvað þessari íþrótt hefur verið sýndur lítill skilningur og virðing í landi sem er upprunnið úr veiðisamfélagi. Ríki, borg, bæjarfélög um allt land og ÍSÍ hafa dregið lappirnar út í eitt við að veita þessari íþrótt brautargengi á íslandi með því að efla félögin með viðeigandi uppsetningu á æfingasvæðum sem búa að því að vernda þá sem stunda íþróttina, draga úr hávaða út fyrir svæðin og draga úr umhverfismengun. Allt er þetta hægt að gera á mjög einfaldan máta og með litlum langtímakostnaði en skammsýni ofangreindra (Borg, bæir, ríki, ÍSÍ) er svo mikil að ekkert er gert... algjörlega til skammar. Gefið er leyfi til að leggja heilu tugina, ef ekki hundruði, hektara undir golfvelli með fjárstuðningi ÍSÍ. Tilheyrandi jarðrask við gerð vallana, mengun frá sláttutraktorum sem fara um vellina nokkrum sinnum á dag, skilar hellings mengun og kolefnissporum en engin talar um slíkt. En ef íþróttafélag sem leggur stund á íþróttaskotfimi biður um varanlegt svæði er ekkert gert því svæðið sem fer undir þá íþróttastarfsemi gæti orðið dýrmætt iðnaðarsvæði í framtíðinni en svæðið undir golfvellinum er það ekki, það má nefnilega ekki styðja við íþróttagrein sem tekur sama pláss og mögulega ein stutt braut á gólfvelli. Hvenær ætlar íþróttahreyfingin að fara taka hausinn úr sandinum, stíga upp og styðja elstu íþróttagrein landsins með almennilegum fjárstuðningi og staðstuðningi. Skammarleg framkoma sem hér sést. Vitað er að sundabrautinni er ætlað að koma yfir Kollafjörðin á svipuðum stað og Skotreyn er staðsett að sunnanverðu og kemur niður við begjuna upp úr Kollafirðinum að norðan verðu. Einnig er vitað að Kjalarnesið allt verður mjög verðmætt byggingarland ef / þegar Sundabrautin kemur. Ofangreindir landeigendur á Kjalarnesi eiga auðsjáanlega hagsmuna að gæta þegar kemur að landi undir byggingarland. Skildi það hafa eitthvað að gera með þessar látlausu árásir að ábúendur á annari jörðinni eru að reka byggingarfyrirtæki... spurning? En hver á að bera skaðann sem komin er? Eru það skotíþróttafélögin, Íþróttasambandið, borgin, eða þeir sem hafa haldið uppi linnulausum árásunum á skotfélögin á Álsnesinu, að virðist vera fyrir eigin hagsmuni. Höfundur er iðkandi í íþróttaskotfimi.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun