Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. maí 2023 14:59 Bit Digital segist fjölga vélum um 2.500 á Íslandi. Getty Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. Samir Tabar, stjórnarformaður rafmyntafyrirtækisins Bit Digital, tilkynnti í gær að starfsemi á Íslandi yrði aukin. Í samtali við Wall Street Journal sagði hann að fyrirtækið hefði keypt 2.500 vélar til að grafa eftir rafmynt á Íslandi. Fjárfestingin er fimm milljónir dollara, eða rúmlega 700 milljónir króna. Bit Digital er upprunalega frá Hong Kong í Kína en er með höfuðstöðvar í New York í Bandaríkjunum og töluverða starfsemi í Kanada. Tabar sagði að fyrirtækið væri að draga saman seglin í Bandaríkjunum, einkum vegna fyrirsjáanlegra skattahækkana á rafmyntagröft þar í landi. „Áður höfum við flutt vélarnar beint til Bandaríkjanna. En núna, í staðinn fyrir að gera það, verðum við að horfa til annarra staða vegna þessa óstöðugleika,“ sagði Tabar. Bandaríska stjórnin hyggst leggja sérstaka skatta á öll rafmyntafyrirtæki, um 30 prósent af raforkukostnaði þeirra. Er það hluti af loftslagsstefnu Joe Biden forseta, en rafmyntagröftur er afskaplega orkufrekur og óumhverfisvænn. Þá hefur rafmyntagröftur aukið álagið á flutningskerfi raforku í Bandaríkjunum og hækkað verðið til neytenda. Fasa út rafmyntagröft Óvíst er hvaðan Bit Digital fær orkuna hér á Íslandi. Ívar Páll Jónsson, sérfræðingur í samskiptum og upplýsingamiðlun hjá Landsvirkjun, segir að það hafi verið opinberlega gefið út að ekki verði virkjað fyrir rafmyntastarfsemi gagnavera. Fyrir slíka starfsemi er nú eingöngu í boði skerðanleg orka, engin forgangsorka. Landsvirkjun segir að rafmyntagröftur verði fasaður út úr raforkusölunni.Landsvirkjun „Stefna Landsvirkjunar er að minnka hlutfall rafmyntagraftar umtalsvert á næstu árum, einkum vegna áhættu í rekstri gagnavera í slíkri starfsemi, en styðja fremur við vöxt gagnavera sem þjónusta annað en rafmyntagröft, svokallaða „enterprise“-starfsemi, til framtíðar,“ segir Ívar. „Gagnaversviðskiptavinir okkar eru meðvitaðir um þessa stefnu og að Landsvirkjun vilji styðja þá í að „fasa út“ rafmyntastarfsemi, en það getur tekið tíma.“ Í viðtali við Fréttablaðið fyrir einu og hálfu ári sagði Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri orkusölu hjá Landsvirkjun, að Landsvirkjun myndi ekki taka við nýjum viðskiptavinum í rafmyntagreftri og selja ekki meiri raforku til núverandi viðskiptavina. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði á sama tíma í viðtali við Víkurfréttir að ekkert rafmagn væri til fyrir gagnaverin. Bandaríkin Kína Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50 Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Sjá meira
Samir Tabar, stjórnarformaður rafmyntafyrirtækisins Bit Digital, tilkynnti í gær að starfsemi á Íslandi yrði aukin. Í samtali við Wall Street Journal sagði hann að fyrirtækið hefði keypt 2.500 vélar til að grafa eftir rafmynt á Íslandi. Fjárfestingin er fimm milljónir dollara, eða rúmlega 700 milljónir króna. Bit Digital er upprunalega frá Hong Kong í Kína en er með höfuðstöðvar í New York í Bandaríkjunum og töluverða starfsemi í Kanada. Tabar sagði að fyrirtækið væri að draga saman seglin í Bandaríkjunum, einkum vegna fyrirsjáanlegra skattahækkana á rafmyntagröft þar í landi. „Áður höfum við flutt vélarnar beint til Bandaríkjanna. En núna, í staðinn fyrir að gera það, verðum við að horfa til annarra staða vegna þessa óstöðugleika,“ sagði Tabar. Bandaríska stjórnin hyggst leggja sérstaka skatta á öll rafmyntafyrirtæki, um 30 prósent af raforkukostnaði þeirra. Er það hluti af loftslagsstefnu Joe Biden forseta, en rafmyntagröftur er afskaplega orkufrekur og óumhverfisvænn. Þá hefur rafmyntagröftur aukið álagið á flutningskerfi raforku í Bandaríkjunum og hækkað verðið til neytenda. Fasa út rafmyntagröft Óvíst er hvaðan Bit Digital fær orkuna hér á Íslandi. Ívar Páll Jónsson, sérfræðingur í samskiptum og upplýsingamiðlun hjá Landsvirkjun, segir að það hafi verið opinberlega gefið út að ekki verði virkjað fyrir rafmyntastarfsemi gagnavera. Fyrir slíka starfsemi er nú eingöngu í boði skerðanleg orka, engin forgangsorka. Landsvirkjun segir að rafmyntagröftur verði fasaður út úr raforkusölunni.Landsvirkjun „Stefna Landsvirkjunar er að minnka hlutfall rafmyntagraftar umtalsvert á næstu árum, einkum vegna áhættu í rekstri gagnavera í slíkri starfsemi, en styðja fremur við vöxt gagnavera sem þjónusta annað en rafmyntagröft, svokallaða „enterprise“-starfsemi, til framtíðar,“ segir Ívar. „Gagnaversviðskiptavinir okkar eru meðvitaðir um þessa stefnu og að Landsvirkjun vilji styðja þá í að „fasa út“ rafmyntastarfsemi, en það getur tekið tíma.“ Í viðtali við Fréttablaðið fyrir einu og hálfu ári sagði Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri orkusölu hjá Landsvirkjun, að Landsvirkjun myndi ekki taka við nýjum viðskiptavinum í rafmyntagreftri og selja ekki meiri raforku til núverandi viðskiptavina. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði á sama tíma í viðtali við Víkurfréttir að ekkert rafmagn væri til fyrir gagnaverin.
Bandaríkin Kína Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50 Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Sjá meira
Orkunotkun rafmyntargraftar á við milljónir heimila Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla. 12. apríl 2023 23:50
Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30. nóvember 2022 14:57