Verið undirbúin fyrir flugtak Ingibjörg Isaksen skrifar 13. júní 2023 14:00 Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Í því felst að lagðar eru 200 krónur á flugfargjöld og munu þær renna til uppbyggingar varaflugvalla landsins. Alls er búist við því að gjaldið skili 1,3 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem mun nýtast vel í brýna uppbyggingu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Fjármögnun nauðsynlegra framkvæmda Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðaflugs síðustu misseri. Það liggur fyrir að ráðast þarf í nauðsynlegar framkvæmdir svo flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Þessi skref sem stigin eru með bættri fjármögnun eru mikilvæg og leggja grunninn að því sem lengi hefur verið talað um, það er að opna fleiri gáttir inn til landsins og dreifa þannig ferðamönnum víðar um landið okkar. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast með þessu til muna. Skynsamleg gjaldtaka Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem hefur ekki lagt neinn skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbygging á nauðsynlegum innviðum. Undirrituð telur afar skynsamlegt að fara í gjaldtöku sem þessa og tryggja þannig fjármagn til þess að fara í nauðsynlega uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Í stóra samhenginu er þetta afskaplega hóflegt gjald á hvern farþega, minna en ígildi kaffibolla. Stuðningur við ferðaþjónustu Fyrir utan að varaflugvellir eru mikilvægir í tillit til öryggissjónarmiða, opna þeir einnig möguleika á að fjölga farþegum til landsins, auknir farþegar þýða auknar tekjur til landsins. Flugvellir á landsbyggðinni styðja við ferðaþjónustu og fyrirtæki. Innviðaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafa lagt mikla áherslu á það í sínum störfum að opna gáttirnar á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beinu flugi frá Evrópu, bæði með markvissri uppbyggingu og með stuðningi Flugþróunarsjóðs. Heimafólk á Norðausturlandi hafa sýnt ótrúlega framsýni og dugnað í störfum sínum og við sjáum árangurinn koma í ljós smátt og smátt. Það er bjart fram undan í fluginu. Þau skref sem stigin hafa verið leggja grunninn að fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi á Norðausturlandi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Samgöngur Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Í því felst að lagðar eru 200 krónur á flugfargjöld og munu þær renna til uppbyggingar varaflugvalla landsins. Alls er búist við því að gjaldið skili 1,3 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem mun nýtast vel í brýna uppbyggingu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Fjármögnun nauðsynlegra framkvæmda Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðaflugs síðustu misseri. Það liggur fyrir að ráðast þarf í nauðsynlegar framkvæmdir svo flugvellirnir geti sinnt hlutverki sínu sem mikilvægar gáttir inn í landið. Þessi skref sem stigin eru með bættri fjármögnun eru mikilvæg og leggja grunninn að því sem lengi hefur verið talað um, það er að opna fleiri gáttir inn til landsins og dreifa þannig ferðamönnum víðar um landið okkar. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast með þessu til muna. Skynsamleg gjaldtaka Ísland er eitt af fáum ríkjum í heiminum sem hefur ekki lagt neinn skatt á flugferðir, en skattheimta sem þessi er mjög sambærileg í flestum öðrum ríkjum innan EES. Það er mikilvægt að við nýtum skynsamlegar leiðir til þess að fjármagna uppbygging á nauðsynlegum innviðum. Undirrituð telur afar skynsamlegt að fara í gjaldtöku sem þessa og tryggja þannig fjármagn til þess að fara í nauðsynlega uppbyggingu á innanlandsflugvöllum. Í stóra samhenginu er þetta afskaplega hóflegt gjald á hvern farþega, minna en ígildi kaffibolla. Stuðningur við ferðaþjónustu Fyrir utan að varaflugvellir eru mikilvægir í tillit til öryggissjónarmiða, opna þeir einnig möguleika á að fjölga farþegum til landsins, auknir farþegar þýða auknar tekjur til landsins. Flugvellir á landsbyggðinni styðja við ferðaþjónustu og fyrirtæki. Innviðaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra hafa lagt mikla áherslu á það í sínum störfum að opna gáttirnar á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beinu flugi frá Evrópu, bæði með markvissri uppbyggingu og með stuðningi Flugþróunarsjóðs. Heimafólk á Norðausturlandi hafa sýnt ótrúlega framsýni og dugnað í störfum sínum og við sjáum árangurinn koma í ljós smátt og smátt. Það er bjart fram undan í fluginu. Þau skref sem stigin hafa verið leggja grunninn að fjölbreyttara og öflugra atvinnulífi á Norðausturlandi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun