Kallar eftir að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 29. júní 2023 18:19 Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, gagnrýnir vanefndir ríkisstjórnarinnnar og kallar eftir því að ríkið standi við fyrirheit í flugstefnu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óvissa ríkir um framhald flugkennslu hjá Flugakademíunni sem hefur sagt upp öllum samningum við starfsmenn skólans. Framkvæmdastjóri gagnrýnir að fyrirheitum í flugstefnu frá árinu 2019 hafi ekki verið fylgt eftir. Þá ætti flugnám að vera hluti af menntakerfinu og heyra undir menntamálaráðherra en ekki innviðaráðherra. Níu starfsmönnum Flugakademíu Íslands hefur verið sagt upp störfum en hún er í meirihlutaeigu Keilis og síðan Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Keilir er síðan í meirihlutaeigu ríkisins. Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis segir málið því standa ríkinu nærri. Vanda skólans nú megi rekja til þess að umsóknum um nám við skólann hefði fækkað mikið í kórónuveirufaraldrinum og ekki náð sér á strik aftur. Þetta væri alvarleg staða því Flugakademían væri eini aðilinn á Íslandi sem byði upp á samtvinnað atvinnuflugnám, þar sem bókleg- og verkleg kennsla færi fram jöfnum höndum. „Það væri ákveðið skarð hoggið í þá möguleika sem eru fyrir hendi til þess að fara í atvinnuflugnám á Íslandi fyrir íslensk ungmenni ef það verður niðurstaðan,“ segir Nanna Kristjana um óvissuna. Ekki staðið við fyrirheit í flugstefnu Flugnám væri almennt ekki lánshæft en nemendur skólans hefðu getað sótt um nokkurra milljóna skólagjaldalán sem færu langt í frá að standa undir kostnaði við námið sem væri um 15 milljónir króna. Þetta væri líka alvarleg staða hjá flugþjóð í ljósi þess að skortur væri á atvinnuflugmönnum. Nanna Kristjana gagnrýnir einnig að ekki hafi verið staðið við fyrirheit í ítarlegri flugstefnu sem Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi samgönguráðherra kynnti í nóvember 2019. „Ég get ekki túlkað öðruvísi en svo að það hafi ekki verið tekin nein skref í þessari flugstefnu sem var kynnt árið 2019 sem varða það að færa námið inn í menntakerfið. Ég hef ekki getað séð að það hafi verið tekin nein skref í þá átt enn þá,“ sagði Nanna. Það væri sérkennilegt að þetta mikilvæga fagnám heyrði undir innviðaráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið. Nanna Kristjana segir að uppsögn samninga við starfsfólk skólans nú væri hugsuð til að finna leiðir til að endurskipuleggja kennsluna fyrir núverandi nemendur skólans. Þeir væru 116 í dag og mislangt komnir í sínu námi. Enn væri opið fyrir skráningu nýrra nemenda og vonandi færi stór hópur af stað í náminu í haust. Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Sjá meira
Níu starfsmönnum Flugakademíu Íslands hefur verið sagt upp störfum en hún er í meirihlutaeigu Keilis og síðan Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Keilir er síðan í meirihlutaeigu ríkisins. Nanna Kristjana Traustadóttir framkvæmdastjóri Keilis segir málið því standa ríkinu nærri. Vanda skólans nú megi rekja til þess að umsóknum um nám við skólann hefði fækkað mikið í kórónuveirufaraldrinum og ekki náð sér á strik aftur. Þetta væri alvarleg staða því Flugakademían væri eini aðilinn á Íslandi sem byði upp á samtvinnað atvinnuflugnám, þar sem bókleg- og verkleg kennsla færi fram jöfnum höndum. „Það væri ákveðið skarð hoggið í þá möguleika sem eru fyrir hendi til þess að fara í atvinnuflugnám á Íslandi fyrir íslensk ungmenni ef það verður niðurstaðan,“ segir Nanna Kristjana um óvissuna. Ekki staðið við fyrirheit í flugstefnu Flugnám væri almennt ekki lánshæft en nemendur skólans hefðu getað sótt um nokkurra milljóna skólagjaldalán sem færu langt í frá að standa undir kostnaði við námið sem væri um 15 milljónir króna. Þetta væri líka alvarleg staða hjá flugþjóð í ljósi þess að skortur væri á atvinnuflugmönnum. Nanna Kristjana gagnrýnir einnig að ekki hafi verið staðið við fyrirheit í ítarlegri flugstefnu sem Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi samgönguráðherra kynnti í nóvember 2019. „Ég get ekki túlkað öðruvísi en svo að það hafi ekki verið tekin nein skref í þessari flugstefnu sem var kynnt árið 2019 sem varða það að færa námið inn í menntakerfið. Ég hef ekki getað séð að það hafi verið tekin nein skref í þá átt enn þá,“ sagði Nanna. Það væri sérkennilegt að þetta mikilvæga fagnám heyrði undir innviðaráðuneytið en ekki menntamálaráðuneytið. Nanna Kristjana segir að uppsögn samninga við starfsfólk skólans nú væri hugsuð til að finna leiðir til að endurskipuleggja kennsluna fyrir núverandi nemendur skólans. Þeir væru 116 í dag og mislangt komnir í sínu námi. Enn væri opið fyrir skráningu nýrra nemenda og vonandi færi stór hópur af stað í náminu í haust.
Fréttir af flugi Skóla - og menntamál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Sjá meira