Leikarar í Hollywood komnir í verkfall Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 23:01 Formaður stéttarfélagsins Fran Drescher á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var um verkfallið. getty Stjórn stéttarfélags leikara í Hollywood (SAG) samþykkti í kvöld að leggja niður störf á miðnætti. Verkfallið nær til um 160 þúsund leikara sem hafa undanfarið reynt að ná nýjum samningi, fyrir leikara í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, í höfn. Samningaviðræður við framleiðendur hafa staðið yfir undanfarnar vikur og fór stéttarfélag leikara fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Í gær sigldu þær viðræður í strand og var kosið um verkfallið í kvöld. „Við erum fórnarlömbin hér,“ er haft eftir formanni stéttarfélagsins Fran Drescher í frétt LA Times um málið. „Fórnarlömb í mjög gráðugum bransa. Ég er hneyksluð yfir því hvernig fólkið sem við höfum átt í viðskiptum við kemur fram við okkur. Það er ógeðslegt, skammist ykkar. Þeir standa röngum megin í sögunni á þessari stundu.“ Um er að ræða fyrsta verkfall leikara í 63 ár. Á meðan verkfallinu stendur mega leikarar ekki sækja frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Líkur eru því á að Emmy verðlaunum, sem eiga að fara fram í september, verði frestað fram á vetur. Handritshöfundar hafa sömuleiðis staðið í ströngu í kjarabaráttu sinni í Hollywood og hófu verkfallsaðgerðir 2. maí síðastliðinn. Í kvöld gengu leikararnir Matt Damon, Emily Blunt, Cillian Murphy og Florence Pugh út af frumsýningu stórmyndarinnar Oppenheimer í Bretlandi. Leikstjóri myndarinnar Christopher Nolan tilkynnti sýningargestum að verkfall væri hafið og því væru leikararnir ekki viðstaddir: Official: Christopher Nolan just confirmed the cast of #Oppenheimer have LEFT the U.K. premiere due to the #SAGAFTRA strike The first time in 60 years that writers and actors are striking together. #SAGStrike pic.twitter.com/BQBo2jRfCd— The Weekly Cut (@weeklycut) July 13, 2023 Hollywood Kjaramál Bandaríkin Tengdar fréttir Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. 2. maí 2023 08:43 Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. 13. júlí 2023 08:58 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Samningaviðræður við framleiðendur hafa staðið yfir undanfarnar vikur og fór stéttarfélag leikara fram á hækkun launa, bætta vinnuaðstæður og ákvæði um bann við notkun gervigreindar. Samninganefnd félagsins hefur í rúman mánuð rætt við samtök kvikmynda-og sjónvarpsframleiðenda vestanhafs sem sjá um launasamninga fyrir hönd stærstu stúdíóanna og streymisveitna líkt og Amazon, Apple, Disney, NBCUniversal, Netflix, Paramount, Sony og Warner Bros. Discovery. Í gær sigldu þær viðræður í strand og var kosið um verkfallið í kvöld. „Við erum fórnarlömbin hér,“ er haft eftir formanni stéttarfélagsins Fran Drescher í frétt LA Times um málið. „Fórnarlömb í mjög gráðugum bransa. Ég er hneyksluð yfir því hvernig fólkið sem við höfum átt í viðskiptum við kemur fram við okkur. Það er ógeðslegt, skammist ykkar. Þeir standa röngum megin í sögunni á þessari stundu.“ Um er að ræða fyrsta verkfall leikara í 63 ár. Á meðan verkfallinu stendur mega leikarar ekki sækja frumsýningar eða verðlaunahátíðir. Líkur eru því á að Emmy verðlaunum, sem eiga að fara fram í september, verði frestað fram á vetur. Handritshöfundar hafa sömuleiðis staðið í ströngu í kjarabaráttu sinni í Hollywood og hófu verkfallsaðgerðir 2. maí síðastliðinn. Í kvöld gengu leikararnir Matt Damon, Emily Blunt, Cillian Murphy og Florence Pugh út af frumsýningu stórmyndarinnar Oppenheimer í Bretlandi. Leikstjóri myndarinnar Christopher Nolan tilkynnti sýningargestum að verkfall væri hafið og því væru leikararnir ekki viðstaddir: Official: Christopher Nolan just confirmed the cast of #Oppenheimer have LEFT the U.K. premiere due to the #SAGAFTRA strike The first time in 60 years that writers and actors are striking together. #SAGStrike pic.twitter.com/BQBo2jRfCd— The Weekly Cut (@weeklycut) July 13, 2023
Hollywood Kjaramál Bandaríkin Tengdar fréttir Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. 2. maí 2023 08:43 Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. 13. júlí 2023 08:58 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Handritshöfundar í Hollywood leggja niður störf Á tólfta þúsund handritshöfunda í sjónvarps- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum hefja verkfall til að krefjast kjarabót í dag. Verkfallið gæti lamað framleiðslu kvikmyndavera og sjónvarpsframleiðenda. 2. maí 2023 08:43
Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. 13. júlí 2023 08:58
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent