Sjávarútvegurinn er ekki undanþeginn lögum Lenya Rún Taha Karim skrifar 24. júlí 2023 12:00 Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. Til að rekja þetta stuttlega þá er Samkeppniseftirlitið að athuga stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi og meta hvort hér sé að finna vísbendingar um starfshætti sem geta takmarkað samkeppni á þessum markaði. Þar má m.a. nefna óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun en við búum í litlu landi þar sem mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun á markaði. Lögin eru skýr í þessum efnum og veita Samkeppniseftirlitinu nokkuð skýra og ótvíræða heimild til þess að framkvæma framangreinda athugun (þó fyrr hefði verið) en í samkeppnislögum er einnig að finna ríka heimild Samkeppniseftirlitsins til að krefja einstök fyrirtæki um allar þær upplýsingar sem þykja nauðsynlegar við athugun einstakra mála. Í ljósi neitunar Brim hf. við að afhenda gögn og upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað beðið um til þess að framkvæma framangreinda athugun þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Brim hf. þar til upplýsingarnar sem þeim ber að afhenda liggja fyrir með fullnægjandi hætti. Þetta hefur lagst illa í ákveðna aðila, meðal annars ritstjórn Morgunblaðsins sem tók svo skemmtilega til orða í leiðara sínum síðasta laugardag að hér væri um misnotkun á opinberu valdi að ræða. Það vekur athygli að meðal þeirra röksemda fyrir tregðunni við afhendingu gagna til Samkeppniseftirlitsins sé vísað í samning Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og tekið fram að matvælaráðherra geti ekki hlutast til um samkeppnismál, sem og að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða, sem er augljós útúrsnúningur enda er Samkeppniseftirlitið með skýra lagaheimild til þess að athuga stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja á samkeppnismarkaði og er meira að segja gengið svo langt í samkeppnislögum að það fellur undir hugtakið “hlutverk” Samkeppniseftirlitsins. Þessi athugun er því hluti af lögbundnu hlutverki Samkeppniseftirlitsins og gerð í því skyni að koma í veg fyrir óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun sem er til þess fallin að takmarka samkeppni - sem er skiljanleg heimild enda búum við í litlu landi þar sem slíkt gæti alveg eins gerst óvart. Hér er um að ræða fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði og er með sterka stöðu á þeim markaði en neitar þó að sæta eftirliti og athugun. Raunin er sú að samkeppnislög og reglur sem gilda til þess að starfrækja hinn heilbrigða samkeppnismarkað gildir einnig um sjávarútveginn, þó svo að sú starfsemi hafi lengi beitt óskrifaðri reglu fyrir sig sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa leyft að mótast um að sjávarútvegurinn sé undanþeginn lögum og reglum sem séu ekki þeim í hag hverju sinni. Ef við viljum þróa og styrkja markaðinn okkar í takt við önnur lönd í kringum okkur ættum við - þá almenningur, stjórnvöld og markaðsaðilar, ekki að vera að róa í sömu átt, þ.e. stunda starfshætti á hátt sem takmarkar ekki samkeppni og eykur gagnsæi á markaðnum? Furðu vekur að við tölum fyrir frjálsri og sterki samkeppni á einstökum mörkuðum hérlendis en neitum samt sem áður að lúta þeim lögum og reglum sem gera okkur kleift til þess að starfrækja slíkan markað. Hvers vegna? Er það okkar skilningur að samkeppni sé bara góð þegar hún þjónar hagsmunum einstakra hagsmunaaðila í ríkum mæli? Að lokum þá ber að minna á að umrædd athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi er fagnaðarefni enda er löngu orðið ljóst að nauðsynlegt sé að auka gagnsæi og eftirlit á téðum markaði. Umrædd athugun á sér skýra lagastoð í samkeppnislögum sbr. d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, sem og krafa Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna frá Brim sem þykja nauðsynlegar til þess að framangreind athugun geti farið fram en hún er byggð á 19. gr. samkeppnislaga sem veitir Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til að afla upplýsinga frá einstökum fyrirtækjum. Brim telur að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða en þau andmæli eiga ekki við rök að styðjast enda er ástæða fyrir því að löggjafinn hafi veitt Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til athugunar og upplýsingaöflunar þegar lögin voru sett á fót. Til þess að geta starfrækt heilbrigðan markað þarf að vera skilvirkt eftirlit til staðar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Sjávarútvegur Píratar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. Til að rekja þetta stuttlega þá er Samkeppniseftirlitið að athuga stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi og meta hvort hér sé að finna vísbendingar um starfshætti sem geta takmarkað samkeppni á þessum markaði. Þar má m.a. nefna óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun en við búum í litlu landi þar sem mikilvægt er að fylgjast með slíkri þróun á markaði. Lögin eru skýr í þessum efnum og veita Samkeppniseftirlitinu nokkuð skýra og ótvíræða heimild til þess að framkvæma framangreinda athugun (þó fyrr hefði verið) en í samkeppnislögum er einnig að finna ríka heimild Samkeppniseftirlitsins til að krefja einstök fyrirtæki um allar þær upplýsingar sem þykja nauðsynlegar við athugun einstakra mála. Í ljósi neitunar Brim hf. við að afhenda gögn og upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað beðið um til þess að framkvæma framangreinda athugun þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Brim hf. þar til upplýsingarnar sem þeim ber að afhenda liggja fyrir með fullnægjandi hætti. Þetta hefur lagst illa í ákveðna aðila, meðal annars ritstjórn Morgunblaðsins sem tók svo skemmtilega til orða í leiðara sínum síðasta laugardag að hér væri um misnotkun á opinberu valdi að ræða. Það vekur athygli að meðal þeirra röksemda fyrir tregðunni við afhendingu gagna til Samkeppniseftirlitsins sé vísað í samning Samkeppniseftirlitsins við matvælaráðuneytið og tekið fram að matvælaráðherra geti ekki hlutast til um samkeppnismál, sem og að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða, sem er augljós útúrsnúningur enda er Samkeppniseftirlitið með skýra lagaheimild til þess að athuga stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja á samkeppnismarkaði og er meira að segja gengið svo langt í samkeppnislögum að það fellur undir hugtakið “hlutverk” Samkeppniseftirlitsins. Þessi athugun er því hluti af lögbundnu hlutverki Samkeppniseftirlitsins og gerð í því skyni að koma í veg fyrir óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun sem er til þess fallin að takmarka samkeppni - sem er skiljanleg heimild enda búum við í litlu landi þar sem slíkt gæti alveg eins gerst óvart. Hér er um að ræða fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði og er með sterka stöðu á þeim markaði en neitar þó að sæta eftirliti og athugun. Raunin er sú að samkeppnislög og reglur sem gilda til þess að starfrækja hinn heilbrigða samkeppnismarkað gildir einnig um sjávarútveginn, þó svo að sú starfsemi hafi lengi beitt óskrifaðri reglu fyrir sig sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa leyft að mótast um að sjávarútvegurinn sé undanþeginn lögum og reglum sem séu ekki þeim í hag hverju sinni. Ef við viljum þróa og styrkja markaðinn okkar í takt við önnur lönd í kringum okkur ættum við - þá almenningur, stjórnvöld og markaðsaðilar, ekki að vera að róa í sömu átt, þ.e. stunda starfshætti á hátt sem takmarkar ekki samkeppni og eykur gagnsæi á markaðnum? Furðu vekur að við tölum fyrir frjálsri og sterki samkeppni á einstökum mörkuðum hérlendis en neitum samt sem áður að lúta þeim lögum og reglum sem gera okkur kleift til þess að starfrækja slíkan markað. Hvers vegna? Er það okkar skilningur að samkeppni sé bara góð þegar hún þjónar hagsmunum einstakra hagsmunaaðila í ríkum mæli? Að lokum þá ber að minna á að umrædd athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi er fagnaðarefni enda er löngu orðið ljóst að nauðsynlegt sé að auka gagnsæi og eftirlit á téðum markaði. Umrædd athugun á sér skýra lagastoð í samkeppnislögum sbr. d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, sem og krafa Samkeppniseftirlitsins um afhendingu gagna frá Brim sem þykja nauðsynlegar til þess að framangreind athugun geti farið fram en hún er byggð á 19. gr. samkeppnislaga sem veitir Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til að afla upplýsinga frá einstökum fyrirtækjum. Brim telur að hér sé ekki um lögmæta athugun að ræða en þau andmæli eiga ekki við rök að styðjast enda er ástæða fyrir því að löggjafinn hafi veitt Samkeppniseftirlitinu ríka heimild til athugunar og upplýsingaöflunar þegar lögin voru sett á fót. Til þess að geta starfrækt heilbrigðan markað þarf að vera skilvirkt eftirlit til staðar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun