UNESCO vill banna farsíma alfarið í skólum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. ágúst 2023 19:23 Getty Images UNESCO, Menningarmálstofnun Sameinuðu þjóðanna, vill að snjallsímar verði alfarið bannaðir í grunnskólum. Eitt af hverju fjórum ríkjum heims bannar nú þegar notkun símanna. Segja snjallsíma trufla kennslu Í nýrri menntamálaskýrslu UNESCO er fullyrt að snjallsímar trufli kennslu og bann við notkun þeirra í tímum myndi bæta getu og einbeitingu nemenda og draga úr einelti. Fullyrt er að mikil notkun snjallsíma á skólatíma dragi úr námsárangri og hafi sömuleiðis neikvæð áhrif á tilfinningalegt jafnvægi barna. UNESCO varar skólastjórnendur og stjórnmálamenn við því að fagna hugsunarlaust allri nýrri tækni, hún komi aldrei í stað beinnar kennslu og leiðsagnar kennarans. Fáar vísbendingar um að símar bæti gæði kennslu UNESCO segir fáar vísbendingar um að stafræn tækni bæti gæði kennslu eða menntunar, reyndar væri það svo að þær fáu skýrslur sem fullyrtu slíkt væru oftast fjármagnaðar af fyrirtækjum sem seldu stafrænar lausnir. Í skýrslunni segir að fjórðungur ríkja í heiminum hafi nú bannað notkun snjallsíma í kennslustundum, ýmist í gegnum lagasetningu eða skólareglur. Þar á meðal má nefna Frakkland og Holland, en þar tekur bannið gildi um næstu áramót. Unglingar sækja í einfaldari síma Það er alls ekki óhugsandi að börnin sjálf myndu fagna þessu banni, en samkvæmt nýlegum fréttum danska ríkisútvarpsins virðist sem unglingar sæki í auknum mæli eftir því að kaupa farsíma sem einungis er hægt að nota til símtala og sms-sendinga. Christian Mogensen, sem er sérfræðingur í stafrænum miðlum, segir í samtali við Danmarks Radio að ungt fólk sé æ gagnrýnna á hina stafrænu snjallsíma sem safni upplýsingum um neytendur og selji þær áfram til alls kyns fyrirtækja. Snjallsímarnir trufli líka daglega tilveru ungs fólks meira en góðu hófi gegnir og séu hreinlega streituvaldandi. Aukin eftirspurn unga fólksins eftir gamaldags farsímum endurspegli þessa auknu gagnrýni í opinberri umræðu á varðveislu einkalífsins og innrás snjallsímanna inn í einkalíf unga fólksins. Skóla - og menntamál Grunnskólar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Segja snjallsíma trufla kennslu Í nýrri menntamálaskýrslu UNESCO er fullyrt að snjallsímar trufli kennslu og bann við notkun þeirra í tímum myndi bæta getu og einbeitingu nemenda og draga úr einelti. Fullyrt er að mikil notkun snjallsíma á skólatíma dragi úr námsárangri og hafi sömuleiðis neikvæð áhrif á tilfinningalegt jafnvægi barna. UNESCO varar skólastjórnendur og stjórnmálamenn við því að fagna hugsunarlaust allri nýrri tækni, hún komi aldrei í stað beinnar kennslu og leiðsagnar kennarans. Fáar vísbendingar um að símar bæti gæði kennslu UNESCO segir fáar vísbendingar um að stafræn tækni bæti gæði kennslu eða menntunar, reyndar væri það svo að þær fáu skýrslur sem fullyrtu slíkt væru oftast fjármagnaðar af fyrirtækjum sem seldu stafrænar lausnir. Í skýrslunni segir að fjórðungur ríkja í heiminum hafi nú bannað notkun snjallsíma í kennslustundum, ýmist í gegnum lagasetningu eða skólareglur. Þar á meðal má nefna Frakkland og Holland, en þar tekur bannið gildi um næstu áramót. Unglingar sækja í einfaldari síma Það er alls ekki óhugsandi að börnin sjálf myndu fagna þessu banni, en samkvæmt nýlegum fréttum danska ríkisútvarpsins virðist sem unglingar sæki í auknum mæli eftir því að kaupa farsíma sem einungis er hægt að nota til símtala og sms-sendinga. Christian Mogensen, sem er sérfræðingur í stafrænum miðlum, segir í samtali við Danmarks Radio að ungt fólk sé æ gagnrýnna á hina stafrænu snjallsíma sem safni upplýsingum um neytendur og selji þær áfram til alls kyns fyrirtækja. Snjallsímarnir trufli líka daglega tilveru ungs fólks meira en góðu hófi gegnir og séu hreinlega streituvaldandi. Aukin eftirspurn unga fólksins eftir gamaldags farsímum endurspegli þessa auknu gagnrýni í opinberri umræðu á varðveislu einkalífsins og innrás snjallsímanna inn í einkalíf unga fólksins.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira