Barnaheill og Barbie valdefla stúlkur um allan heim Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 10. ágúst 2023 14:01 Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin. Stundum er hinn myndarlegi Ken henni við hlið en almennt séð þá þrífst Barbie vel ein og sjálfstæð. Mörg börn vilja eignast allt það sem Barbie á og óaðfinnanlegt útlit hennar hefur verið mælikvarði ófárra stúlkna á fegurð. Barnaheill – Save the Children eru í samstarfi við Warner Bros. Discovery (WBD) og Mattel í tengslum við kvikmyndina um Barbie sem nú er sýnd við miklar vinsældir um víða veröld. Áhersla er lögð á með samstarfinu að valdefla stúlkur um allan heim og veita þeim aðgengi að menntun og tilheyrandi auðlindum sem þær eiga rétt á. Þannig eru þær hvattar til að láta drauma sína rætast. Með samstarfinu er Barnaheillum gert kleift að vinna áfram að þeim metnaðarfullu verkefnum sem unnin eru af starfsmönnum Barnaheilla um heim allan. Samtökin voru stofnuð árið 1919 af Eglantyne Jebb, konu sem trúði því að hún gæti komið einhverju áleiðis sem aðrir höfðu ekki trú á. Hún hafði þá trú að mikilvægt væri að koma á sáttmála um réttindi barna og varð hann síðar grunnurinn að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátt er öflugra en börn stútfull af sjálfstrausti sem sem eiga sér drauma. Því miður missa margar stúlkur snemma trú á eigin getu, efast um sig sjálfar og gefa drauma sína upp á bátinn. Þær gleyma og hætta að trúa að þær geti gert það sem þær vilja og verða það sem þær hafa áður óskað sér. Stundum er það af menningarlegum ástæðum, stundum vegna áfalls í kjölfar stríðs, veikinda, ofbeldis, eineltis, ástvinamissis eða annars sem mótar líf þeirra. Staðreyndin er sú að stúlkur eru mun líklegri en drengir til að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þær hafa færri tækifæri til menntunar og eru frekar en drengir á flótta frá meðal annars skipulögðu hjónabandi á barnsaldri við eldri menn, sársaukafullum umskurði og öðru ofbeldi og mismunun af ýmsu tagi. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Barnaheill leggja áherslu á að styðja við stúlkur á flótta, búa þeim fleiri möguleika á að stunda nám og fræða almenning um mikilvægi forvarna þegar kemur að baráttu gegn ofbeldi og einelti. Í kvikmyndinni um Barbie er hrist upp í staðalmyndum kynjanna sem eru löngu úreltar og lögð er áhersla á valdeflingu stúlkna á hvetjandi hátt. Gefin eru þau skýru skilaboð að stúlkur geta orðið allt það sem þær dreymir um. Á þann máta samræmist boðskapur myndarinnar framtíðarsýn samtakanna og valdefla í sameiningu stúlkur um allan heim og gefa þeim tækifæri til betri og bjartari framtíðar. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin. Stundum er hinn myndarlegi Ken henni við hlið en almennt séð þá þrífst Barbie vel ein og sjálfstæð. Mörg börn vilja eignast allt það sem Barbie á og óaðfinnanlegt útlit hennar hefur verið mælikvarði ófárra stúlkna á fegurð. Barnaheill – Save the Children eru í samstarfi við Warner Bros. Discovery (WBD) og Mattel í tengslum við kvikmyndina um Barbie sem nú er sýnd við miklar vinsældir um víða veröld. Áhersla er lögð á með samstarfinu að valdefla stúlkur um allan heim og veita þeim aðgengi að menntun og tilheyrandi auðlindum sem þær eiga rétt á. Þannig eru þær hvattar til að láta drauma sína rætast. Með samstarfinu er Barnaheillum gert kleift að vinna áfram að þeim metnaðarfullu verkefnum sem unnin eru af starfsmönnum Barnaheilla um heim allan. Samtökin voru stofnuð árið 1919 af Eglantyne Jebb, konu sem trúði því að hún gæti komið einhverju áleiðis sem aðrir höfðu ekki trú á. Hún hafði þá trú að mikilvægt væri að koma á sáttmála um réttindi barna og varð hann síðar grunnurinn að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátt er öflugra en börn stútfull af sjálfstrausti sem sem eiga sér drauma. Því miður missa margar stúlkur snemma trú á eigin getu, efast um sig sjálfar og gefa drauma sína upp á bátinn. Þær gleyma og hætta að trúa að þær geti gert það sem þær vilja og verða það sem þær hafa áður óskað sér. Stundum er það af menningarlegum ástæðum, stundum vegna áfalls í kjölfar stríðs, veikinda, ofbeldis, eineltis, ástvinamissis eða annars sem mótar líf þeirra. Staðreyndin er sú að stúlkur eru mun líklegri en drengir til að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þær hafa færri tækifæri til menntunar og eru frekar en drengir á flótta frá meðal annars skipulögðu hjónabandi á barnsaldri við eldri menn, sársaukafullum umskurði og öðru ofbeldi og mismunun af ýmsu tagi. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Barnaheill leggja áherslu á að styðja við stúlkur á flótta, búa þeim fleiri möguleika á að stunda nám og fræða almenning um mikilvægi forvarna þegar kemur að baráttu gegn ofbeldi og einelti. Í kvikmyndinni um Barbie er hrist upp í staðalmyndum kynjanna sem eru löngu úreltar og lögð er áhersla á valdeflingu stúlkna á hvetjandi hátt. Gefin eru þau skýru skilaboð að stúlkur geta orðið allt það sem þær dreymir um. Á þann máta samræmist boðskapur myndarinnar framtíðarsýn samtakanna og valdefla í sameiningu stúlkur um allan heim og gefa þeim tækifæri til betri og bjartari framtíðar. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun