Framkvæmdir dregist og skólasetningu frestað Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 20:43 Kennslan fer að hluta fram í gámum sem hefur verið komið fyrir á skólalóðinni. vísir Viðgerðir standa nú yfir á skólalóð Hagaskóla vegna myglu sem fannst í meirihluta bygginga. Uppbygging bráðabirgðahúsnæðis hefur dregist á eftir áætlun og því hefur skólasetningu í lok þessa mánaðar verið frestað. Í bréfi frá skólastjóra Hagaskóla, Ómari Erni Magnússyni kemur fram að nú sé ljóst að áætlanir um uppbyggingu og endurbyggingu á skólalóðinni muni ekki ganga eftir. Skólanum var lokað vegna myglu fyrir rúmum tveimur árum og hófust þá framkvæmdir á skólalóðinni. Kennsla fór fram á síðustu tveimur árum á Hótel sögu, Ármúla og Korpuskóla. „Til að þessi nýja áætlun gangi upp þurfum við að seinka skólasetningardegi frá þriðjudeginum 22. ágúst til mánudagsins 28. ágúst. Mögulegt er að bæta nemendum þessa fjóra skóladaga innan skólaársins og verða þær hugmyndir ræddar með starfsmönnum, nemendum og foreldrum,“ segir í bréfi Ómars. Áætlanir hafi gert ráð fyrir að húsnæðið yrði tilbúið. „Við sjáum samt fram á að geta tekið á móti öllum nemendum á skólasvæðinu og hafa verið gerðar breytingar á skipulagi þannig að það gangi upp með það húsnæði sem verður tilbúið. Stærðarinnar kennslugámar.vísir Við teljum að þrátt fyrir að þröngt verði um okkur tímabundið, muni fara vel um nemendur og starfsmenn þar til næstu áfangar verða tilbúnir til notkunar. Við munum fá afhentar fleiri stofur í áföngum um miðjan september og um mánaðamótin september-október.“ Loks segir að nýtt eða endurbyggt húsnæði lofi góðu. „Þó þetta sé ekki alveg eins og við höfðum séð fyrir okkur er það nógu nálægt til að við gleðjumst yfir því að vera komin með allan skólann heim aftur.“ Grunnskólar Skóla - og menntamál Mygla Reykjavík Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Í bréfi frá skólastjóra Hagaskóla, Ómari Erni Magnússyni kemur fram að nú sé ljóst að áætlanir um uppbyggingu og endurbyggingu á skólalóðinni muni ekki ganga eftir. Skólanum var lokað vegna myglu fyrir rúmum tveimur árum og hófust þá framkvæmdir á skólalóðinni. Kennsla fór fram á síðustu tveimur árum á Hótel sögu, Ármúla og Korpuskóla. „Til að þessi nýja áætlun gangi upp þurfum við að seinka skólasetningardegi frá þriðjudeginum 22. ágúst til mánudagsins 28. ágúst. Mögulegt er að bæta nemendum þessa fjóra skóladaga innan skólaársins og verða þær hugmyndir ræddar með starfsmönnum, nemendum og foreldrum,“ segir í bréfi Ómars. Áætlanir hafi gert ráð fyrir að húsnæðið yrði tilbúið. „Við sjáum samt fram á að geta tekið á móti öllum nemendum á skólasvæðinu og hafa verið gerðar breytingar á skipulagi þannig að það gangi upp með það húsnæði sem verður tilbúið. Stærðarinnar kennslugámar.vísir Við teljum að þrátt fyrir að þröngt verði um okkur tímabundið, muni fara vel um nemendur og starfsmenn þar til næstu áfangar verða tilbúnir til notkunar. Við munum fá afhentar fleiri stofur í áföngum um miðjan september og um mánaðamótin september-október.“ Loks segir að nýtt eða endurbyggt húsnæði lofi góðu. „Þó þetta sé ekki alveg eins og við höfðum séð fyrir okkur er það nógu nálægt til að við gleðjumst yfir því að vera komin með allan skólann heim aftur.“
Grunnskólar Skóla - og menntamál Mygla Reykjavík Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira