Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2023 16:47 Svandís Svavarsdóttir þarf að taka ákvörðun um hvalveiðar fljótlega. Vísir/Vilhelm Starfshópur, sem matvælaráðherra skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í dag. Í starfshópnum sátu fulltrúar matvælaráðuneytis, fulltrúi Matvælastofnunar og fulltrúi Fiskistofu, auk þess sem hópurinn kallaði utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. „Ráðuneytið hefur nú skýrslu starfshópsins til skoðunar þannig að hægt sé að undirbyggja næstu skref. Hér eftir sem hingað til verða allar ráðstafanir byggðar á gildandi lögum, faglegum sjónarmiðum og í samræmi við vandaða stjórnsýslu,“ segir í tilkynningu. Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Ekki hægt að útiloka að nýjar aðferðir séu betri en gamlar Starfshópurinn rýndi fram komnar tillögur að bættum veiðiaðferðum í skýrslunni, auk þess sem fjallað er um önnur atriði sem lúta að ákvarðanatöku um veiðarnar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Starfshópurinn telur að mögulegt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Að mati starfshópsins eru framkomnar tillögur og þær úrbætur sem þeim er ætlað að hafa til þess fallnar að hafa áhrif á árangur við veiðarnar. Starfshópurinn telur ekki unnt að útiloka miðað við lýsingar á þeim ólíku aðferðum sem lagt hefur verið mat á að veiðar með breyttum aðferðum séu betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum sé litið til mögulegra samlegðaráhrifa þeirra. Utan verksviðs að ákveða hvort hvalveiðar séu ásættanlegar Í lokaorðum skýrslunnar segir að starfshópnum hafi verið falið að rýna fyrirliggjandi tillögur sem snúa að úrbótum að veiðiaðferðum og veiðarfærum sem notaðar eru við veiðar á langreyðum, bæta við tillögum eftir atvikum og skila tillögum um valkosti eða mögulegar lausnir um hvað sé raunhæft. Þær úrbótatillögur sem starfshópurinn telji að komi helst til greina séu ný gerð miðs, ný skotlína, skotlínukarfa, mat á færi og þjálfun og reynsla skotmanna og áhafna. Í þeim tilvikum þegar skjóta þarf lausum skutli sé það mat starfshópsins að skutulskott sé til bóta. „Rýni starfshópsins hefur tekið til þess hvort og þá hvernig unnt er að bæta búnað og aðferðir við veiðar á langreyðum. Eins og fram kemur telur starfshópurinn að ýmsar leiðir séu færar í þeim efnum. Í þessu felst hins vegar ekki mat á því hvort framkomnar úrbætur séu til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Fellur það utan við verksvið starfshópsins,“ segir í lokaorðum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15 Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í dag. Í starfshópnum sátu fulltrúar matvælaráðuneytis, fulltrúi Matvælastofnunar og fulltrúi Fiskistofu, auk þess sem hópurinn kallaði utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. „Ráðuneytið hefur nú skýrslu starfshópsins til skoðunar þannig að hægt sé að undirbyggja næstu skref. Hér eftir sem hingað til verða allar ráðstafanir byggðar á gildandi lögum, faglegum sjónarmiðum og í samræmi við vandaða stjórnsýslu,“ segir í tilkynningu. Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Ekki hægt að útiloka að nýjar aðferðir séu betri en gamlar Starfshópurinn rýndi fram komnar tillögur að bættum veiðiaðferðum í skýrslunni, auk þess sem fjallað er um önnur atriði sem lúta að ákvarðanatöku um veiðarnar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Starfshópurinn telur að mögulegt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Að mati starfshópsins eru framkomnar tillögur og þær úrbætur sem þeim er ætlað að hafa til þess fallnar að hafa áhrif á árangur við veiðarnar. Starfshópurinn telur ekki unnt að útiloka miðað við lýsingar á þeim ólíku aðferðum sem lagt hefur verið mat á að veiðar með breyttum aðferðum séu betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum sé litið til mögulegra samlegðaráhrifa þeirra. Utan verksviðs að ákveða hvort hvalveiðar séu ásættanlegar Í lokaorðum skýrslunnar segir að starfshópnum hafi verið falið að rýna fyrirliggjandi tillögur sem snúa að úrbótum að veiðiaðferðum og veiðarfærum sem notaðar eru við veiðar á langreyðum, bæta við tillögum eftir atvikum og skila tillögum um valkosti eða mögulegar lausnir um hvað sé raunhæft. Þær úrbótatillögur sem starfshópurinn telji að komi helst til greina séu ný gerð miðs, ný skotlína, skotlínukarfa, mat á færi og þjálfun og reynsla skotmanna og áhafna. Í þeim tilvikum þegar skjóta þarf lausum skutli sé það mat starfshópsins að skutulskott sé til bóta. „Rýni starfshópsins hefur tekið til þess hvort og þá hvernig unnt er að bæta búnað og aðferðir við veiðar á langreyðum. Eins og fram kemur telur starfshópurinn að ýmsar leiðir séu færar í þeim efnum. Í þessu felst hins vegar ekki mat á því hvort framkomnar úrbætur séu til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Fellur það utan við verksvið starfshópsins,“ segir í lokaorðum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15 Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15
Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53