Segist voða lítið í „ef“ spurningum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2023 12:18 Sigurður Ingi Jóhannsson vill ekki svara „ef“ spurningum um stuðning við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að lýst verði yfir vantrausti á hendur ráðherranum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að svara „ef“ spurningum um stuðning Framsóknar við Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, komi til þess að vantrausti verði lýst yfir á hendur ráðherranum og sú tillaga mögulega studd af Sjálfstæðismönnum. „Ég er voða lítið í „ef“ spurningum og þetta er nú bara mál í ferli og eigum við ekki bara að sjá hvernig það fer?“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, sagt að hann telji einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi á haustþingi komist Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að hún hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði hvalveiðum. Þá hefur Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, tekið undir með Elliða í samtali við Ríkisútvarpið. Hann útilokar ekki að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur ráðherranum reynist hvalveiðibannið ólöglegt en segir afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið verði framlengt. Ákvörðun mun liggja fyrir þann 1. september og hefur Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að hann telji einsýnt að Svandís muni leyfa hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Áður hefur Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og viðskipta-og menningarmálaráðherra sagt að Framsókn leggi áherslu á að leysa ágreiningsmál í ríkisstjórninni með góðri samvinnu. Sigurður Ingi gefur ekkert upp um mögulegan stuðning Framsóknar við samráðherra sinn nú. Þannig að ef að hvalveiðibann verður framlengt, mynduð þið styðja Svandísi? „Eins og ég segi, ég er voða lítið í „ef“ tillögum, að svara þeim, ef þetta eða hitt gerist. Þannig að við skulum nú bara sjá hvernig tíminn líður og hvernig hlutirnir æxlast.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
„Ég er voða lítið í „ef“ spurningum og þetta er nú bara mál í ferli og eigum við ekki bara að sjá hvernig það fer?“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, sagt að hann telji einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram gegn Svandísi á haustþingi komist Umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að hún hafi farið gegn lögum þegar hún frestaði hvalveiðum. Þá hefur Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, tekið undir með Elliða í samtali við Ríkisútvarpið. Hann útilokar ekki að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur ráðherranum reynist hvalveiðibannið ólöglegt en segir afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið verði framlengt. Ákvörðun mun liggja fyrir þann 1. september og hefur Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagt að hann telji einsýnt að Svandís muni leyfa hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Áður hefur Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og viðskipta-og menningarmálaráðherra sagt að Framsókn leggi áherslu á að leysa ágreiningsmál í ríkisstjórninni með góðri samvinnu. Sigurður Ingi gefur ekkert upp um mögulegan stuðning Framsóknar við samráðherra sinn nú. Þannig að ef að hvalveiðibann verður framlengt, mynduð þið styðja Svandísi? „Eins og ég segi, ég er voða lítið í „ef“ tillögum, að svara þeim, ef þetta eða hitt gerist. Þannig að við skulum nú bara sjá hvernig tíminn líður og hvernig hlutirnir æxlast.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira