Eins og óhamingjusöm hjón sem rífast alltaf úti á svölum Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2023 06:48 Formenn stjórnarflokkanna þriggja; Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Vísir/Arnar/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar líkir stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins við afar óhamingjusöm hjón. Ráðherrar þurfi að hætta að rífast og fara að hugsa um fólkið í landinu. Í morgun var greint frá því að Sjálfstæðismenn ræddu um mögulega vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra komi í ljós að hún hafi brotið stjórnsýslulög er hún frestaði hvalveiðum í sumar. Er ritari flokksins var síðan spurður hvort Sjálfstæðismenn myndu styðja vantrauststillöguna sagðist hann ekki útiloka það. Þá sagðist formaður Framsóknarflokksins ekki vilja svara svokölluðum „ef“ spurningum um mögulega vantrauststillögu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarandstöðuflokkarnir þó ekkert rætt sín á milli um neina vantrauststillögu. Því virðist vera að einu sem hafa rætt um hana sé samstarfsflokkur matvælaráðherra í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn. Fólk þurfi forystu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir mál þetta vera broslegt. „Vandamálið líka fyrir fólkið í landinu er að öll orka ríkisstjórnar Íslands fer í þessar innbyrðis erjur. Á sama tíma hafa stýrivextir tólffaldast frá því að ríkisstjórnin fór aftur af stað fyrir tveimur árum síðan. Fólkið í landinu, fyrirtækin í landinu finna fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Þetta eru málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem maður fer heyrir maður að umræðan snýst um þetta. Fólk þarf forystu, stefnufestu og sundruð ríkisstjórn getur ekki veitt þeim það,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Einar Kalli meðvitundarleysi stöðugleika Hún líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við óhamingjusöm hjón í fjölbýlishúsi sem taka öll rifrildi úti á svölum. „Vandamálið fyrir fólk á Íslandi er að þessi ríkisstjórn er svo sundruð að það er ekki bara þannig að hún er ekki hluti af lausninni fyrir fólkið í landinu heldur er hún hluti af þeim vandamálum sem við stöndum frami fyrir því hún liggur eins og pólitískt meðvitundarlaus og kallar það stöðugleika,“ segir Þorbjörg. Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Sjálfstæðismenn ræddu um mögulega vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra komi í ljós að hún hafi brotið stjórnsýslulög er hún frestaði hvalveiðum í sumar. Er ritari flokksins var síðan spurður hvort Sjálfstæðismenn myndu styðja vantrauststillöguna sagðist hann ekki útiloka það. Þá sagðist formaður Framsóknarflokksins ekki vilja svara svokölluðum „ef“ spurningum um mögulega vantrauststillögu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa stjórnarandstöðuflokkarnir þó ekkert rætt sín á milli um neina vantrauststillögu. Því virðist vera að einu sem hafa rætt um hana sé samstarfsflokkur matvælaráðherra í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn. Fólk þurfi forystu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir mál þetta vera broslegt. „Vandamálið líka fyrir fólkið í landinu er að öll orka ríkisstjórnar Íslands fer í þessar innbyrðis erjur. Á sama tíma hafa stýrivextir tólffaldast frá því að ríkisstjórnin fór aftur af stað fyrir tveimur árum síðan. Fólkið í landinu, fyrirtækin í landinu finna fyrir verðbólgu og vaxtahækkunum. Þetta eru málin sem fólk er að hugsa um. Hvert sem maður fer heyrir maður að umræðan snýst um þetta. Fólk þarf forystu, stefnufestu og sundruð ríkisstjórn getur ekki veitt þeim það,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Einar Kalli meðvitundarleysi stöðugleika Hún líkir ríkisstjórnarsamstarfinu við óhamingjusöm hjón í fjölbýlishúsi sem taka öll rifrildi úti á svölum. „Vandamálið fyrir fólk á Íslandi er að þessi ríkisstjórn er svo sundruð að það er ekki bara þannig að hún er ekki hluti af lausninni fyrir fólkið í landinu heldur er hún hluti af þeim vandamálum sem við stöndum frami fyrir því hún liggur eins og pólitískt meðvitundarlaus og kallar það stöðugleika,“ segir Þorbjörg.
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira