Hoffmannsstígur verður að Elísabetarstíg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2023 13:41 Elísabet við Elísabetarstíg. Vísir/Arnar Stígur á milli Hringbrautar og Sólvallagötu verður nefndur í höfuðið á Elísabetu Jökulsdóttur skáldi. Til stóð að kenna stíginn við Pétur Hofmann. Elísabet segist orðlaus og þakklát að stígurinn, sem liggur meðfram húsi sem hún bjó í áratugum saman, verði kenndur við hana. Elísabet lagði leið sína niður í Ráðhús Reykjavíkur í morgun til að afhenda Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og formann bæjarráðs, undirskriftalista vegna stígsins. Rúmlega ellefu hundruð höfðu skrifað undir listann um að kenna nýjan stíg, sem verður til þegar framkvæmdum á gamla Bykoreitnum milli Sólvallagötu og Hringbrautar verður lokið, við Elísabetu. „Það gleður mig að geta greint frá því að þegar ég frétti af þessum undirskriftalista, og hafði átt samtöl við þig líka, fór ég á stúfana. Ég heyrði í þessum uppbyggingaraðilum sem eru þarna og hafa í raun yfirráð yfir þessum stíg. Hann átti að heita Hofmannsstígur. Ég ræddi við þá og sagði að það hefðu þúsund eða tólf hundruð skrifað undir. Skýrt ákall frá íbúunum og eflaust fleirum víða um land um að skíra þennan stíg Elísabetarstíg. Þeir tóku bara vel í það, þannig að málið er leyst,“ sagði Einar eftir að Elísabet afhenti honum undirskriftalistann. Elísabet Jökulsdóttir og Einar Þorsteinsson við afhendingu undirskriftalistans.Vísir/Arnar Elísabet bjó lengi vel í húsi sem liggur upp við nýja stíginn og setti svip sinn á hverfið. „Þú ert náttúrulega einstök og ég held að enginn annar myndi fara í svona verkefni að láta nefna stíginn eftir sjálfum sér. Þetta er náttúrulega klikkað en ótrúlega skemmtilegt. Þú bjóst þarna lengi og settir svip þinn á hverfið. Skrifaðir um það, gekkst í gegn um gleði og sorgir á þessum stað og frábært fyrir þetta nýja hverfi að hafa tengingu við íbúa sem hefur sett mark sitt á það,“ bætti Einar við. Óhætt er að segja að ákvörðunin hafi komið Elísabetu á óvart. „Ég er bara alveg orðlaus. Ég titra öll og skelf eins og þið sjáið. Þetta er svo stór stund að þetta sé komið hér með. Ég hélt að þetta tæki kannski marga mánuði að veltast um og þá vissi maður ekkert hver útkoman yrði. Þetta virkar svo einfalt og það er svo dásamlegt við einn svona lítinn stíg vestur í bæ,“ segir Elísabet. Hún segist þakklát öllum sem að málinu koma, bæði verktökum, Einari og öllum þeim sem skrifuðu undir. Kemur þetta á óvart? „Já, nú er þetta eins og töfrabragð. Ég var samt að hugsa: Getur þetta verið? En það var pínulítil hugsun. Þannig að þetta kemur mér algjörlega á óvart og í opna skjöldu.“ Reykjavík Borgarstjórn Menning Skipulag Tengdar fréttir Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Elísabet lagði leið sína niður í Ráðhús Reykjavíkur í morgun til að afhenda Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík og formann bæjarráðs, undirskriftalista vegna stígsins. Rúmlega ellefu hundruð höfðu skrifað undir listann um að kenna nýjan stíg, sem verður til þegar framkvæmdum á gamla Bykoreitnum milli Sólvallagötu og Hringbrautar verður lokið, við Elísabetu. „Það gleður mig að geta greint frá því að þegar ég frétti af þessum undirskriftalista, og hafði átt samtöl við þig líka, fór ég á stúfana. Ég heyrði í þessum uppbyggingaraðilum sem eru þarna og hafa í raun yfirráð yfir þessum stíg. Hann átti að heita Hofmannsstígur. Ég ræddi við þá og sagði að það hefðu þúsund eða tólf hundruð skrifað undir. Skýrt ákall frá íbúunum og eflaust fleirum víða um land um að skíra þennan stíg Elísabetarstíg. Þeir tóku bara vel í það, þannig að málið er leyst,“ sagði Einar eftir að Elísabet afhenti honum undirskriftalistann. Elísabet Jökulsdóttir og Einar Þorsteinsson við afhendingu undirskriftalistans.Vísir/Arnar Elísabet bjó lengi vel í húsi sem liggur upp við nýja stíginn og setti svip sinn á hverfið. „Þú ert náttúrulega einstök og ég held að enginn annar myndi fara í svona verkefni að láta nefna stíginn eftir sjálfum sér. Þetta er náttúrulega klikkað en ótrúlega skemmtilegt. Þú bjóst þarna lengi og settir svip þinn á hverfið. Skrifaðir um það, gekkst í gegn um gleði og sorgir á þessum stað og frábært fyrir þetta nýja hverfi að hafa tengingu við íbúa sem hefur sett mark sitt á það,“ bætti Einar við. Óhætt er að segja að ákvörðunin hafi komið Elísabetu á óvart. „Ég er bara alveg orðlaus. Ég titra öll og skelf eins og þið sjáið. Þetta er svo stór stund að þetta sé komið hér með. Ég hélt að þetta tæki kannski marga mánuði að veltast um og þá vissi maður ekkert hver útkoman yrði. Þetta virkar svo einfalt og það er svo dásamlegt við einn svona lítinn stíg vestur í bæ,“ segir Elísabet. Hún segist þakklát öllum sem að málinu koma, bæði verktökum, Einari og öllum þeim sem skrifuðu undir. Kemur þetta á óvart? „Já, nú er þetta eins og töfrabragð. Ég var samt að hugsa: Getur þetta verið? En það var pínulítil hugsun. Þannig að þetta kemur mér algjörlega á óvart og í opna skjöldu.“
Reykjavík Borgarstjórn Menning Skipulag Tengdar fréttir Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Vill stíg nefndan eftir sér en ekki dauðum karli: „Þetta ætti að vera stelpuhverfi“ Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir berst núna fyrir því að nýr stígur í Vesturbænum verði nefndur eftir henni í stað Péturs Hoffmanns. Við Elísabetarstíg yrði minnisvarði um allar gömlu sjómannskonurnar í hverfinu. 25. júlí 2023 17:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent