Víða leynast gersemar í geymslum Eyjólfur Pálsson skrifar 8. september 2023 11:01 Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili. Þessi nýjungagirni er sem betur fer á undanhaldi og fólk gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi vandaðrar hönnunar og sjálfbærni. Það á ekki bara við um kaup á vönduðum vörum sem endast vel heldur ekki síður um að nýta betur eldri húsmuni sem fyrirfinnast. Það leynast víða gersemar í geymslum! Sjálfbærni og virðing Loftslagsváin er stóra áskorun samtímans og við þurfum öll að huga að sjálfbærni. Framleiðslu á nýjum húsgögnum fylgir drjúgt kolefnisspor en með því að nýta eldri húsmuni drögum við úr eftirspurn eftir nýjum efnum, verndum náttúruauðlindir og drögum úr kolefnisspori, bæði þegar kemur að framleiðslu og flutningum. Það er einnig mikilvægt að varðveita og heiðra menningu okkar og við eigum að bera virðingu fyrir fallegri hönnun og vönduðu handverki. Það er góð leið til að heiðra og halda tengslum við menningarsöguna að nýta eldri húsmuni sem margir hverjir hafa mikla sögu að geyma. Vönduð og vel hönnuð húsgögn eru gulls ígildi og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim og helst að nýta. Hagkvæmni til framtíðar Hagkvæmni er af hinu góða og vert er að hafa í huga að ódýrasta varan er ekki alltaf ódýrust þegar gæði og líftími vöru eru tekin með í reikninginn. Rammasamningar eru til þess fallnir að hvetja opinberar stofnanir til að velja ódýrasta tilboðið þegar kemur að innréttingum. Léleg og illa smíðuð húsgögn geta því orðið fyrir valinu og afleiðingin sú að endurnýja þarf flest húsgögnin innan örfárra ára. Ég veit því miður um nokkur slík tilvik. Við verðum að gera kröfu um gæði og lágmarks líftíma og huga að hagkvæmni til framtíðar. Alþingi og Landsbanki til fyrirmyndar Að innrétta opinberar byggingar getur verið kostnaðarsamt. Það getur því verið afar hagkvæmt að velja að nýta vandaða eldri muni auk þess sem það styður við iðnað og handverk í landinu, ef þeir þarfnast lagfæringa. Það gladdi hjarta mitt að frétta af tveimur nýlegum og umfangsmiklum verkefnum þar sem ráðdeild og virðing fyrir sígildri og vandaðri hönnun var höfð að leiðarljósi. Við val á húsbúnaði fyrir nýbyggingu Alþingis var byrjað á að líta í geymslur og þar fundust 160 vel smíðaðir og góðir íslenskir stólar. Nú stendur yfir vinna við að endurbólstra þá og munu þeir eflaust eiga gott framhaldslíf! Hið sama var upp á teningnum þegar kom að innréttingum í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans. Þar var einnig hugað að sjálfbærni og klassískri hönnun og gæðahúsgögn og eldri hönnunarmunir frá aflögðum útibúum bankans nýttir til að prýða nýja húsnæðið. Látum þessi tvö ánægjulegu dæmi verða okkur hvatning til að skoða hvað leynist í geymslum, hvort sem það er heima við eða á vinnustað, og endurnýta eða gera upp vandaðar hönnunarvörur í stað þess að kaupa nýtt, ef þess er nokkur kostur. Auk þess að vera hagkvæmir og sjálfbærir, skapa eldri gripir oft einstök og skemmtileg tækifæri í hönnun og samsetningu. Það eykur virðingu fyrir hönnun og vönduðu handverki, og tryggir varðveislu menningarminja. Höfundur er stofnandi Epal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Landsbankinn Alþingi Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili. Þessi nýjungagirni er sem betur fer á undanhaldi og fólk gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi vandaðrar hönnunar og sjálfbærni. Það á ekki bara við um kaup á vönduðum vörum sem endast vel heldur ekki síður um að nýta betur eldri húsmuni sem fyrirfinnast. Það leynast víða gersemar í geymslum! Sjálfbærni og virðing Loftslagsváin er stóra áskorun samtímans og við þurfum öll að huga að sjálfbærni. Framleiðslu á nýjum húsgögnum fylgir drjúgt kolefnisspor en með því að nýta eldri húsmuni drögum við úr eftirspurn eftir nýjum efnum, verndum náttúruauðlindir og drögum úr kolefnisspori, bæði þegar kemur að framleiðslu og flutningum. Það er einnig mikilvægt að varðveita og heiðra menningu okkar og við eigum að bera virðingu fyrir fallegri hönnun og vönduðu handverki. Það er góð leið til að heiðra og halda tengslum við menningarsöguna að nýta eldri húsmuni sem margir hverjir hafa mikla sögu að geyma. Vönduð og vel hönnuð húsgögn eru gulls ígildi og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim og helst að nýta. Hagkvæmni til framtíðar Hagkvæmni er af hinu góða og vert er að hafa í huga að ódýrasta varan er ekki alltaf ódýrust þegar gæði og líftími vöru eru tekin með í reikninginn. Rammasamningar eru til þess fallnir að hvetja opinberar stofnanir til að velja ódýrasta tilboðið þegar kemur að innréttingum. Léleg og illa smíðuð húsgögn geta því orðið fyrir valinu og afleiðingin sú að endurnýja þarf flest húsgögnin innan örfárra ára. Ég veit því miður um nokkur slík tilvik. Við verðum að gera kröfu um gæði og lágmarks líftíma og huga að hagkvæmni til framtíðar. Alþingi og Landsbanki til fyrirmyndar Að innrétta opinberar byggingar getur verið kostnaðarsamt. Það getur því verið afar hagkvæmt að velja að nýta vandaða eldri muni auk þess sem það styður við iðnað og handverk í landinu, ef þeir þarfnast lagfæringa. Það gladdi hjarta mitt að frétta af tveimur nýlegum og umfangsmiklum verkefnum þar sem ráðdeild og virðing fyrir sígildri og vandaðri hönnun var höfð að leiðarljósi. Við val á húsbúnaði fyrir nýbyggingu Alþingis var byrjað á að líta í geymslur og þar fundust 160 vel smíðaðir og góðir íslenskir stólar. Nú stendur yfir vinna við að endurbólstra þá og munu þeir eflaust eiga gott framhaldslíf! Hið sama var upp á teningnum þegar kom að innréttingum í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans. Þar var einnig hugað að sjálfbærni og klassískri hönnun og gæðahúsgögn og eldri hönnunarmunir frá aflögðum útibúum bankans nýttir til að prýða nýja húsnæðið. Látum þessi tvö ánægjulegu dæmi verða okkur hvatning til að skoða hvað leynist í geymslum, hvort sem það er heima við eða á vinnustað, og endurnýta eða gera upp vandaðar hönnunarvörur í stað þess að kaupa nýtt, ef þess er nokkur kostur. Auk þess að vera hagkvæmir og sjálfbærir, skapa eldri gripir oft einstök og skemmtileg tækifæri í hönnun og samsetningu. Það eykur virðingu fyrir hönnun og vönduðu handverki, og tryggir varðveislu menningarminja. Höfundur er stofnandi Epal.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun