Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt Friðrik Sigurðsson skrifar 16. september 2023 11:30 Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina. Skýrsla sem unnin var fyrir Innanríkisráðuneytið um félagshagfræðileg greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands á Íslandi sýnir svart á hvítu að flugleiðin milli Húsavíkur og Reykjavíkur er þjóðhagslega hagkvæm. Afleiðingar Covid hafa hins vegar haft áhrif á nýtingu í innanlandsflugi og ljóst er að það tekur tíma að ná henni aftur. Það er mitt mat að langtímaáhrif þess að flug legðist af til Húsavíkur séu alvarlegar, ekki eingöngu fyrir íbúa í Þingeyjarsýslu heldur einnig alla landsmenn þar sem Flugfélagið Ernir hefur sinnt áríðandi sjúkraflugi með líffæraþega til útlanda. Ef félagið þarf að fækka flugvélum og flugmönnum veikir það getu okkar sem þjóðar að sinna þessu nauðsynlega verkefni. Við sem þjóð ættum ekki að þurfa að deila um það að við viljum halda landinu okkar í byggð og veita íbúum í dreifðum byggðum lífskjör sem eru sambærileg við það sem þekkist í þéttbýlinu við Faxaflóa.Fjárfesting samfélagsins í slíku með tímabundnum stuðningi við áframhaldandi flug á þessari flugleið er lítil fjárhæð sé miðað við þann ábata sem af því hlýst til heildarinnar. Ég vil hvetja þingmenn, ráðherra og sveitarstjórnarfólk að beita sér í málinu og taka til máls og kynna sér upplýsingar og gögn um þetta brýna verkefni, sama á við um íbúa hvar sem er á landinu. Málið er stærra en svo að það hafi bara áhrif í Þingeyjarsýslu! Höfundur er flugrekstrarfræðingur & Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Samgöngur Norðurþing Byggðamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina. Skýrsla sem unnin var fyrir Innanríkisráðuneytið um félagshagfræðileg greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands á Íslandi sýnir svart á hvítu að flugleiðin milli Húsavíkur og Reykjavíkur er þjóðhagslega hagkvæm. Afleiðingar Covid hafa hins vegar haft áhrif á nýtingu í innanlandsflugi og ljóst er að það tekur tíma að ná henni aftur. Það er mitt mat að langtímaáhrif þess að flug legðist af til Húsavíkur séu alvarlegar, ekki eingöngu fyrir íbúa í Þingeyjarsýslu heldur einnig alla landsmenn þar sem Flugfélagið Ernir hefur sinnt áríðandi sjúkraflugi með líffæraþega til útlanda. Ef félagið þarf að fækka flugvélum og flugmönnum veikir það getu okkar sem þjóðar að sinna þessu nauðsynlega verkefni. Við sem þjóð ættum ekki að þurfa að deila um það að við viljum halda landinu okkar í byggð og veita íbúum í dreifðum byggðum lífskjör sem eru sambærileg við það sem þekkist í þéttbýlinu við Faxaflóa.Fjárfesting samfélagsins í slíku með tímabundnum stuðningi við áframhaldandi flug á þessari flugleið er lítil fjárhæð sé miðað við þann ábata sem af því hlýst til heildarinnar. Ég vil hvetja þingmenn, ráðherra og sveitarstjórnarfólk að beita sér í málinu og taka til máls og kynna sér upplýsingar og gögn um þetta brýna verkefni, sama á við um íbúa hvar sem er á landinu. Málið er stærra en svo að það hafi bara áhrif í Þingeyjarsýslu! Höfundur er flugrekstrarfræðingur & Þingeyingur.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar