Munaðarlausir Þingeyingar Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 19. september 2023 10:30 Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg. Áður höfðu önnur flugfélög séð um áætlunarflug til Húsavíkur, með nokkrum hléum. Meðal þeirra var Flugfélag Íslands sem lagði Húsavíkurflugið af og beindi farþegum sem hugðust leggja leið sína til Reykjavíkur um Akureyrarflugvöll. Eðlilega voru Þingeyingar ekki ánægðir með þessa ákvörðun flugfélagsins á sínum tíma, enda um verulega þjónustuskerðingu að ræða fyrir íbúa á svæðinu, austan Vaðlaheiðar. Allt frá fyrstu tíð hefur Framsýn stéttarfélag fylgst vel með framvindu mála varðandi flugið ásamt hagsmunaaðilum sem talað hafa fyrir mikilvægi flugsamgangna milli þessara landshluta, enda flugleiðin á milli Húsavíkur og Reykjavíkur mikilvægur hlekkur í framtíðar uppbyggingu svæðisins. Framsýn steig mikilvægt skref vorið 2014 með því að gera samkomulag við Flugfélagið Erni um aðgengi félagsmanna að ódýrum flugfargjöldum enda kostnaðarsamur liður í heimilisbókhaldinu hjá mörgum. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið uppfærður reglulega með hagsmuni félagsmanna og samfélagsins í Þingeyjarsýslum að leiðarljósi. Samningsaðilar eru sammála um að báðir aðilar hafi hagnast á samstarfinu. Frá árinu 2012 hafa allt að 20.000 farþegar flogið um Húsavíkurflugvöll á ári með Flugfélaginu Erni. Farþegafjöldinn náði hámarki árið 2016. Á þeim tíma stóðu yfir miklar framkvæmdir á svæðinu í tengslum við uppbygginguna á Bakka og á Þeistareykjum. Eðlilega er farþegafjöldinn ekki sá sami í dag og hann var á þeim tíma. Verði fluginu viðhaldið er alveg ljóst að farþegum um Húsavíkurflugvöll á bara eftir að fjölga, enda fyrirsjáanlegur gríðarlegur uppgangur í atvinnulífinu í Þingeyjarsýslum á komandi árum. Ljóst er að heimamenn hafa verulegar áhyggjur af stöðu áætlunarflugs til Húsavíkur svo vitnað sé í yfirlýsingar frá hagsmunaaðilum síðustu daga, ekki síst frá stéttarfélögum sem leitt hafa umræðuna, ferðaþjónustuaðilum, Húsavíkurstofu, SSNE, Þingeyjarsveit og Norðurþingi. Með þessari grein vil ég skora á þingmenn Norðausturkjördæmis að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur með fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. Komi ekki til opinbers stuðnings, með sambærilegum hætti og til annarra flugvalla á Íslandi, mun áætlunarflug til Húsavíkur leggjast af um næstu mánaðamót. Ætla þingmenn Norðausturkjördæmis virkilega að láta það gerast á sinni vakt að áætlunarflug og jafnvel sjúkraflug til Húsavíkur leggist af? Hafa þingmenn engar áhyggjur af stöðu flugmála, nú þegar stefnir í algjöra einokun á áætlunarflugi á Íslandi, þar sem vísbendingar eru um að Flugfélagið Ernir geti ekki mætt þeim mikla mótbyr sem flugfélagið býr við um þessar mundir. Það er þrátt fyrir farsæla sögu frá stofnun þess árið 1970 er viðkemur leiguflugi, áætlunarflugi og sjúkraflugi? Nánast allt áætlunarflug innanlands er ríkisstyrkt með beinum eða óbeinum hætti. Þá þekkja flestir söguna að því þegar Flugleiðir fengu fyrir fáeinum árum ríkisábyrgð upp á 16 milljarða. Á svipuðum tíma var ákveðið að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair. Sameinað félag er með eignarhlut í Norlandair sem hægt og bítandi hefur verið að ná flestum ríkisstyrktum áfangastöðum á landsbyggðinni, auk sjúkraflugsins sem Mýflug hefur séð um til fjölda ára með miklum ágætum. Vaknið þingmenn! Framsýn hefur á fundum með stjórnvöldum talað fyrir því að flugsamgöngur við Húsavík verði tryggðar með sambærilegum hætti og gert er í dag til annarra áfangastaða á Íslandi. Stjórnvöld geta ekki komið sér hjá því að styðja við bakið á þeirri áætlunarleið líkt og gert er til flestra annarra áætlunarstaða innanlands. Það stenst einfaldlega hvorki skoðun né samkeppnissjónarmið. Um er að ræða afar mikilvægt mál fyrir íbúa Þingeyjarsýslna og aðra þá sem velja að ferðast til og frá svæðinu, svo ekki sé talað um atvinnulífið sem treystir á öruggt áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll. Þá er ótalinn sá mikli fjöldi fólks sem neyðist til að ferðast landshorna á milli með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til að leita sér sérfræðiþjónustu sem stendur þeim einungis til boða í Reykjavík. Heimamenn munu því sannarlega ekki skorast undan því að styðja vel við flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur, enda sparar flugið bæði tíma, fé og fyrirhöfn. Hvað það varðar hafa forsvarsmenn Framsýnar fundað með forsætisráðherra, samgöngumálaráðherra og þingmönnum kjördæmisins varðandi áhyggjur félagsins, auk þess að gera Samkeppniseftirlitinu viðvart varðandi fákeppnina sem er að myndast í innanlandsfluginu á vakt núverandi stjórnvalda. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvörp sem voru samþykkt á Alþingi haustið 2020 og varða ríkisaðstoð til handa Icelandair er skýrt tekið fram að á þeim mörkuðum sem félagið og dótturfélög þess starfa, hafi eftirlitið verulegar áhyggjur af áhrifum ríkisaðstoðarinnar á samkeppni á viðkomandi mörkuðum. Þar kemur einnig fram að Air Iceland Connect (nú Icelandair) njóti mikilla yfirburða í innanlandsflugi. Það er á stærstu flugleiðum innanlands frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar. Flugfélagið hafi nánast haft einokunarstöðu á flugi innanlands allt frá árinu 2000 þegar Íslandsflug hætti samkeppnisflugi á leiðunum. Ljóst sé að ríkisaðstoð sem styddi við rekstur Air Iceland Connect/Icelandair myndi hafa skaðleg áhrif á fyrirtæki á borð við Flugfélagið Erni í innanlandsflugi segir jafnframt í umsögninni. Spurt er, hvernig ætla þingmenn að bregðast við stöðunni sem endurspeglast í áliti Samkeppniseftirlitsins um að ríkisábyrgð gæti haft skaðleg áhrif á minni flugfélög á Íslandi, sem nú hefur gengið eftir? Þá er spurt, ætlið þið að taka málið upp til umræðu á Alþingi, þar sem áhyggjur Samkeppniseftirlitsins eru að raungerast? Til viðbótar má geta þess að þegar talað er um að unnið hafi verið gegn starfsemi Flugfélagsins Ernis er við hæfi að vitna t.d. í nýlegt viðtal sem Viðskiptablaðið tók við Hörð Guðmundsson fyrrverandi eiganda flugfélagsins sem segir í viðtalinu að heimsfaraldurinn hafi verið flugfélaginu mjög erfiður; „Hann var erfiðari fyrir okkur en sem dæmi Flugfélag Íslands, sem sameinaðist móðurfélaginu nokkrum dögum áður en lögin um hlutabótaleiðina voru samþykkt. Þar með gat Flugfélag Íslands sagt upp öllu sínu fólki og ríkið borgaði uppsagnarfrestinn ásamt öllum kostnaði. Þetta gátum við ekki gert. Ef við ætluðum að segja einhverjum upp þá urðum við að borga viðkomandi 100% laun. Þessi tími reyndist okkur mjög erfiður." Að lokum þetta. Ég kalla eftir því að þingmenn Norðausturkjördæmis gefi upp afstöðu sína til frekari ætlunarflugs milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Eruð þið í liði með Þingeyingum að tryggja öruggar flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur frá og með 1. október 2023 eða ekki? Ég skal fúslega viðurkenna að ég reikna ekki með svörum við þessari grein frá ráðherra samgöngumála eða þingmönnum kjördæmisins. Því miður virðist áhugaleysið vera nánast algjört, það mun skýrast á næstu dögum hvort það reynist vera rétt eða ekki. Vonandi hef ég rangt fyrir mér um að Þingeyingar séu munaðarlausir. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Þingeyjarsveit Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg. Áður höfðu önnur flugfélög séð um áætlunarflug til Húsavíkur, með nokkrum hléum. Meðal þeirra var Flugfélag Íslands sem lagði Húsavíkurflugið af og beindi farþegum sem hugðust leggja leið sína til Reykjavíkur um Akureyrarflugvöll. Eðlilega voru Þingeyingar ekki ánægðir með þessa ákvörðun flugfélagsins á sínum tíma, enda um verulega þjónustuskerðingu að ræða fyrir íbúa á svæðinu, austan Vaðlaheiðar. Allt frá fyrstu tíð hefur Framsýn stéttarfélag fylgst vel með framvindu mála varðandi flugið ásamt hagsmunaaðilum sem talað hafa fyrir mikilvægi flugsamgangna milli þessara landshluta, enda flugleiðin á milli Húsavíkur og Reykjavíkur mikilvægur hlekkur í framtíðar uppbyggingu svæðisins. Framsýn steig mikilvægt skref vorið 2014 með því að gera samkomulag við Flugfélagið Erni um aðgengi félagsmanna að ódýrum flugfargjöldum enda kostnaðarsamur liður í heimilisbókhaldinu hjá mörgum. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið uppfærður reglulega með hagsmuni félagsmanna og samfélagsins í Þingeyjarsýslum að leiðarljósi. Samningsaðilar eru sammála um að báðir aðilar hafi hagnast á samstarfinu. Frá árinu 2012 hafa allt að 20.000 farþegar flogið um Húsavíkurflugvöll á ári með Flugfélaginu Erni. Farþegafjöldinn náði hámarki árið 2016. Á þeim tíma stóðu yfir miklar framkvæmdir á svæðinu í tengslum við uppbygginguna á Bakka og á Þeistareykjum. Eðlilega er farþegafjöldinn ekki sá sami í dag og hann var á þeim tíma. Verði fluginu viðhaldið er alveg ljóst að farþegum um Húsavíkurflugvöll á bara eftir að fjölga, enda fyrirsjáanlegur gríðarlegur uppgangur í atvinnulífinu í Þingeyjarsýslum á komandi árum. Ljóst er að heimamenn hafa verulegar áhyggjur af stöðu áætlunarflugs til Húsavíkur svo vitnað sé í yfirlýsingar frá hagsmunaaðilum síðustu daga, ekki síst frá stéttarfélögum sem leitt hafa umræðuna, ferðaþjónustuaðilum, Húsavíkurstofu, SSNE, Þingeyjarsveit og Norðurþingi. Með þessari grein vil ég skora á þingmenn Norðausturkjördæmis að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur með fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. Komi ekki til opinbers stuðnings, með sambærilegum hætti og til annarra flugvalla á Íslandi, mun áætlunarflug til Húsavíkur leggjast af um næstu mánaðamót. Ætla þingmenn Norðausturkjördæmis virkilega að láta það gerast á sinni vakt að áætlunarflug og jafnvel sjúkraflug til Húsavíkur leggist af? Hafa þingmenn engar áhyggjur af stöðu flugmála, nú þegar stefnir í algjöra einokun á áætlunarflugi á Íslandi, þar sem vísbendingar eru um að Flugfélagið Ernir geti ekki mætt þeim mikla mótbyr sem flugfélagið býr við um þessar mundir. Það er þrátt fyrir farsæla sögu frá stofnun þess árið 1970 er viðkemur leiguflugi, áætlunarflugi og sjúkraflugi? Nánast allt áætlunarflug innanlands er ríkisstyrkt með beinum eða óbeinum hætti. Þá þekkja flestir söguna að því þegar Flugleiðir fengu fyrir fáeinum árum ríkisábyrgð upp á 16 milljarða. Á svipuðum tíma var ákveðið að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair. Sameinað félag er með eignarhlut í Norlandair sem hægt og bítandi hefur verið að ná flestum ríkisstyrktum áfangastöðum á landsbyggðinni, auk sjúkraflugsins sem Mýflug hefur séð um til fjölda ára með miklum ágætum. Vaknið þingmenn! Framsýn hefur á fundum með stjórnvöldum talað fyrir því að flugsamgöngur við Húsavík verði tryggðar með sambærilegum hætti og gert er í dag til annarra áfangastaða á Íslandi. Stjórnvöld geta ekki komið sér hjá því að styðja við bakið á þeirri áætlunarleið líkt og gert er til flestra annarra áætlunarstaða innanlands. Það stenst einfaldlega hvorki skoðun né samkeppnissjónarmið. Um er að ræða afar mikilvægt mál fyrir íbúa Þingeyjarsýslna og aðra þá sem velja að ferðast til og frá svæðinu, svo ekki sé talað um atvinnulífið sem treystir á öruggt áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll. Þá er ótalinn sá mikli fjöldi fólks sem neyðist til að ferðast landshorna á milli með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til að leita sér sérfræðiþjónustu sem stendur þeim einungis til boða í Reykjavík. Heimamenn munu því sannarlega ekki skorast undan því að styðja vel við flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur, enda sparar flugið bæði tíma, fé og fyrirhöfn. Hvað það varðar hafa forsvarsmenn Framsýnar fundað með forsætisráðherra, samgöngumálaráðherra og þingmönnum kjördæmisins varðandi áhyggjur félagsins, auk þess að gera Samkeppniseftirlitinu viðvart varðandi fákeppnina sem er að myndast í innanlandsfluginu á vakt núverandi stjórnvalda. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvörp sem voru samþykkt á Alþingi haustið 2020 og varða ríkisaðstoð til handa Icelandair er skýrt tekið fram að á þeim mörkuðum sem félagið og dótturfélög þess starfa, hafi eftirlitið verulegar áhyggjur af áhrifum ríkisaðstoðarinnar á samkeppni á viðkomandi mörkuðum. Þar kemur einnig fram að Air Iceland Connect (nú Icelandair) njóti mikilla yfirburða í innanlandsflugi. Það er á stærstu flugleiðum innanlands frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar. Flugfélagið hafi nánast haft einokunarstöðu á flugi innanlands allt frá árinu 2000 þegar Íslandsflug hætti samkeppnisflugi á leiðunum. Ljóst sé að ríkisaðstoð sem styddi við rekstur Air Iceland Connect/Icelandair myndi hafa skaðleg áhrif á fyrirtæki á borð við Flugfélagið Erni í innanlandsflugi segir jafnframt í umsögninni. Spurt er, hvernig ætla þingmenn að bregðast við stöðunni sem endurspeglast í áliti Samkeppniseftirlitsins um að ríkisábyrgð gæti haft skaðleg áhrif á minni flugfélög á Íslandi, sem nú hefur gengið eftir? Þá er spurt, ætlið þið að taka málið upp til umræðu á Alþingi, þar sem áhyggjur Samkeppniseftirlitsins eru að raungerast? Til viðbótar má geta þess að þegar talað er um að unnið hafi verið gegn starfsemi Flugfélagsins Ernis er við hæfi að vitna t.d. í nýlegt viðtal sem Viðskiptablaðið tók við Hörð Guðmundsson fyrrverandi eiganda flugfélagsins sem segir í viðtalinu að heimsfaraldurinn hafi verið flugfélaginu mjög erfiður; „Hann var erfiðari fyrir okkur en sem dæmi Flugfélag Íslands, sem sameinaðist móðurfélaginu nokkrum dögum áður en lögin um hlutabótaleiðina voru samþykkt. Þar með gat Flugfélag Íslands sagt upp öllu sínu fólki og ríkið borgaði uppsagnarfrestinn ásamt öllum kostnaði. Þetta gátum við ekki gert. Ef við ætluðum að segja einhverjum upp þá urðum við að borga viðkomandi 100% laun. Þessi tími reyndist okkur mjög erfiður." Að lokum þetta. Ég kalla eftir því að þingmenn Norðausturkjördæmis gefi upp afstöðu sína til frekari ætlunarflugs milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Eruð þið í liði með Þingeyingum að tryggja öruggar flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur frá og með 1. október 2023 eða ekki? Ég skal fúslega viðurkenna að ég reikna ekki með svörum við þessari grein frá ráðherra samgöngumála eða þingmönnum kjördæmisins. Því miður virðist áhugaleysið vera nánast algjört, það mun skýrast á næstu dögum hvort það reynist vera rétt eða ekki. Vonandi hef ég rangt fyrir mér um að Þingeyingar séu munaðarlausir. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar