Dómafordæmi: Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 19. september 2023 14:31 Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgefandi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins. Þetta var útskýrt í grein minni sem birt var 1. september síðast liðinn. Ég á erfitt með að skilja að dómur, sem ekki er útskýrður frá báðum hliðum, geti verið fordæmisgefandi. Að minnsta kosti vantar þar eitthvað verulega upp á. Fyrst og fremst er það í héraði sem dómar eru útskýrðir. Séu í dómsforsendum báðar hliðar málsins ekki útskýrðar finnst mér að Hæstiréttur, og nú einnig Landsréttur, eigi að vera skyldugur til að senda málið til baka til undirréttar, jafnvel til endurupptöku. Rekjanleiki dóma hlýtur að vera sjálf grunnstoð réttarkerfisins. Hvernig unnt sé að finna dóma um það mál sem er sambærilegast því sem um ræðir og hvers vegna dómurinn í því var kveðinn upp nákvæmlega eins og gert var en ekki einhvern veginn öðru vísi. Mikilvægast er að fyrir hendi sé sem best aðgengi að dómum ásamt auðveldustu og nákvæmustu flokkun þeirra sem völ er á. Samræmi í dómskerfinu er vart hugsanlegt án þess. Krafa almennings hlýtur að vera sú að unnt sé að rekja dóma eftir nákvæmum skilgreiningum þannig að öruggt sé að samræmi sé í dómum, sama hver eða hverjir eigi í hlut. Þetta þarf einnig að gera til þess að lögmenn geti upplýst viðskiptavini sína með nokkrum sanni hvernig ákveðið dómsmál muni fara sem lítur svona og svona út. Þetta nægir að vísu ekki. Dómskerfið þarf einnig að þróast í takt við þjóðfélagsbreytingarnar og tæknina á hverjum tíma og sívaxandi hraða breytinga í þjóðfélaginu. Tækni er að þróast með sívaxandi hraða. Vísindamenn fullyrða að það sé hreinlega náttúrulögmál að hraði breytinga muni sífellt herða á sér samkvæmt veldiskúrvu. Í því sambandi verður að benda á að Alþingi og dómstólar eru fornt fyrirbæri sem verður að þróa í takt við tímann. Hugsanlegt er að um 2040–2050 verði álíka miklar breytingar á mánuði og nú verða á einu ári. Athuga þarf að það er allt þjóðfélagið, ekki bara tæknin, sem er að breytast svona ört. Sem dæmi má nefna alls konar fjarvinnu sem nú ryður sér ört til rúms. Það verður að vera til aðili innan dómskerfisins sem fylgist grannt með þróuninni og tekur við og miðlar ábendingum varðandi hana. Hlutverk hans yrði að koma á framfæri breytingum um gildi ákveðinna sönnunargagna og dómsmeðferða sem síðan þarf að fá víðtækt samþykki innan dómarastéttarinnar. Þetta yrði gert opinbert þannig að það geti nýst öllum sem að dómsmálum koma og þyrfti að koma inn í dómaskýringar sem viðbótarupplýsingar. Væntanlega verður að setja lög um þessa starfsemi og hafa þarf hugfast að þörf verður á hraðari ákvarðanatökum eftir því sem árin líða. Þegar ný lög verða sett um meðferð einkamála, sem verður að gera sem allra fyrst, þarf að láta þau miðast við fyrirsjáanlegar tæknibreytingar næstu 10–15 árin. Þá munu þau hugsanlega ná að endast sæmilega þann tíma. Forðast þarf eins og heitan eldinn að svipað gerist og þegar Alþingi samþykkti lög um meðferð einkamála árið 1991sem áttu við þjóðfélagið 20 árum áður, það er árið 1970 eða jafnvel miklu fyrr. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi er að finna fyllri lýsingu á þessum málum.Þá má spyrja hvort það geti gengið mikið lengur að vera með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið frá því fyrir og jafnvel löngu fyrir 1970. Svarið hlýtur að vera nei, að þetta megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgefandi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins. Þetta var útskýrt í grein minni sem birt var 1. september síðast liðinn. Ég á erfitt með að skilja að dómur, sem ekki er útskýrður frá báðum hliðum, geti verið fordæmisgefandi. Að minnsta kosti vantar þar eitthvað verulega upp á. Fyrst og fremst er það í héraði sem dómar eru útskýrðir. Séu í dómsforsendum báðar hliðar málsins ekki útskýrðar finnst mér að Hæstiréttur, og nú einnig Landsréttur, eigi að vera skyldugur til að senda málið til baka til undirréttar, jafnvel til endurupptöku. Rekjanleiki dóma hlýtur að vera sjálf grunnstoð réttarkerfisins. Hvernig unnt sé að finna dóma um það mál sem er sambærilegast því sem um ræðir og hvers vegna dómurinn í því var kveðinn upp nákvæmlega eins og gert var en ekki einhvern veginn öðru vísi. Mikilvægast er að fyrir hendi sé sem best aðgengi að dómum ásamt auðveldustu og nákvæmustu flokkun þeirra sem völ er á. Samræmi í dómskerfinu er vart hugsanlegt án þess. Krafa almennings hlýtur að vera sú að unnt sé að rekja dóma eftir nákvæmum skilgreiningum þannig að öruggt sé að samræmi sé í dómum, sama hver eða hverjir eigi í hlut. Þetta þarf einnig að gera til þess að lögmenn geti upplýst viðskiptavini sína með nokkrum sanni hvernig ákveðið dómsmál muni fara sem lítur svona og svona út. Þetta nægir að vísu ekki. Dómskerfið þarf einnig að þróast í takt við þjóðfélagsbreytingarnar og tæknina á hverjum tíma og sívaxandi hraða breytinga í þjóðfélaginu. Tækni er að þróast með sívaxandi hraða. Vísindamenn fullyrða að það sé hreinlega náttúrulögmál að hraði breytinga muni sífellt herða á sér samkvæmt veldiskúrvu. Í því sambandi verður að benda á að Alþingi og dómstólar eru fornt fyrirbæri sem verður að þróa í takt við tímann. Hugsanlegt er að um 2040–2050 verði álíka miklar breytingar á mánuði og nú verða á einu ári. Athuga þarf að það er allt þjóðfélagið, ekki bara tæknin, sem er að breytast svona ört. Sem dæmi má nefna alls konar fjarvinnu sem nú ryður sér ört til rúms. Það verður að vera til aðili innan dómskerfisins sem fylgist grannt með þróuninni og tekur við og miðlar ábendingum varðandi hana. Hlutverk hans yrði að koma á framfæri breytingum um gildi ákveðinna sönnunargagna og dómsmeðferða sem síðan þarf að fá víðtækt samþykki innan dómarastéttarinnar. Þetta yrði gert opinbert þannig að það geti nýst öllum sem að dómsmálum koma og þyrfti að koma inn í dómaskýringar sem viðbótarupplýsingar. Væntanlega verður að setja lög um þessa starfsemi og hafa þarf hugfast að þörf verður á hraðari ákvarðanatökum eftir því sem árin líða. Þegar ný lög verða sett um meðferð einkamála, sem verður að gera sem allra fyrst, þarf að láta þau miðast við fyrirsjáanlegar tæknibreytingar næstu 10–15 árin. Þá munu þau hugsanlega ná að endast sæmilega þann tíma. Forðast þarf eins og heitan eldinn að svipað gerist og þegar Alþingi samþykkti lög um meðferð einkamála árið 1991sem áttu við þjóðfélagið 20 árum áður, það er árið 1970 eða jafnvel miklu fyrr. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi er að finna fyllri lýsingu á þessum málum.Þá má spyrja hvort það geti gengið mikið lengur að vera með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið frá því fyrir og jafnvel löngu fyrir 1970. Svarið hlýtur að vera nei, að þetta megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun