Flestir vildu Verzló en Tækniskólinn neyddist til að hafna flestum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. október 2023 13:00 Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans segir afar leitt að þurfa að hafna fólki um skólavist. Tækniskólinn Um 6.500 nemendur voru innritaðir í framhaldsskóla í haust, af þeim eru um 4.300 að koma beint úr grunnskóla. Flestir fóru í bók- eða starfsnám. Langflestir, eða 818, hófu nám við Tækniskólann. Alls sóttu 7623 um framhaldsskólavist fyrir haustið. Af þeim voru 4463 umsóknir frá grunnskólanemum sem voru að ljúka grunnskóla. Verzlunarskólinn var vinsælastur en flest þeirra settu hann í fyrsta val og næst flest Tækniskólann. Ekki voru þó allar þær umsóknir samþykktar. Þetta kemur fram í innritunargögnum Menntamálastofnunar. Tækniskólinn er sá skóli sem tekur við flestum nýjum nemendum þetta haustið en alls byrjuðu þar í haust 818 nýir nemendur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, segir þau því miður aldrei geta tekið við öllum sem sækja um. Verst sé þegar ekki sé heldur pláss annars staðar í samskonar nám því fullt sé í iðngreinar þar líka. „Okkur gengur ágætlega að taka inn en getum auðvitað ekki orðið við þeim mikla fjölda sem sækir um. Það hefur fjölgað í Tækniskólanum á undanförnum fimm árum um 400 eða svo en það dugar engan veginn til að verða við eftirspurn í starfs-, iðn- og tækninám,“ segir Hildur og að það sé alltaf á endanum fjármagn, húsnæði og mannskapur sem hafi mest áhrif á það hversu mörgum þau hafna. „Þótt að stjórnvöld séu mjög jákvæð og áfram og það hafi verið lagt meira fé í málaflokkinn, sem snýr að okkur, þá dugar það ekki til,“ segir Hildur. Flestir sem sækja um í Tækniskólann sækja í bygginga- og rafiðnaðgreinar, en Hildur segir líka fleiri sækja um í pípara, múrverk, klæðskera og hársnyrtiiðn sem dæmi. Hún segir það jákvætt að sjá fleiri stúlkur sækja um í skólann en þó er enn mikill meirihluti drengir. „Það gengur ekki eins hratt og við hefjum viljað að fjölga stúlkum. Við reynum að leggja mikið upp úr því að höfða til beggja kynja í allar námsgreinar en á sama tíma og stúlkum fjölgar, fjölgar drengjunum líka. Þannig vex prósentan hægt.“ Hún segist þó sjá eina breytingu og það sé að stelpur komi yngri inn í þær greinar sem oft hefur verið talað um sem hefðbundnar karlagreinar og eins komi drengir fyrr inn í greinar sem sé oft talað um sem hefðbundnar kvennagreinar, eins og klæðskera og kjólasaum. „Það er jákvæð breyting en þetta þyrfti að gerast miklu hraðar.“ Hún segir þann hóp sem hefur nú nám hjá þeim afar fjölbreyttan, það sé breitt aldursbil frá 14 upp í 67 en auk þess taki þau líka inn fjölda nemenda sem eru með einhvers konar sérþarfir á starfsbrautir. Hún segir þau fara bjartsýn inn í árið. „Það er gríðarlega jákvætt hversu margir sækjast í starfs- og tækninám í dag og hvernig sú þróun hefur verið. Það er ofboðslega leiðinlegt að þurfa að synja nemendum um nám sem þeir eiga fullt erindi í, vegna plássleysis, og við vonumst til þess að það blasi við bjartari tímar og nýbygging Tækniskólans verði að veruleika þannig við getum tekið á móti fleirum í toppaðstæðum innan ekki of fárra ára,“ segir Hildur og vísar þar til nýbyggingar í Hafnarfirði þar sem stefnt er á að sameina alla starfsemi skólans. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Alls sóttu 7623 um framhaldsskólavist fyrir haustið. Af þeim voru 4463 umsóknir frá grunnskólanemum sem voru að ljúka grunnskóla. Verzlunarskólinn var vinsælastur en flest þeirra settu hann í fyrsta val og næst flest Tækniskólann. Ekki voru þó allar þær umsóknir samþykktar. Þetta kemur fram í innritunargögnum Menntamálastofnunar. Tækniskólinn er sá skóli sem tekur við flestum nýjum nemendum þetta haustið en alls byrjuðu þar í haust 818 nýir nemendur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari, segir þau því miður aldrei geta tekið við öllum sem sækja um. Verst sé þegar ekki sé heldur pláss annars staðar í samskonar nám því fullt sé í iðngreinar þar líka. „Okkur gengur ágætlega að taka inn en getum auðvitað ekki orðið við þeim mikla fjölda sem sækir um. Það hefur fjölgað í Tækniskólanum á undanförnum fimm árum um 400 eða svo en það dugar engan veginn til að verða við eftirspurn í starfs-, iðn- og tækninám,“ segir Hildur og að það sé alltaf á endanum fjármagn, húsnæði og mannskapur sem hafi mest áhrif á það hversu mörgum þau hafna. „Þótt að stjórnvöld séu mjög jákvæð og áfram og það hafi verið lagt meira fé í málaflokkinn, sem snýr að okkur, þá dugar það ekki til,“ segir Hildur. Flestir sem sækja um í Tækniskólann sækja í bygginga- og rafiðnaðgreinar, en Hildur segir líka fleiri sækja um í pípara, múrverk, klæðskera og hársnyrtiiðn sem dæmi. Hún segir það jákvætt að sjá fleiri stúlkur sækja um í skólann en þó er enn mikill meirihluti drengir. „Það gengur ekki eins hratt og við hefjum viljað að fjölga stúlkum. Við reynum að leggja mikið upp úr því að höfða til beggja kynja í allar námsgreinar en á sama tíma og stúlkum fjölgar, fjölgar drengjunum líka. Þannig vex prósentan hægt.“ Hún segist þó sjá eina breytingu og það sé að stelpur komi yngri inn í þær greinar sem oft hefur verið talað um sem hefðbundnar karlagreinar og eins komi drengir fyrr inn í greinar sem sé oft talað um sem hefðbundnar kvennagreinar, eins og klæðskera og kjólasaum. „Það er jákvæð breyting en þetta þyrfti að gerast miklu hraðar.“ Hún segir þann hóp sem hefur nú nám hjá þeim afar fjölbreyttan, það sé breitt aldursbil frá 14 upp í 67 en auk þess taki þau líka inn fjölda nemenda sem eru með einhvers konar sérþarfir á starfsbrautir. Hún segir þau fara bjartsýn inn í árið. „Það er gríðarlega jákvætt hversu margir sækjast í starfs- og tækninám í dag og hvernig sú þróun hefur verið. Það er ofboðslega leiðinlegt að þurfa að synja nemendum um nám sem þeir eiga fullt erindi í, vegna plássleysis, og við vonumst til þess að það blasi við bjartari tímar og nýbygging Tækniskólans verði að veruleika þannig við getum tekið á móti fleirum í toppaðstæðum innan ekki of fárra ára,“ segir Hildur og vísar þar til nýbyggingar í Hafnarfirði þar sem stefnt er á að sameina alla starfsemi skólans.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira