Kom árás Hamas á óvart? Yousef Tamimi skrifar 10. október 2023 08:31 Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn. Hvert mannslíf sem tapast er harmleikur, bæði fyrir Ísraela og Palestínubúa. Því hefur þó verið haldið fram að Ísrael eigi rétt á að verja sig, en hvenær hætta aðgerðir Ísraela að vera vörn og umbreytast í sókn? Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Árásir Hamas á Ísrael nú um helgina hófust ekki í neinu tómarúmi. Gaza er 365 km² að stærð og hefur verið í herkví Ísraela frá 2007. Á svæðinu búa 2,1 milljón íbúa, 65% heimila lifa við fæðuóöryggi ásamt því er 95% af vatni á svæðinu ódrykkjarhæft. Að jafnaði hafa íbúarnir eingöngu 13 klukkustundir af rafmagni á sólarhring og ísraelsk yfirvöld stjórna bæði loft-og landhelginni. Ísrael hefur einnig ráðist á svæðið í fjórum stórum hernaðaraðgerðum (2008, 2012, 2014, 2021) og drepið yfir 3.700 Palestínumenn.Þar að auki líflétu ísraelski herinn yfir 170 Palestínumenn í friðsamlegum mótmælum þeirra við „landamæri“ milli Gaza og Ísrael árið 2018. Ísrael hefur aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki, sem sést best í stórfelldri aukningu á byggðum landræningja á hernumdum svæðum, innlimun Austur-Jerúsalems, byggingar aðskilnaðarmúrs langt inn fyrir landamæri ríkjanna, hernámi, arðráni, mannréttindarbrotum og fjöldamorðum. Palestínufólk býr við stöðugar árásir hernámsyfirvalda og landræningja, hafa ekki sömu lagalegu réttindi og Ísraelar, lifa í stöðugum ótta, við skort af hreinu vatni, og skertar tekjulindir og hindranir við ferðalög og menntun. Þessi ógnarstjórn og kúgun ásamt misrétti sem Palestínumenn eru beittir af Ísrael hafa fjöldamörg mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, skilgreint sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) af hendi ísraelskra yfirvalda. Langflestir þeirra sem eru drepnir eru óbreyttir borgarar. Ísrael hefur einnig í haldi fleiri en 5 þúsund Palestínumenn í fangelsum, en þar af eru 1.100 í svokallaðari „Administrative Detention“ sem þýðir einfaldlega varðhald án ákæru og dóms og getur varið óendanlega. Hvert einasta dauðsfall er sorglegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að árið 2023, fyrir þessa árás, voru 8 Palestínumen drepnir á móti hverjum Ísraela. Og frá 2008 eru tölurnar enn meira sláandi þar sem á móti hverjum Ísraelsmanni voru 21 Palestínumaður drepinn. Allar hugmyndir um rétt Ísrael til að verja sig verða að vera skoðaðar með gagnrýnum augum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er í stórsókn gegn Palestínu. Frá því að ný ríkisstjórn tók völdum í Ísrael, með öfgahægri öflum og dæmdum stuðningsmanni ísraelskra hryðjuverkasamtaka sem ráðherra, hefur ástandið fyrir Palestínumenn hratt versnað. Auknar árásir landræningja í skjóli hervaldsins og uppbyggingu fleiri landræningjabyggða á landi Palestínumanna. Það sem á sér stað í hernuminni Palestínu er eingöngu svar við áralöngu, daglegum ísraelskum hernaðarárásum á palestínsk svæði. Morð, arðrán, hernám og sú staðreynd að yfir 2 milljónir Palestínubúa hafa búið í herkví frá 2007 er kaldur veruleiki sem við þurfum að bregðast við. Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, var fljót að gagnrýna Hamas fyrir hryðjuverkstarfsemi sína. En hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir hernám? Hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir þá 224 Palestínumenn sem voru drepnir í ár? Hvenær ætlar Þórdís að láta svara fyrir herkvínna í Gaza? Hvenær ætla ríksstjórnir heimsins að láta Ísrael bera ábyrgð á því að margbrjóta alþjóðlög rétt eins og við gerum gagnvart Rússlandi? Í skýrslu Amnesty International frá 2022 kemur fram að draga verði ísraelsk yfirvöld til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnu þeirra gegn palestínsku fólki. Skýrslan lýsir einnig þeirri kerfisbundinni kúgun og yfirráðum Ísraelsríkis yfir palestínsku fólkinu og hvernig þessi stjórnun hefur áhrif á réttindi þess, hvort sem það er palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu eða palestínskt flóttafólk í öðrum löndum Heimurinn verður að átta sig á því að til þess að leysa þessa deilu verðum við að setja þrýsting á Ísrael að hætta hernámi og arðráni á palestínsku landi. Hætta daglegum árásum á Palestínumenn og draga Ísrael til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnunni. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn. Hvert mannslíf sem tapast er harmleikur, bæði fyrir Ísraela og Palestínubúa. Því hefur þó verið haldið fram að Ísrael eigi rétt á að verja sig, en hvenær hætta aðgerðir Ísraela að vera vörn og umbreytast í sókn? Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Árásir Hamas á Ísrael nú um helgina hófust ekki í neinu tómarúmi. Gaza er 365 km² að stærð og hefur verið í herkví Ísraela frá 2007. Á svæðinu búa 2,1 milljón íbúa, 65% heimila lifa við fæðuóöryggi ásamt því er 95% af vatni á svæðinu ódrykkjarhæft. Að jafnaði hafa íbúarnir eingöngu 13 klukkustundir af rafmagni á sólarhring og ísraelsk yfirvöld stjórna bæði loft-og landhelginni. Ísrael hefur einnig ráðist á svæðið í fjórum stórum hernaðaraðgerðum (2008, 2012, 2014, 2021) og drepið yfir 3.700 Palestínumenn.Þar að auki líflétu ísraelski herinn yfir 170 Palestínumenn í friðsamlegum mótmælum þeirra við „landamæri“ milli Gaza og Ísrael árið 2018. Ísrael hefur aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki, sem sést best í stórfelldri aukningu á byggðum landræningja á hernumdum svæðum, innlimun Austur-Jerúsalems, byggingar aðskilnaðarmúrs langt inn fyrir landamæri ríkjanna, hernámi, arðráni, mannréttindarbrotum og fjöldamorðum. Palestínufólk býr við stöðugar árásir hernámsyfirvalda og landræningja, hafa ekki sömu lagalegu réttindi og Ísraelar, lifa í stöðugum ótta, við skort af hreinu vatni, og skertar tekjulindir og hindranir við ferðalög og menntun. Þessi ógnarstjórn og kúgun ásamt misrétti sem Palestínumenn eru beittir af Ísrael hafa fjöldamörg mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, skilgreint sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) af hendi ísraelskra yfirvalda. Langflestir þeirra sem eru drepnir eru óbreyttir borgarar. Ísrael hefur einnig í haldi fleiri en 5 þúsund Palestínumenn í fangelsum, en þar af eru 1.100 í svokallaðari „Administrative Detention“ sem þýðir einfaldlega varðhald án ákæru og dóms og getur varið óendanlega. Hvert einasta dauðsfall er sorglegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að árið 2023, fyrir þessa árás, voru 8 Palestínumen drepnir á móti hverjum Ísraela. Og frá 2008 eru tölurnar enn meira sláandi þar sem á móti hverjum Ísraelsmanni voru 21 Palestínumaður drepinn. Allar hugmyndir um rétt Ísrael til að verja sig verða að vera skoðaðar með gagnrýnum augum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er í stórsókn gegn Palestínu. Frá því að ný ríkisstjórn tók völdum í Ísrael, með öfgahægri öflum og dæmdum stuðningsmanni ísraelskra hryðjuverkasamtaka sem ráðherra, hefur ástandið fyrir Palestínumenn hratt versnað. Auknar árásir landræningja í skjóli hervaldsins og uppbyggingu fleiri landræningjabyggða á landi Palestínumanna. Það sem á sér stað í hernuminni Palestínu er eingöngu svar við áralöngu, daglegum ísraelskum hernaðarárásum á palestínsk svæði. Morð, arðrán, hernám og sú staðreynd að yfir 2 milljónir Palestínubúa hafa búið í herkví frá 2007 er kaldur veruleiki sem við þurfum að bregðast við. Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, var fljót að gagnrýna Hamas fyrir hryðjuverkstarfsemi sína. En hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir hernám? Hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir þá 224 Palestínumenn sem voru drepnir í ár? Hvenær ætlar Þórdís að láta svara fyrir herkvínna í Gaza? Hvenær ætla ríksstjórnir heimsins að láta Ísrael bera ábyrgð á því að margbrjóta alþjóðlög rétt eins og við gerum gagnvart Rússlandi? Í skýrslu Amnesty International frá 2022 kemur fram að draga verði ísraelsk yfirvöld til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnu þeirra gegn palestínsku fólki. Skýrslan lýsir einnig þeirri kerfisbundinni kúgun og yfirráðum Ísraelsríkis yfir palestínsku fólkinu og hvernig þessi stjórnun hefur áhrif á réttindi þess, hvort sem það er palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu eða palestínskt flóttafólk í öðrum löndum Heimurinn verður að átta sig á því að til þess að leysa þessa deilu verðum við að setja þrýsting á Ísrael að hætta hernámi og arðráni á palestínsku landi. Hætta daglegum árásum á Palestínumenn og draga Ísrael til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnunni. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun