Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2023 14:14 Þórdís Kolbrún er nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýr fjármála- og efnahagsráðherra, segist lítast mjög vel á komandi verkefni í nýju ráðuneyti. „Þetta er mjög stór dagur og stór verkefni sem ég tek við, og ég er auðvitað bara þakklát að gera það.“ Spurð hvort hún sé sátt við skiptin segist Þórdís vera að koma úr mjög krefjandi ráðuneyti. „Þar sem að mikið gengur á. Óvissan í heiminum hefur ekki verið meiri, og óvissu um Ísland, í mjög marga áratugi. Og ég lagt mig alla fram og gefið mig alla í þau verkefni. Þau verkefni sem ég tek að mér þau eiga hug minn allan, og nú tek ég að mér ný verkefni, og þau munu eiga hug minn allan,“ sagði Þórdís Kolbrún fyrir utan Bessastaði á leið á ríkisráðsfund. Fjölmennt lið fréttamanna ræddi við Þórdísi fyrir utan Bessastaði. Vísir/Vilhelm Hún segist tala áfram fyrir sömu gildum. Verkefnin séu þung en líka augljós og hún hlakki raunverulega til að taka við þeim. „Ef ég væri ekki bjartsýn, þá ætti ég ekki að vera í stjórnmálum. En ég er líka raunsæ og ég veit að þetta eru stór verkefni,“ segir hún og að hún vinni ekki að þeim ein. Hún sé spennt að takast á við verkefni í samvinnu við starfsfólk ráðuneytis og þingflokkinn allan. Þórdís Kolbrún segir það þannig í stjórnmálum að það sé margt sem ekki sé hægt að hafa stjórn á. Síðustu mánuði hafi utanríkismálin átt hug hennar allan og að þannig hafi hún viljað hafa það. Það þýði að það verði eins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Í stjórnmálum veit maður auðvitað mjög sjaldan hvað gerist,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þakklát fyrir síðustu tvö árin Hún sagði því fylgja ábyrgð að vera varaformaður flokksins. Hún væri nú að ganga inn í sitt sjöunda ár sem ráðherra og í sitt fjórða ráðuneyti. „Ég er búin undir hvað sem er,“ sagði Þórdís og að þetta væri kannski atburðarásin sem hún sá fyrir en að hún væri þakklát fyrir síðustu tvö árin í utanríkisráðuneytinu. Spurð út í verkefnin sem fram undan eru í fjármálaráðuneytinu eins og vaxtarstigið, verðbólguna, kjarasamninga og söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og hvort það skipti hana máli og mögulega framtíð hennar í stjórnmálum sagði Þórdís að hún væri alltaf í liðinu „Ísland“. Verkefnin skipti almenning, fjölskyldur og fyrirtækin í landinu máli og að það sé forgangsverkefni að ná tökum á vaxtarstigi í landinu. Það sé eins forgangsverkefni að klára söluna á Íslandsbanka. Það sé nauðsynlegt til að komast hjá því að taka tugmilljarða lán. „Það er rétt ákvörðun fyrir íslenska hagsmuni að losa okkur við það eignarhald,“ sagði Þórdís Kolbrún og að það yrði að koma seinna í ljós hvaða áhrif það hefði á kynslóðaskipti í Sjálfstæðisflokknum. „Allt sem ég geri snýst um að vanda mig og vinna fyrir íslenskan almenning, og það er mjög góð leið að gera það sömuleiðis sem formaður Sjálfstæðisflokksins.“ Sest niður með starfsfólki ráðuneytisins Spurð hvernig hún ætli að bregðast við þeim álitum og skýrslum sem hafa komið fram um söluna sagði Þórdís að hún myndi byrja á því að setjast niður með starfsfólki ráðuneytisins og fara yfir stöðuna og þá vinnu sem hefði verið farið í eftir síðustu sölu. „Ég sé nú ekki annað en að almennt opið útboð sé sú leið sem væri helst hægt að ná sátt um, og er eðlilegt og skynsamlegt. Í mínum huga er það forgangsverkefni að klára að selja í Íslandsbanka, losa okkur undan þessu eignarhaldi og gera það almennilega.“ Spurð út í ákvörðun Bjarna að skipta um ráðherrastól og hvort hann axli með því ábyrgð segir hún það þekkt að ráðherrar skipti um stól. Hann sé að bregðast við áliti umboðsmanns og beri sína pólitísku ábyrgð með þessu. Spurð út í niðurstöður skoðanakönnunar þar sem um 70 prósent töldu Bjarna ekki eiga að taka við nýju ráðherraembætti segir hún Bjarna njóta trausts ríkisstjórnarinnar. Hann hafi tekið ábyrgð og taki nú við nýjum verkefnum sem ekki hafi beina tengingu við söluna. Nýjar áherslur með nýju fólki Hvað varðar fjárlagafrumvarpið segir Þórdís það nú í þinglegri meðferð en að nýju fólki fylgi alltaf nýjar áherslur. Það séu mörg aðkallandi verkefni og hún muni nálgast þau með yfirlýstum markmið ríkisstjórnar að leiðarljósi um að minnka verðbólguna. „Allt sem ég mun gera innan ráðuneytisins mun styðja við það að í því felist umbætur, og í því felist einföldun, að við séum að fókusa á það sem er hlutverk ríkisins og þar sem við getum losað okkur undan öðru, tel ég að við eigum að gera það,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist ekki kvíða samstarfi við nokkurn aðila í íslensku samfélagi. Hennar hlutverk sé að tryggja hagsmuni íslensks almennings og hún muni gera það í samstarfi við allskonar aðila. Hvað varðar atburðarás vikunnar segir Þórdís Kolbrún að þegar Bjarni hafi sagt af sér hafi ýmislegt farið í gegnum kollinn og ýmis samtöl átt sér stað. „Þetta gerist í ákveðinni röð og eitt leiðir af öðru. Auðvitað sé ég þennan möguleika fyrir mér og bjó mig undir hann. Nú birtist hann og ég er meira en tilbúin í þessa breytingu og þessi verkefni.“ Viðtalið hefur verið uppfært eftir að fréttamaður ræddi aftur við Þórdísi eftir ríkisráðsfund. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Efnahagsmál Tengdar fréttir „Fyrst og fremst stólaskipti“ án þess að axla ábyrgð Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð. 14. október 2023 13:40 Hvaða stöðugleika er ríkisstjórnin að tala um? „Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? 14. október 2023 12:31 Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 14. október 2023 11:51 Bjarni verður utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson verður nýr utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Leiðtogar stjórnarflokkanna segja ríkisstjórnina standa styrka og samhenta og þau vilji klára kjörtímabilið saman. Það er nú hálfnað. 14. október 2023 11:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, nýr fjármála- og efnahagsráðherra, segist lítast mjög vel á komandi verkefni í nýju ráðuneyti. „Þetta er mjög stór dagur og stór verkefni sem ég tek við, og ég er auðvitað bara þakklát að gera það.“ Spurð hvort hún sé sátt við skiptin segist Þórdís vera að koma úr mjög krefjandi ráðuneyti. „Þar sem að mikið gengur á. Óvissan í heiminum hefur ekki verið meiri, og óvissu um Ísland, í mjög marga áratugi. Og ég lagt mig alla fram og gefið mig alla í þau verkefni. Þau verkefni sem ég tek að mér þau eiga hug minn allan, og nú tek ég að mér ný verkefni, og þau munu eiga hug minn allan,“ sagði Þórdís Kolbrún fyrir utan Bessastaði á leið á ríkisráðsfund. Fjölmennt lið fréttamanna ræddi við Þórdísi fyrir utan Bessastaði. Vísir/Vilhelm Hún segist tala áfram fyrir sömu gildum. Verkefnin séu þung en líka augljós og hún hlakki raunverulega til að taka við þeim. „Ef ég væri ekki bjartsýn, þá ætti ég ekki að vera í stjórnmálum. En ég er líka raunsæ og ég veit að þetta eru stór verkefni,“ segir hún og að hún vinni ekki að þeim ein. Hún sé spennt að takast á við verkefni í samvinnu við starfsfólk ráðuneytis og þingflokkinn allan. Þórdís Kolbrún segir það þannig í stjórnmálum að það sé margt sem ekki sé hægt að hafa stjórn á. Síðustu mánuði hafi utanríkismálin átt hug hennar allan og að þannig hafi hún viljað hafa það. Það þýði að það verði eins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Í stjórnmálum veit maður auðvitað mjög sjaldan hvað gerist,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þakklát fyrir síðustu tvö árin Hún sagði því fylgja ábyrgð að vera varaformaður flokksins. Hún væri nú að ganga inn í sitt sjöunda ár sem ráðherra og í sitt fjórða ráðuneyti. „Ég er búin undir hvað sem er,“ sagði Þórdís og að þetta væri kannski atburðarásin sem hún sá fyrir en að hún væri þakklát fyrir síðustu tvö árin í utanríkisráðuneytinu. Spurð út í verkefnin sem fram undan eru í fjármálaráðuneytinu eins og vaxtarstigið, verðbólguna, kjarasamninga og söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og hvort það skipti hana máli og mögulega framtíð hennar í stjórnmálum sagði Þórdís að hún væri alltaf í liðinu „Ísland“. Verkefnin skipti almenning, fjölskyldur og fyrirtækin í landinu máli og að það sé forgangsverkefni að ná tökum á vaxtarstigi í landinu. Það sé eins forgangsverkefni að klára söluna á Íslandsbanka. Það sé nauðsynlegt til að komast hjá því að taka tugmilljarða lán. „Það er rétt ákvörðun fyrir íslenska hagsmuni að losa okkur við það eignarhald,“ sagði Þórdís Kolbrún og að það yrði að koma seinna í ljós hvaða áhrif það hefði á kynslóðaskipti í Sjálfstæðisflokknum. „Allt sem ég geri snýst um að vanda mig og vinna fyrir íslenskan almenning, og það er mjög góð leið að gera það sömuleiðis sem formaður Sjálfstæðisflokksins.“ Sest niður með starfsfólki ráðuneytisins Spurð hvernig hún ætli að bregðast við þeim álitum og skýrslum sem hafa komið fram um söluna sagði Þórdís að hún myndi byrja á því að setjast niður með starfsfólki ráðuneytisins og fara yfir stöðuna og þá vinnu sem hefði verið farið í eftir síðustu sölu. „Ég sé nú ekki annað en að almennt opið útboð sé sú leið sem væri helst hægt að ná sátt um, og er eðlilegt og skynsamlegt. Í mínum huga er það forgangsverkefni að klára að selja í Íslandsbanka, losa okkur undan þessu eignarhaldi og gera það almennilega.“ Spurð út í ákvörðun Bjarna að skipta um ráðherrastól og hvort hann axli með því ábyrgð segir hún það þekkt að ráðherrar skipti um stól. Hann sé að bregðast við áliti umboðsmanns og beri sína pólitísku ábyrgð með þessu. Spurð út í niðurstöður skoðanakönnunar þar sem um 70 prósent töldu Bjarna ekki eiga að taka við nýju ráðherraembætti segir hún Bjarna njóta trausts ríkisstjórnarinnar. Hann hafi tekið ábyrgð og taki nú við nýjum verkefnum sem ekki hafi beina tengingu við söluna. Nýjar áherslur með nýju fólki Hvað varðar fjárlagafrumvarpið segir Þórdís það nú í þinglegri meðferð en að nýju fólki fylgi alltaf nýjar áherslur. Það séu mörg aðkallandi verkefni og hún muni nálgast þau með yfirlýstum markmið ríkisstjórnar að leiðarljósi um að minnka verðbólguna. „Allt sem ég mun gera innan ráðuneytisins mun styðja við það að í því felist umbætur, og í því felist einföldun, að við séum að fókusa á það sem er hlutverk ríkisins og þar sem við getum losað okkur undan öðru, tel ég að við eigum að gera það,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist ekki kvíða samstarfi við nokkurn aðila í íslensku samfélagi. Hennar hlutverk sé að tryggja hagsmuni íslensks almennings og hún muni gera það í samstarfi við allskonar aðila. Hvað varðar atburðarás vikunnar segir Þórdís Kolbrún að þegar Bjarni hafi sagt af sér hafi ýmislegt farið í gegnum kollinn og ýmis samtöl átt sér stað. „Þetta gerist í ákveðinni röð og eitt leiðir af öðru. Auðvitað sé ég þennan möguleika fyrir mér og bjó mig undir hann. Nú birtist hann og ég er meira en tilbúin í þessa breytingu og þessi verkefni.“ Viðtalið hefur verið uppfært eftir að fréttamaður ræddi aftur við Þórdísi eftir ríkisráðsfund.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Efnahagsmál Tengdar fréttir „Fyrst og fremst stólaskipti“ án þess að axla ábyrgð Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð. 14. október 2023 13:40 Hvaða stöðugleika er ríkisstjórnin að tala um? „Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? 14. október 2023 12:31 Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 14. október 2023 11:51 Bjarni verður utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson verður nýr utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Leiðtogar stjórnarflokkanna segja ríkisstjórnina standa styrka og samhenta og þau vilji klára kjörtímabilið saman. Það er nú hálfnað. 14. október 2023 11:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Fyrst og fremst stólaskipti“ án þess að axla ábyrgð Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð. 14. október 2023 13:40
Hvaða stöðugleika er ríkisstjórnin að tala um? „Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? 14. október 2023 12:31
Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 14. október 2023 11:51
Bjarni verður utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson verður nýr utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Leiðtogar stjórnarflokkanna segja ríkisstjórnina standa styrka og samhenta og þau vilji klára kjörtímabilið saman. Það er nú hálfnað. 14. október 2023 11:23