Vill skoða sameiningu við Mosfellsbæ og Seltjarnarnes Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 15:49 Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Egill Aðalsteinsson Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, mun leggja til að Reykjavíkurborg bjóði Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna þriggja. „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að bjóða Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ svo hljóðar tillaga Lífar, sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Umræðan ekki verið tekin á höfuðborgarsvæðinu Í greinargerð með tillögunni segir að á síðustu árum hafi mikil umræða átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga og ýmis stór skref verið stigin í þá átt. Þessar sameiningar hafi þó að mestu verið bundnar við landsbyggðina þó að á höfuðborgarsvæðinu sé fjöldi sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum. Í samtali við Vísi segir Líf að eðlilegt sé að taka samtalið líka á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes myndi í raun landfræðilega heild. Þrjátíu ár frá síðustu tilraun Í greinargerðinni segir að næsta sumar verði þrjátíu ár liðin frá því að kosið var um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga að viðbættu Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Sameining Reykjavíkur og Kjalarness hafi orðið að veruleika skömmu síðar. Litlu hafi mátt muna að íbúar Kjósarhrepps hefðu samþykkt sameiningu en stuðningur Seltirninga og Mosfellinga hafi verið öllu minni. „Hafa ber þó í huga að kosningarnar 1993 voru að langmestu leyti að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins sem knúði fram sameiningarkosningar um mestallt land. Þær tillögur náðu fæstar fram að ganga en sáðu þó fræjum og innan fárra missera komst skriður á sameiningarmál í fjölda sveitarfélaga sem þó höfðu hafnað slíku í kosningunum 1993.“ Viðfangsefnin orðin fleiri og flóknari Þá segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum þrjátíu árum. Viðfangsefni sveitarfélaga hafi orðið fleiri og flóknari, sem auki á þörfina á öflugum stofnunum og stoðkerfum. Einnig hafi augu fólks opnast fyrir mikilvægi þess að unnt sé að vinna að skipulagsmálum og uppbyggingu samgangna á stærri svæðum en núverandi sveitarfélagamörk segja til um. Þannig sé til dæmis ljóst að Reykjavík og Mosfellsbær sjá fyrir sér stórfellda uppbyggingu á nálega samliggjandi svæðum á allra næstu árum. Engin afstaða tekin til frekari sameiningar Loks segir að Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbær myndu sameinuð mynda órofa heild á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni sé engin afstaða tekin til þess hvort stefna bæri að frekari sameiningum á svæðinu, svo sem með samruna sveitarfélaganna á suðursvæðinu. „Lykilatriðið er að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust.“ Þá segir Líf í samtali við Vísi að hún sé ekki að leggja sameininguna til, einungis að hún verði skoðuð. „Mér fyndist gaman að liggja yfir þessu, meta kosti og galla. Það er líka ágætt að vera með eitthvað nýtt í umræðunni einhvern tímann, svo við séum ekki í því sama endalaust. Það er okkur hollt að hugsa aðeins út fyrir kassann og sjá framtíðina fyrir okkur eins og hún gæti orðið en ekki eins og hún er núna.“ Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að bjóða Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ til viðræðna um kosti þess að sameina sveitarfélögin þrjú í eina, öfluga heild,“ svo hljóðar tillaga Lífar, sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Umræðan ekki verið tekin á höfuðborgarsvæðinu Í greinargerð með tillögunni segir að á síðustu árum hafi mikil umræða átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga og ýmis stór skref verið stigin í þá átt. Þessar sameiningar hafi þó að mestu verið bundnar við landsbyggðina þó að á höfuðborgarsvæðinu sé fjöldi sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum. Í samtali við Vísi segir Líf að eðlilegt sé að taka samtalið líka á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að Reykjavík, Mosfellsbær og Seltjarnarnes myndi í raun landfræðilega heild. Þrjátíu ár frá síðustu tilraun Í greinargerðinni segir að næsta sumar verði þrjátíu ár liðin frá því að kosið var um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga að viðbættu Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Sameining Reykjavíkur og Kjalarness hafi orðið að veruleika skömmu síðar. Litlu hafi mátt muna að íbúar Kjósarhrepps hefðu samþykkt sameiningu en stuðningur Seltirninga og Mosfellinga hafi verið öllu minni. „Hafa ber þó í huga að kosningarnar 1993 voru að langmestu leyti að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins sem knúði fram sameiningarkosningar um mestallt land. Þær tillögur náðu fæstar fram að ganga en sáðu þó fræjum og innan fárra missera komst skriður á sameiningarmál í fjölda sveitarfélaga sem þó höfðu hafnað slíku í kosningunum 1993.“ Viðfangsefnin orðin fleiri og flóknari Þá segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum þrjátíu árum. Viðfangsefni sveitarfélaga hafi orðið fleiri og flóknari, sem auki á þörfina á öflugum stofnunum og stoðkerfum. Einnig hafi augu fólks opnast fyrir mikilvægi þess að unnt sé að vinna að skipulagsmálum og uppbyggingu samgangna á stærri svæðum en núverandi sveitarfélagamörk segja til um. Þannig sé til dæmis ljóst að Reykjavík og Mosfellsbær sjá fyrir sér stórfellda uppbyggingu á nálega samliggjandi svæðum á allra næstu árum. Engin afstaða tekin til frekari sameiningar Loks segir að Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbær myndu sameinuð mynda órofa heild á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni sé engin afstaða tekin til þess hvort stefna bæri að frekari sameiningum á svæðinu, svo sem með samruna sveitarfélaganna á suðursvæðinu. „Lykilatriðið er að koma umræðunni af stað og nálgast verkefnið fordómalaust.“ Þá segir Líf í samtali við Vísi að hún sé ekki að leggja sameininguna til, einungis að hún verði skoðuð. „Mér fyndist gaman að liggja yfir þessu, meta kosti og galla. Það er líka ágætt að vera með eitthvað nýtt í umræðunni einhvern tímann, svo við séum ekki í því sama endalaust. Það er okkur hollt að hugsa aðeins út fyrir kassann og sjá framtíðina fyrir okkur eins og hún gæti orðið en ekki eins og hún er núna.“
Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira