Ofbeldi í skólaferð varpar ljósi á mikilvægi viðeigandi menntunar leiðsögufólks Guðmundur Björnsson skrifar 17. október 2023 14:00 Nýlega birtist á samfélagsmiðlum óhugnanlegt myndband sem sýnir konu og stúlku eiga í orðaskiptum á gangi hótels á Íslandi. Á myndbandinu má heyra stúlkuna biðla til konunnar um að koma vinsamlegast ekki nálægt sér. Í kjölfarið slær konan stúlkuna fast utan undir og stúlkan leggur á flótta með konuna á hælum sér. Myndbandið endar á því að konan heyrist áminna barnið með orðunum: „Vertu ekki svona ógnandi.“ Unga stúlkan er nemandi frá Harris Girls' Academy frá Bretlandi og var á skólaferðlagi um Ísland þegar hún varð fyrir ofbeldinu. Fyrstu sögusagnir hermdu að sú sem beitti ofbeldinu væri kennari frá skólanum en það var leiðrétt fljótlega og upplýst að konan væri í raun fararstjóri annars hóps sem dvaldi á hótelinu og að atvikið hefði verið kært til lögreglu. Athæfið hefur eðlilega verið fordæmt opinberlega svo sem á samfélagsmiðlum þar sem margir krefjast réttlætis. Einn einstaklingur lýsti viðbjóði sínum á X (áður Twitter) og sagði: „Þetta er ógeðslegt. Ég vona að hún verði rekin og lögsótt af lögreglunni.“ Annar lagði áherslu á nauðsyn tafarlausra aðgerða og sagði: „Hún er greinilega ekki kennari, hún er fararstjóri. Hvort heldur sem er þarf að rannsaka þetta og bregðast við því sem fyrst!“ Siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi Atvikið sýnir glöggt mikilvægi þess að leiðsögufólk hljóti viðeigandi menntun og þjálfun enda er hlutverk leiðsögufólks er ekki bundið við að sýna ferðamönnum landið, segja sögur og túlka það sem fyrir augum ber. Leiðsögumenn eru sendiherrar landsins sem túlka siðareglur, menningu og gildi landsins. Í þessu sambandi er rétt og þarft að vekja athygli á því að í leiðsögunámi eru siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi kynntar sérstaklega fyrir nemendum. Í siðareglunum er lögð áhersla á fagmennsku og vandaða starfshætti leiðsögufólks en einnig lög á áhersla á ákveðin siðferðisviðmið og útlistað hvað telst viðeigandi hegðun leiðsögufólks. Atvikið sem sést á myndbandinu, brýtur augljóslega í bága við þessar siðareglur. Þessi atburður undirstrikar ekki aðeins mikilvægi þess að fylgja siðareglunum, heldur vekur einnig upp spurningar um fylgni og framfylgd þessara reglna. Leiðsögunám hjá EHÍ og Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 um menntun leiðsögufólks Til að auka vægi fagmennsku hefur Endurmenntun Háskóla Íslands byggt námskrá sína á Evrópustaðli ÍST EN 15565:2008. Staðallinn ber yfirskriftina „Ferðaþjónusta - Kröfur um faglega þjálfun leiðsögumanna og þjálfunaráætlanir til að öðlast ákveðna færni eða þekkingu.“ Með því að fylgja viðurkenndum staðli er náminu markaður skýr rammi sem tryggir eftir föngum að nemendur hljóti menntun sem byggð er á faglegri þekkingu og traustum siðferðislegum grunni. Nauðsyn faglegrar menntunar fyrir leiðsögufólk Umrætt atvik kastar ekki einungis rýrð á þann leiðsögumann sem í hlut á, heldur varpar einnig skugga á alla starfsstéttina. Leiðsögufólk gegnir mjög mikilvægu hlutverki við að móta upplifun og skynjun ferðamanna á landinu. Þegar ferðamenn, sérstaklega nemendur, leggja af stað í skólaferðir hlýtur það að vera lágmarkskrafan að þeir séu öruggir og í uppbyggjandi umhverfi. Þess vegna er mikilvægt að leiðsögufólk sé ekki einungis menntað í sögu, náttúru og menningu landsins, heldur einnig þjálfað í mannlegum samskiptum, menningarnæmni og lausn ágreinings. Enn fremur undirstrikar þetta atvik mikilvægi ítarlegrar bakgrunnsskoðunar og reglubundins mats ferðaþjónustufyrirtækja á hæfi og hæfni þess leiðsögufólks sem það ræður til starfa. Ferðaþjónustan þarf að tryggja að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Niðurstaða Þessi atburður er áminning um þá ábyrgð sem leiðsögufólk axlar í störfum sínum og mikilvægi góðrar menntunar, símenntunar og þjálfunar þeirra. Eftir því sem heimurinn verður samtengdari og fjölbreyttari verður æ mikilvægara að menningarleg næmni og gagnkvæm virðing sé höfð í fyrirrúmi. Til þess að svo megi verða, verður ferðaþjónustan að halda vöku sinni og grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja að fulltrúar þeirra eins og leiðsögufólk hljóti viðeigandi þjálfun og haldi þessi gildi í heiðri. Höfundur er leiðsögumaður og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist á samfélagsmiðlum óhugnanlegt myndband sem sýnir konu og stúlku eiga í orðaskiptum á gangi hótels á Íslandi. Á myndbandinu má heyra stúlkuna biðla til konunnar um að koma vinsamlegast ekki nálægt sér. Í kjölfarið slær konan stúlkuna fast utan undir og stúlkan leggur á flótta með konuna á hælum sér. Myndbandið endar á því að konan heyrist áminna barnið með orðunum: „Vertu ekki svona ógnandi.“ Unga stúlkan er nemandi frá Harris Girls' Academy frá Bretlandi og var á skólaferðlagi um Ísland þegar hún varð fyrir ofbeldinu. Fyrstu sögusagnir hermdu að sú sem beitti ofbeldinu væri kennari frá skólanum en það var leiðrétt fljótlega og upplýst að konan væri í raun fararstjóri annars hóps sem dvaldi á hótelinu og að atvikið hefði verið kært til lögreglu. Athæfið hefur eðlilega verið fordæmt opinberlega svo sem á samfélagsmiðlum þar sem margir krefjast réttlætis. Einn einstaklingur lýsti viðbjóði sínum á X (áður Twitter) og sagði: „Þetta er ógeðslegt. Ég vona að hún verði rekin og lögsótt af lögreglunni.“ Annar lagði áherslu á nauðsyn tafarlausra aðgerða og sagði: „Hún er greinilega ekki kennari, hún er fararstjóri. Hvort heldur sem er þarf að rannsaka þetta og bregðast við því sem fyrst!“ Siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi Atvikið sýnir glöggt mikilvægi þess að leiðsögufólk hljóti viðeigandi menntun og þjálfun enda er hlutverk leiðsögufólks er ekki bundið við að sýna ferðamönnum landið, segja sögur og túlka það sem fyrir augum ber. Leiðsögumenn eru sendiherrar landsins sem túlka siðareglur, menningu og gildi landsins. Í þessu sambandi er rétt og þarft að vekja athygli á því að í leiðsögunámi eru siðareglur Félags leiðsögumanna á Íslandi kynntar sérstaklega fyrir nemendum. Í siðareglunum er lögð áhersla á fagmennsku og vandaða starfshætti leiðsögufólks en einnig lög á áhersla á ákveðin siðferðisviðmið og útlistað hvað telst viðeigandi hegðun leiðsögufólks. Atvikið sem sést á myndbandinu, brýtur augljóslega í bága við þessar siðareglur. Þessi atburður undirstrikar ekki aðeins mikilvægi þess að fylgja siðareglunum, heldur vekur einnig upp spurningar um fylgni og framfylgd þessara reglna. Leiðsögunám hjá EHÍ og Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 um menntun leiðsögufólks Til að auka vægi fagmennsku hefur Endurmenntun Háskóla Íslands byggt námskrá sína á Evrópustaðli ÍST EN 15565:2008. Staðallinn ber yfirskriftina „Ferðaþjónusta - Kröfur um faglega þjálfun leiðsögumanna og þjálfunaráætlanir til að öðlast ákveðna færni eða þekkingu.“ Með því að fylgja viðurkenndum staðli er náminu markaður skýr rammi sem tryggir eftir föngum að nemendur hljóti menntun sem byggð er á faglegri þekkingu og traustum siðferðislegum grunni. Nauðsyn faglegrar menntunar fyrir leiðsögufólk Umrætt atvik kastar ekki einungis rýrð á þann leiðsögumann sem í hlut á, heldur varpar einnig skugga á alla starfsstéttina. Leiðsögufólk gegnir mjög mikilvægu hlutverki við að móta upplifun og skynjun ferðamanna á landinu. Þegar ferðamenn, sérstaklega nemendur, leggja af stað í skólaferðir hlýtur það að vera lágmarkskrafan að þeir séu öruggir og í uppbyggjandi umhverfi. Þess vegna er mikilvægt að leiðsögufólk sé ekki einungis menntað í sögu, náttúru og menningu landsins, heldur einnig þjálfað í mannlegum samskiptum, menningarnæmni og lausn ágreinings. Enn fremur undirstrikar þetta atvik mikilvægi ítarlegrar bakgrunnsskoðunar og reglubundins mats ferðaþjónustufyrirtækja á hæfi og hæfni þess leiðsögufólks sem það ræður til starfa. Ferðaþjónustan þarf að tryggja að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Niðurstaða Þessi atburður er áminning um þá ábyrgð sem leiðsögufólk axlar í störfum sínum og mikilvægi góðrar menntunar, símenntunar og þjálfunar þeirra. Eftir því sem heimurinn verður samtengdari og fjölbreyttari verður æ mikilvægara að menningarleg næmni og gagnkvæm virðing sé höfð í fyrirrúmi. Til þess að svo megi verða, verður ferðaþjónustan að halda vöku sinni og grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að tryggja að fulltrúar þeirra eins og leiðsögufólk hljóti viðeigandi þjálfun og haldi þessi gildi í heiðri. Höfundur er leiðsögumaður og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun