Ekki enn ljóst hvort stúlkan hafi hlotið varanlegan skaða Árni Sæberg skrifar 18. október 2023 15:10 Atvikið átti sér staði á skólalóð Breiðagerðisskóla. Vísir/Vilhelm Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Þetta segir í tölvupósti sem Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, sendi á foreldra barna í skólanum síðdegis. Þar segir að atvikið, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafi átt sér stað á skólalóðinni og snerti meðal annars annars nemendur í skólanum. Þar segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem skólinn hefur hafi ætandi efni verið kastað í andlit stúlku og hún hlotið brunasár af. Stúlkan hafi verið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt hafi verið að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. „Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða en rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar, þeirra sem hún leitaði til í kjölfar atviksins og sú aðhlynning sem hún fékk á bráðadeild hafa án efa dregið úr skaðanum og vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða.“ Treysta því að foreldrar verði nærgætnir Þá segir að þegar svona alvarleg atvik gerast sé eðlilegt að mikil umræða fylgi í kjölfarið og foreldrar fari jafnvel að hafa áhyggjur af öryggi eigin barna. „Svona mál eru mjög flókin og viðkvæm. Sértaklega þegar um börn er að ræða.“ Umrætt mál sé núna í höndum viðeigandi fagaðila og skólinn treysti því að hlutaðeigandi fái þá hjálp sem þeir þurfa. Skólinn treysti því einnig að foreldrar séu varkárir og nærgætnir í umræðum um málið og hafi hugfast að hér er um börn að ræða. „Eins og kom fram í fréttaflutningi af málinu voru gerendur að herma eftir einhverju sem þeir sáu á netinu. Í ljósi þess viljum við benda foreldrum á mikilvægi þess að vera vakandi yfir netnotkun barna sinna og veita þeim nauðsynlegt aðhald.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Þetta segir í tölvupósti sem Þorkell Daníel Jónsson, skólastjóri Breiðagerðisskóla, sendi á foreldra barna í skólanum síðdegis. Þar segir að atvikið, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, hafi átt sér stað á skólalóðinni og snerti meðal annars annars nemendur í skólanum. Þar segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem skólinn hefur hafi ætandi efni verið kastað í andlit stúlku og hún hlotið brunasár af. Stúlkan hafi verið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt hafi verið að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. „Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða en rétt fyrstu viðbrögð stúlkunnar, þeirra sem hún leitaði til í kjölfar atviksins og sú aðhlynning sem hún fékk á bráðadeild hafa án efa dregið úr skaðanum og vonandi komið í veg fyrir varanlegan skaða.“ Treysta því að foreldrar verði nærgætnir Þá segir að þegar svona alvarleg atvik gerast sé eðlilegt að mikil umræða fylgi í kjölfarið og foreldrar fari jafnvel að hafa áhyggjur af öryggi eigin barna. „Svona mál eru mjög flókin og viðkvæm. Sértaklega þegar um börn er að ræða.“ Umrætt mál sé núna í höndum viðeigandi fagaðila og skólinn treysti því að hlutaðeigandi fái þá hjálp sem þeir þurfa. Skólinn treysti því einnig að foreldrar séu varkárir og nærgætnir í umræðum um málið og hafi hugfast að hér er um börn að ræða. „Eins og kom fram í fréttaflutningi af málinu voru gerendur að herma eftir einhverju sem þeir sáu á netinu. Í ljósi þess viljum við benda foreldrum á mikilvægi þess að vera vakandi yfir netnotkun barna sinna og veita þeim nauðsynlegt aðhald.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira